1Sjá! allt þetta hefir mitt auga skoðað, mitt eyra hefir heyrt og skilið það.2Það sem þér vitið, það veit eg líka; mér skjátlar ekki meir en yður.3En eg vildi gjarnan tala við hinn almáttuga, og mig langar til að ganga í rétt við Guð.4Því sannarlega samanvefið þér lygar; ónýtir læknarar eruð þér allir saman.5Ó! að þér vilduð allir þegja, það mundi verða yður að visku.6Heyrið, kæru! mína vörn, og takið eftir minna vara aðfindni.7Viljið þér tala Guði til varnar, það sem rangt er? viljið þér fyrir hann brúka slægsmuni?8Viljið þér fara í manngreinarálit, taka hans málstað?9Ætla yður verði það að góðu, þegar hann rannsakar yður? eður hugsið þér að draga hann á tálar, eins og menn eru dregnir á tálar?10Hann mun vissulega straffa yður ef að þér farið í manngreinarálit með launung.11Mun ekki hans hátign skelfa yður? og hans skelfing falla yfir yður?12Yðar þankar eru líkir ösku; yðar vígi munu verða sem leirvígi.13Þegið í minni áheyrn, að eg megi tala, og látið svo hitta mig hvað sem vill.14Hví skal eg naga mitt hold með eigin tönnum, og bera mitt líf í minni hendi?15Sjá! látið hann slá mig í hel; eg hefi enga von; en eg vil sanna fyrir hans augsýn að mínir vegir eru réttir.16Þetta skal og verða mér til frelsis, því enginn hræsnari kemur fyrir hans auglit.17Svo takið nú eftir mínu tali og hneigið yðar eyru að mínu forsvari.18Sjáið kæru! eg hefi reglulega framfært mitt málefni, eg veit að eg verð fríkenndur.19Þó—hvör er sá sem gengur í rétt við mig? nú verð eg að þegja og uppgefa andann.20Eg bið aðeins um tvennt; (synjir þú mér ekki um það), þá mun eg koma fram fyrir þig.21Lát þína hönd vera langt frá mér, og þína skelfingu ekki hræða mig!22Kallaðu svo, og eg skal svara, ellegar eg mun tala og svara þú mér.23Hvörsu margar eru mínar misgjörðir og syndir? láttu mig vita mína yfirtroðslu og synd?24Hvar fyrir byrgir þú þitt andlit og heldur mig fyrir þinn óvin?25Viltu fordjarfa skekið laufblað, og ofsækja þurrt strá;26þú uppskrifar harmkvæli móti mér, og lætur mig erfa mínar ungdómssyndir,27og setur mínar fætur í stokk, og aðgætir alla mína vegu, og slær hring í kringum mínar iljar, (sem eg ei kemst út yfir).28Og eg (Job) eldist þó sem hræið, sem fat það er mölurinn uppetur.
Jobsbók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 13. kafli
Job talar ennfremur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.