1Vakna þú, vakna þú, íklæð þig styrk þínum, Síonsborg! Íklæð þig vegsemd þinni, Jerúsalem, þú hin heilaga borg! því enginn óumskorinn eða óhreinn skal framar inn í þig ganga.2Hrist af þér moldarduftið, sest upp, Jerúsalemsborg! Losa þú af þér hálsfjötra þína, þú hertekna Síonsdóttir!3Því svo segir Drottinn: Fyrir ekkert eruð þér burtseldir, þér skuluð og án silfurs endurleystir verða.4Því svo segir Drottinn hinn alvaldi: mitt fólk fór fyrst ofan til Egyptalands, til að búa þar sem útlendingar; síðan kúgaði Assýríukonungur það án nokkurra saka.5Hvörsu má eg nú láta svo fram fara, segir Drottinn, að mitt fólk skuli vera burtflutt án saka? Þess yfirdrottnarar dramba, segir Drottinn, og mitt nafn verður með degi hvörjum jafnlega spottað.6Þess vegna skal mitt fólk fá að þekkja mitt nafn; já, það skal kannast við, að það var eg, sem sagði: „Sjá, hér em eg“.
7Hvörsu fagrir eru fætur þess sendiboða, sem friðinn kunngjörir, fagnaðartíðindin flytur, frelsunina boðar, og segir til Síonsborgar: „þinn Guð ríkir sem konungur“!8Rödd þinna vökumanna heyrist, þeir hefja upp raustina og æpa fagnaðaróp, því þeir sjá augsýnilega, að Drottinn kemur aftur til Síonsborgar.9Æpið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústir Jerúsalemsborgar, því Drottinn hefir huggað sitt fólk, hann hefir endurleyst Jerúsalemsborg.10Drottinn hefir opinberað sinn heilaga armlegg í augsýn allra þjóða, og öll endimörk jarðarinnar skulu sjá hjálpræðið vors Guðs.11Farið burt, farið burt, gangið út þaðan, snertið ekkert óhreint! Gangið alveg út úr borginni! Hreinsið yður, þér sem berið kerin Drottins!12Þó skuluð þér ekki í flýti út fara, né með flótta ferðast, því Drottinn fer fyrir yður í fararbroddi, og Guð Ísraels gengur aftastur í flokki yðrum.
13Sjá, minn þjón mun happasæll verða, hann mun verða mikill og veglegur, og mjög hátt upphafinn.14Eins og margir menn undrast yfir honum (því svo er hans ásýnd afskræmd framar en nokkurs manns, og hans mynd, framar en nokkurs af mannanna sonum):15Eins mun hann vekja margra þjóða lotningu fyrir sér; konungar munu aftur halda munni sínum fyrir honum, því þeir munu sjá það, sem þeim hafði aldrei verið frá sagt, og verða varir við það, sem þeir höfðu aldrei heyrt.
Jesaja 52. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:48+00:00
Jesaja 52. kafli
Frelsun Gyðinga boðast; gleði yfir þeim fagnaðarboðskap. Spádómur um Messías.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.