1Þá svaraði Sofar af Naema og sagði:2Svo neyða þá hugsanir mínar mig til að svara, og innvortis ólga.3Skammarlegar ávítur hlýt eg að heyra, en minn andi skal svara fyrir mig með viti.4Veistu ekki það, frá eilífð, síðan Guð setti manninn á jörðina,5að gleði óp hinna óguðlegu er stutt; og að hræsnarans fögnuður varir aðeins eitt augnablik?6Þó að hans hæð næði til himins og hans höfuð snerti skýin,7sem saur hans skal hann þó tortínast eilíflega, þeir sem sáu hann, munu segja: hvar er hann?8Eins og draumur mun hann burtflýja, og menn geta ei fundið hann; hann hverfur sem sýn á nóttu.9Það auga sem sá hann áður, mun ei sjá hann framar; og hans bústaður skal ei sjá hann.10Hans börn leitast við að geðjast þeim fátæku, og þeirra hendur skila aftur hans eigum.11Hans bein eru þrútin af hans heimuglegu syndum, með honum munu þær leggjast í duftið.12Þó vonskan sé honum sæt í munni, og hann vilji fela hana undir sinni tungu, þó hann vilji treina hana, og ekki sleppa henni,13heldur geyma fyrir sinn góm,14skal samt þessi fæða breytast í hans búk, hún skal honum verða að nöðrugalli.15Auð gleypti hann, hann ælir honum upp aftur, Guð mun keyra hann úr hans búk.16Nöðrueitur sogar hann í sig, því höggormstungan mun drepa hann.17Hann sér ei sér til yndis vatnsföll, ei ár né læki, sem fljóta fram með mjólk og hunangi.18Hann lætur aftur af hendi það aflaða, og gleypir ekkert framar. Eins og ránið skal endurgjaldið vera, og hann mun ei af því fögnuð hafa;19af því hann misþyrmdi þeim lítilmótlega og yfirgaf hann; rændi húsum sem hann hafði ekki byggt.20Af því hann aldrei gat saddur orðið, mun hann ekki koma undan sínum dýra auð.21Vegna þess að ekkert komst undan hans græðgi, skal hann ei geta vænt að sín gæði verði varanleg.22Þó að hann hafi allsnægtir, líður hann skort, sérhvörs undirþrykkjara hönd mun yfir hann koma.23Hann fær samt nóg til að fylla sinn búk með; því Guð mun senda sína grimmdarreiði yfir hann, og láta yfir hann rigna það sem hann í sig svelgdi.24Flýi hann fyrir járnvopnum; eirboginn gegnumborar hann.25Hann rykkti sínu sverði, það gekk í gegnum hans kvið, og þess leiftran fór um hans gall. Dauðans skelfingar yfirféllu hann.26Allt ólán er geymt hans auð; eldur sem ei er tendraður (af mönnum) mun fortæra honum; illa mun þeim reiða af, sem eftir eru orðnir í hans tjaldbúð.27Himinninn mun opinbera hans misgjörðir, og jörðin mun rísa móti honum.28Ágóði hans heimilis mun burt flytjast—allt mun burt fljóta á hefndarinnar degi.29Þetta er hlutdeild hins óguðlega manns hjá Guði, og þetta sú arfleifð sem honum er af Drottni ætluð.
Jobsbók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 20. kafli
Sofar talar aftur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.