1En Job svaraði og sagði: ó! að mín sorg væri vegin,2og mín ólukka líka lögð á metaskálina!3Hún mundi reynast þyngri en hafsins sandur; því voru mín orð svo svæsin,4af því að skeyti hins Almáttuga hafa hitt mig; mitt hjarta drekkur þeirra eitur; Guðs skelfingar hertygjast á móti mér.5Mun skógarins asninn rymja upp yfir grasinu, eða uxinn gaula upp yfir sínu fóðri?6Verður það bragðlausa etið án salts? eða er nokkur smekkur þess hvíta í egginu.7Það sem mín sál veigraði sér við að snerta, það er mér boðið sem leið fæða.8Ó! að það mætti ske sem eg girnist! og Guð vildi veita mér mína löngun.9Ó! að Guð vildi sundurmerja mig, útrétta sína hönd og afsníða mig.10Það væri þó mín huggun, og þar af skyldi eg gleðjast í minni vægðarlausu kvöl, að eg hefi samt ekki óhlýðnast orðum hins heilaga.11Hvör er minn máttur að eg skyldi vona, og hvör mín kjör, að eg skyldi hafa langlundargeð?12Er þá minn kraftur steinsins kraftur? er mitt hold af eiri?13Sjá! fyrir mig er engin hjálp eftir! og frá mér er burtrekin öll liðsemd.14Sá aumi á meðaumkun að sínum vin, annars yfirgefur Guðs óttinn hann.15Mínir bræður hafa brugðist mér eins og lækur (á sumri), sem þornar þegar mest á liggur, þeir fara fram eins og fjallrennsli,16sem eru svört af klaka, hvar við mikill snjór hefur blandast.17Undir eins og leysingin er úti hverfa þau, þegar hitnar (í veðrinu) afmást þau af sínum stað.18Lestirnar beygja af leið til þeirra; þær fara inn í öræfin (til einkis) og tortínast.19Að þeim svipast lestirnar frá Tema, þeir sem ferðast frá Sabeu treysta á þau.20Þeir sneypast af því að þeir reiddu sig á þau, þeir koma að þeim og skammast sín.21Svoleiðis eru þér nú mér sem ekkert; þér sjáið mína eymd og hræðist.22Hefi eg sagt: færið hingað! eða gefið nokkuð af yðar eigum fyrir mína skuld?23Frelsið mig af hendi óvinarins, og losið mig úr hendi týrannans.
24Kennið mér! eg skal þegja, og segið mér í hvörju mér hefir á orðið.25Hvörsu styrkjandi er tal hins einlæga? en hvað munu yðar átölur stoða?26Að finna að orðum, er yðar sýslan, tal hins sorgbitna fer út í veður og vind.27Sannarlega yfirfallið þér hinn föðurlausa, og grafið gröf yðar stallbróður,28skoðið mig aðeins, og þér munuð strax sjá, hvört eg lýg.29Hverfið til baka, kæru! verið aðeins ekki ranglátir! Hverfið til baka, en nú mun mitt málefni reynast rétt.30Ætla ranglæti sé á minni tungu? nei! ætla minn gómur þekki ekki það sem biturt er!
Jobsbók 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 6. kafli
Job svarar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.