1Eftir það svaraði Drottinn Job af vindbil og sagði:2hvör er þessi sem formyrkvar Guðs ráð með óskynsömum tölum?3Vel og gott! umgirð þínar lendar, sem maður, svo skal eg spyrja þig, og þú skalt fræða mig.4Hvar varstu þegar eg grundvallaði jörðina? segðu frá, ef þú hefir skilning og vit!5Hvör hefir sett henni mál, að þú vissir það, eða hvör útþandi snúruna yfir hana?6Hvar á er hennar grundvöllur settur? hvör lagði hennar hornstein,7þegar morgunstjörnurnar sungu gleðisöng, og öll Guðs börn fögnuðu?8Og hvör innilokaði hafið með hurðum þegar það frambraust og gekk út af móðurlífi?9Þegar eg gaf því skýin fyrir fatnað og þokuna fyrir reifa,10þegar eg setti föst mín takmörk í kringum það, og slár og hurðir,11og sagði: „hingað skaltu koma og ekki lengra; hér skulu þínar stoltu bylgjur brotna.“12Hefir þú á þínum dögum ráðið yfir morgninum? hefir þú vísað morgunroðanum á sinn stað?13svo að hann nær út yfir jarðarinnar jaðar, og þeir a) óguðlegu skelfast fyrir honum?14Þá jörðin umbreytist eins og lakkið (af innsiglinu) og (allt) eins og færist í klæðnað.15Og þeir óguðlegu sviptast sínu ljósi b), og sá upplyfti armur verður sundurbrotinn.16Hefir þú komið til hafsins uppsprettu? og hefir þú gegnumfarið hið innsta afgrunn?17Hafa dauðans port opnað sig fyrir þér? Ellegar hefir þú séð port dauðans skugga?18Þekkir þú allt, svo breið sem jörðin er? segðu til ef þú veist það allt saman!19Hvar er vegurinn til ljóssins bústaða? og myrkrið, hvar er þess aðsetur?20að þú gætir komið því inn fyrir sín landamerki, og þekkt götuna að þess húsi.21Þú veist það, því þá varstu fæddur og þinna daga tal er mikið!22Hefir þú komið til forðabúrs snjávarins? eða hefir þú séð forðabúr haglsins?23sem eg spara til hörmungartímans, til stríðsins og bardagans daga.24Hvar er sá vegur á hvörjum ljósið útbreiðist og austanvindurinn dreifist yfir jörðina?25Hvör bjó til rennur fyrir steypiregnið? hvör veginn fyrir eldinguna?26svo að rignir í það land, hvar enginn er, í eyðimörkina, hvar enginn maður býr,27svo að þeir auðu og óbyggðu staðir mettast, og grasið kemur upp.28Hefir og regnið föður? eða hvör hefir getið daggarinnar dropa?29af hvörs kviði er ísinn útgenginn? og himinsins hrím, hvör fæddi það?30Vatnið verður hart sem steinn, og djúpsins yfirborð tollir saman.31Hnýttir þú sjöstirnisins band? eða getur þú leist Orions (fjósakonanna) belti,32lætur þú planeturnar koma á sínum tíma? ellegar framleiðir þú birnuna a) með hennar börnum.33Þekkir þú himinsins lög? eða getur þú ákvarðað hans herradæmi yfir jörðunni?34Getur þú lyft þinni raust upp til skýjanna, svo að vatnsins margfjöldi hylji þig.35Getur þú sent eldingarnar svo þær fari og segi: hér erum vér!36Hvör lagði vísdóm í þeirra sveiflur? og hvör gaf loftsjónunum vit?37Hvör telur skýin með visku? og hvör tæmir himinsins vatnsílát?38svo að rykið samanlímist fast, og jarðhnausarnir tolli hvör við annan?
Jobsbók 38. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:23+00:00
Jobsbók 38. kafli
Drottinn ávítar Job fyrir dælsku.
V. 13. a. Þ. e. þjófar og morðingjar og hórkarlar etc. V. 15. b. Nl. myrkrinu. V. 21. Þú veist það, líklega: Guð. V. 32. a. Birna: stjörnuflokkur, vagninn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.