1Eg hefi bænheyrt þá, sem ekki báðu; eg lét þá finna mig, sem ekki leituðu mín; eg sagði við þá þjóð, sem ekki ákallaði mig: „sjá! hér em eg“.2Eg útrétti höndur mínar daglega til þess fólks, sem er óhlýðugt, sem gengur á illum vegum eftir eigin hugþótta,3sem reitir mig jafnlega til reiði, og það frammi fyrir minni augsýn; sem fórnfærir í aldingörðum, og brennir reykelsi á tígulsteinum;4sem lætur fyrirberast í dauðra manna gröfum, og er um nætur í hellrum, etur svínakjöt, og hefir óhreinan mat í ílátum sínum;5en segir þó (við aðra): „far þú burt, kom ekki nærri mér, eg er helgari en þú“. Þegar eg verð reiður, skulu slíkir menn verða að reyk og að eldi þeim, er allan dag brennur.6Sjá! það stendur skrifað frammi fyrir mér: eg vil ekki þegja, heldur gjalda, og gjalda skilvíslega,7bæði fyrir syndir sjálfra þeirra, og svo syndir feðra þeirra, segir Drottinn, þeirra er brenndu reykelsi á fjöllum uppi, og smánuðu mig á blóthæðunum; eg vil mæla þeim út hið forna athæfi þeirra, og gjalda það skilvíslega.
8Svo segir Drottinn: Eins og menn segja, þegar lögur finnst í vínberinu, „spill því ekki, þar er blessan í“, eins vil eg og gjöra sökum minna þjónustumanna, eg vil ekki spilla öllu.9Eg vil láta afsprengi æxlast út af Jakobsniðjum, og út af Júdaniðjum erfingja, er eignast skulu mín fjöll; mínir hinir útvöldu skulu erfa þau, og þjónar mínir búa þar.10Saronsvöllur skal verða að hjarðarbóli og Akorsdalur að nautastöðli fyrir þá af mínu fólki, sem leita mín.11En þér, sem yfirgefið Drottin og gleymið mínu heilaga fjalli, sem setjið borð fyrir Gað og blandið vín fyrir Mení;12yður hefi eg ætlað undir sverðið, og þér skuluð allir leggjast niður að höggstokknum, af því þér gegnduð ekki, þá eg kallaði, og heyrðuð ekki, þá eg talaði, heldur aðhöfðust það, sem mér þóknaðist ekki.13Þess vegna segir Drottinn hinn alvaldi svo: Sjáið! mínir þjónar skulu drekka, en yður skal þyrsta; sjáið, mínir þjónar skulu gleðjast, en þér skuluð glúpna;14sjáið, mínir þjónar skulu syngja fagnandi af hjartans gleði, en þér skuluð æpa af hjartasorg, og kveina af hugarangri.15Þér skuluð leifa mínum útvöldu yðar nöfn til eiðfestrar bannfæringar; því Drottinn hinn alvaldi mun taka yður af lífi, og nefna þjóna sína með öðru nafni.
16Hvör sem óskar sér góðs á jörðu, hann skal sér góðs óska í nafni hins sanna Guðs, og hvör sem eið vinnur á jörðu, hann skal sverja við hinn sanna Guð; því hinar fyrri þrautir eru þá gleymdar, þær eru hvorfnar frá mínum augum.17Því sjá, eg skapa nýjan himin og nýja jörð; hins fyrrveranda skal ekki framar minnst verða, og það skal engum í hug koma.18Gleðjist heldur og fagnið æ og æ yfir því, sem eg skapa; því sjáið, eg ummynda Jerúsalemsborg í fögnuð, og innbyggjendur hennar í gleði.19Eg vil fagna yfir Jerúsalemsborg, og gleðja mig yfir mínu fólki.
Jesaja 65. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jesaja 65. kafli
Andsvar Guðs; siðaspilling Gyðinga; lausn hinna góðu, refsing hinna vondu, sæluhagur hinna ráðvöndu Ísraelsmanna.
V. 3. Tígulsteinum, þ. e. ölturum af tígulsteini; bannað var að hafa ölturu af höggnu grjóti, 2 Mós. 20,25. V. 4. Gröfum, nefnil. til að leita frétta hjá framliðnum. V. 11. Gað og Mení, goðanöfn; Gað hamingjugoð, Mení, forlagagoð. V. 20. a. Þ. e. það skal álítast sem syndaböl sem hegning frá Guði fyrir einhvörja drýgða synd, að hann nær ei tíræðu. V. 22. Aldur trjánna, sum tré, t.d. eik, terpentíntré, verða afargömul og lifa marga mannsaldra. V. 25. Samanb. Kap. 11,6–9.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.