1Minni sál leiðist lífið, því vil eg láta lausa mína harmaklögun, eg vil tala um raunir minnar sálar.2Eg segi við Guð: álíttu mig óguðlegan! láttu mig vita hvar um þú þráttar við mig.3Sýnist þér það gott að þú misþyrmir og útskúfar verki þinna handa, og ert hliðhollur við ráð hinna óguðlegu?4Ætla þú hafir holdleg augu? sér þú eins og maðurinn sér a)?5Eru þínir dagar eins og mannsins dagar? eru, eins og mannsins dagar, þín ár?6að þú spyr eftir mínum misgjörðum og leitar að mínum syndum,7þó þú vitir að eg hefi ekki breytt óguðlega, og að þar er enginn sem geti frelsað úr þinni hendi.
8Þínar hendur hafa skapað og myndað mig á alla vegu, og þó viltu tortína mér,9minnstu þess þó: að þú myndaðir mig sem leir, og vilt þú þá gjöra mig aftur að dufti?10Hefir þú ekki hellt mér sem mjólk, og hleypt mig sem ost?11Holdi og hörundi klæddir þú mig, og með beinum og sinum samfestir þú mig.12Líf og náð veittir þú mér, og þín umsjón varðveitti minn andardrátt.13En þessir hlutir b) voru faldir í þínu hjarta, eg veit þeir voru þér í sinni.14Ef að eg syndgaði þá gáðir þú að mér, og fríkenndir mig ekki fyrir mínum misgjörðum.15Breytti eg óguðlega, þá vei mér! og þó eg væri réttlátur, vogaði eg samt ekki að upplyfta mínu höfði, mettur af forsmán, og vottur að eigin vesæld.16Ef eg reisti mig upp, þá rakstú mig á flótta sem ljón; aftur og aftur sýnir þú á mér ofbeldi.17Þú framleiðir ný vitni á móti mér, og herðir á þinni reiði við mig. Hér eftir herfylkir þú á móti mér.18Hví útleiddir þú mig af móðurlífi? æ! að eg hefði uppgefið andann, og að ekkert auga hefði séð mig.19Eg mundi þá vera sem eg hefði aldrei verið til, frá móðurlífi fluttur til grafarinnar.20Mundu ei mínir fáu dagar snart vera á enda? slepptu mér, að eg geti lítið eitt endurnært mig;21fyrr en eg fer burt (og kem ei aftur) í myrkursins og dauðans skugga land.22Land dimmt sem myrkur dauðans skugga, hvar engin orða er, það sem geisar eins og myrkur.
Jobsbók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:17+00:00
Jobsbók 10. kafli
Jobs harmaklögun.
V. 4. a. Ekki betur en menn sjá. V. 13. b. Sem eg nú reyni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.