1Drottinn sagði til mín: tak þér stórt bókfell, og rita þar á með algengu letri, „lemaher shalal chash baz (skjótur til ráns, fljótur til fangs) c)“.2Eg tók mér gild vitni til þessa, kennimanninn Úrías og Sakarías Jeberekíasson.3Eg hafði komið til spámannskonunnar d), og varð hún þunguð, og ól son. Þá sagði Drottinn til mín: lát þú hann heita „Mahershalalchashbaz“ (þ. e. fljótur til ráns, fljótur til fangs);4því áður en sveinninn lærir að kalla „faðir minn“ og „móður mín“ skal auður Dammaskusborgar og herfang Samaríu burtflutt verða á undan Assýríukonungi.
5Ennfremur talaði Drottinn til mín, og sagði:6Af því að þessi lýður fyrirlítur hin straumhægu Sílóavötn e), en tekur fegsamlega við Resín og Remalíusyni,7þess vegna þá mun hinn Alvaldi láta yfir þá koma hin stríðu og ströngu vötn Fljótsins f), Assýríukonung með öllu hans einvalaliði, svo fljótið skal ganga upp yfir alla sína farvegu, og flóa yfir alla bakka;8síðan skal það brjótast inn í Júdaríki, flæða þar yfir, þar til manni tekur undir höku, og breiða skaut sín yfir allt þitt land, eins vítt og það er sig til. Guð er með oss!9Skelfist, þér þjóðir, og æðrist! heyrið það, allar landsálfur jarðarinnar: herklæðist og æðrist, herklæðist og æðrist!10Takið ráð yðar saman! þau skulu að engu verða. Mælið málum yðar!—þau skulu engan framgang fá, því—Guð er með oss!11Því svo sagði Drottinn til mín, um leið og hann tók í hönd mér, og varaði mig við því, að ganga sama veg og þetta fólk gengur; hann sagði:12„þér skuluð ekki kalla samband a) allt það, sem þetta fólk kallar samband, og ekki óttast það, sem það óttast, og öngvu kvíða.13Drottinn allsherjar, hann veri yður heilagur! óttist hann, hræðist hann!14Hann skal vera yðar griðastaður, en hann skal líka verða ásteytingarsteinn og hrösunarhella fyrir báðar ættþjóðir Ísraels, og snara og gildra fyrir innbyggjendur Jerúsalemsborgar;15og margir af þeim munu hrasa, falla og meiða sig, festast í snörunni og verða teknir.
16„Bitt þú saman vitnisburðinn, og innsigla lærdóminn í viðurvist minna lærisveina (8,2)“.17Eg vænti Drottins, þó hann byrgi nú auglit sitt fyrir Jakobsniðjum; eg bíð eftir honum.18Sjá þú! hér em eg, og þau börn, sem Drottinn hefir gefið mér! við skulum vera Ísraelsmönnum teikn og fyrirmyndan frá Drottni allsherjar, honum, sem býr á Síonsfjalli.19Og ef þeir segja til yðar, „leitið frétta hjá konum þeim, er upp vekja dauða menn úr jörðu b), og hjá fjölkynngismönnum, þeim er umla c) og muðla fyrir munni sér!“ þá skuluð þér svara: á ekki fólkið að leita frétta hjá Guði sínum? á það að leita frétta hjá hinum dauðu, í staðinn fyrir hjá enum lifendu?20Gætið lærdómsins og vitnisburðarins (8,16)! Ef þeir tala ekki samkvæmt honum, (þá vitið), að fólkið hefir enga birtu,21heldur ráfar það um í landinu hrjáð og hungrað; og þegar það hungrar, mun það í bræði sinni formæla konungi sínum og Guði sínum, og mæna til himins;22en þegar það rennir augum til jarðar, sér það ekki annað en neyð og myrkur, þrengingar dimmu og þykkan sorta.
23En í því landinu, hvar (áður) var þrenging, þar skal ekki (lengur) myrkur vera. Eins og hann (Drottinn) fyrr meir gjörði Sebúlonsland og Neftalíland fyrirlitlegt, eins mun hann síðar meir fagran gjöra veginn með vatninu fyrir handan Jórdan, Galíleu heiðingjanna.
Jesaja 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:34+00:00
Jesaja 8. kafli
Enn spádómur um eyðilegging Sýrlands og Ísraelsríkis; um hernað Assýríumanna á Júdaríki; traust á Drottni.
V. 1. c. Orðrétt: „til þess að ná skjótt herfanginu, flýtir hann sér til rána“. V. 3. d. Spámannskona, kona sjálfs spámannsins Esajasar. V. 6. c. Sílóa, lækur hjá Jerúsalemsborg. V. 7. f. Evfrats. V. 12. a. Samband, hér er talað um samband Sýrlendinga og Ísraelsmanna gegn Júdaríki. V. 19. b. Sjá 1 Sam. 28,7–19. c. Umla þ. e. hafa galdralæti og seiðlæti.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.