1Þá svaraði Elífas af Teman og sagði:2getur maðurinn orðið Guði að gagni? nei! sá hyggni getur gagnast sjálfum sér.3Er það nokkuð hagræði fyrir hinn Almáttuga að þú ert réttlátur? er það ábati fyrir hann að þú vandar þitt framferði?4Mun hann af hræðslu fyrir þér ganga í rétt við þig? og koma með þér fyrir dóminn?5Er ekki þín vonska mikil? og enginn endi á þínum misgjörðum?6Þú hefir tekið pant af þínum bræðrum án orsaka; og afklætt hina nöktu.7Þú svalaðir ekki með vatni þeim þreytta; og þú synjaðir hinum hungraða um brauð.8Fyrir þeim volduga manni stóð landið opið; og sá göfugi bjó í því.9Ekkjur léstu fara tómhentar, og stoðir hinna föðurlausu sundurmörðust;10því ertu umvafinn af snörum, og skelfingin hefir snögglega hrætt þig,11og myrkrið, svo þú getur ekki séð, og vatns megnið hylur þig.12Er ekki Guð í þeim háa himni? líttu upp til þeirra efstu stjarna, hvörsu (hátt) eru þær?13Hví segir þú: hvað veit Guð? mun hann geta dæmt í myrkrinu?14Skýin skyggja á hann, svo að hann sér ekki, og hann gengur í himinsins hring.15Þú ferð þá gömlu leið sem þeir ranglátu hafa farið,16sem eltust fyrir tímann, (vatnsfall burtskolaði þeirra grundvelli) sem sögðu við Guð:17vík frá oss! og hvað hafði sá Almáttugi gjört þeim?18Hann hafði þó fyllt þeirra hús með gæðum! fjærlæg séu mér ráð hinna óguðlegu!19þeir réttlátu sjá það straff hinna vondu og gleðjast, og hinir saklausu hælast um við þá og segja:20eru ekki vorir mótstöðumenn afmáðir? og eldurinn eyðilagði þeirra dýrð!21kæri! haltu þig til hans (Guðs), svo muntu hafa frið, þar af mun mikið gott til þín streyma!22Kæri! meðtaktu lærdóminn af hans munni, og legg þú hans tal upp á hjartað.23Ef þú snýr þér til hins Almáttuga, þá verður þú aftur á fætur reistur, láttu ranglæti vera langt frá þínum tjaldbúðum.24Kastaðu málminum í duftið, og Ofirs gulli í dalsins urð,25svo mun sá Almáttugi vera þitt gull, vera þér hið kostulegasta silfur.26Því þá skaltu hafa yndi af þeim Almáttuga, og upplyfta þínu augliti til Guðs.27Þú munt biðja hann og hann mun heyra þig, og þú skalt greiða þín heit.28Hvað sem þú áformar mun þér lukkast, og á þinn veg mun ljósið skína.29Þegar menn beygja þig niður skaltu segja: upphefð! og hann (Guð) mun frelsa þann sem er auðmjúkur, (lítur niður augunum).30Já! hann mun frelsa jafnvel þann sem ekki er saklaus, hann skal frelsast fyrir sakir þinna hreinu handa. (Af því þú biður fyrir honum).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.