1Og Elíhú hélt áfram og mælti:2gefið mér enn nú lítinn frest, og eg skal uppfræða þig, því eg hefi enn nú mikið að tala af Guðs hálfu.3Eg vil sækja mína þekkingu langt að, og þeim sem skapaði mig vil eg útvega rétt.4Sannarlega skal mitt tal ekki vera lygi. Hreinskilinn maður stendur frammi fyrir þér.5Sjá! Guð er voldugur, þó fyrirlítur hann engan, hann er voldugur af hjartans krafti.6Hann lætur ekki hinn óguðlega lifa, en útvegar þeim aðþrengda rétt.7Hann snýr ekki sínum augum frá þeim réttlátu, heldur setur þá eilíflega með kóngum á hásætið, og upphefur þá,8og þó þeir verði bundnir í hlekki, og fangaðir í eymdanna snöru;9þá sýnir hann þeim aðeins þeirra verk, og þeirra yfirtroðslur, hvörsu þær hafa farið í vöxt;10þá opnar hann þeirra eyru fyrir umvöndun, og segir, að þeir skuli umvenda sér frá ranglætinu;11ef það þeir gegna og þjóna honum, þá enda þeir sína daga í lukku, og sín ár í miklum fögnuði.12En ef þeir gegna honum ekki, þá farast þeir fyrir sverði, og uppgefa andann sakir heimsku.13Vonskufullir auka reiðina; þeir biðja ekki þegar hann bindur þá.14Þeirra sál deyr í æskunni, og þeirra líf endar meðal lauslátra.15En hann frelsar þá aumu í þeirra eymd, og opnar í þrengingu þeirra eyru.16Einnig þig mun hann útleiða úr angistarinnar gini þangað, hvar ekki er þröngt um þig, þitt borð skal vera rólegt og fullt af feiti.17En ef þú vinnur til dóms hins óguðlega, þá mun dómurinn og straffið reka hvað annað.18Varaðu þig því á (hans) reiði, að hann ekki hrindi þér í fordjörfun, frá hvörri þú ekki með miklu lausnargjaldi getur sloppið.19Ætla hann meti þinn auð mikils? nei! hvörki gullið, né nokkurrar auðlegðar kraft.20Sæktu ei eftir þeirri nótt (dauðanum), þá fólki er burtu kippt úr sínum stað.21Gættu þín, að þú ekki snúir þínu andliti til ranginda, því þú kýs þau heldur en eymd.22Sjáðu! Guð er upphafinn í sínum krafti; hvör er kennari sem hann?23Hvör vill vísa honum leið? og hvör þorir að segja: þú hefir gjört rangt?24Minnstu þess að þú hrósir hans verkum, sem mennirnir dást að .25Alla veröldina skoðar hann; manninn sér hann langt frá.26Sjá! Guð er mikill og vér þekkjum það ekki. Hans áratölu, getur maðurinn ekki rannsakað.27Þegar hann dregur vatnsdropana til sín, þá úthellist regn af dömpunum,28sem skýin láta niðurfljóta, þau niðurdrjúpa drjúgum yfir mennina.29Og hvör skilur skýjanna útbreiðslu, og dunur hans tjaldbúðar?30Sjá! hann útbreiðir sitt ljós í kringum sig, og felur hafsins rætur,31því með þessum heimsækir hann þjóðirnar, með þessum gefur hann ríkuglega fæðslu.32Í báðum höndum heldur hann eldingunni og stýrir henni gegn þeim sem gjöra uppreisn.33Hann lætur þá heyra sína þrumu raust, upp yfir fénaðinum og yfir því sem sprettur af jörðunni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.