1Þegið, og hlýðið mér, þér fjarlægu löndin! Safni þjóðirnar nýjum kröftum, gangi svo nær, og tali máli sínu; vér skulum eigast lög við.2Hvör stefnir hjálparanum úr austurátt, og kveður hann til fylgdar við sig? Hvör leggur þjóðirnar undir hans vald og lætur hann drottna yfir konungunum? Hvör lætur þá verða eins og moldarryk fyrir sverði hans, og eins og fjúkandi hálmleggi fyrir boga hans,3svo hann veitir þeim eftirför, og fer fram grandalaust þan veg, sem fætur hans hafa aldrei á stigið?4Hvör gjörir og framkvæmir slíkt? Hann sem kallaði fram kynþáttu mannanna í öndverðu. Eg Drottinn em hinn fyrsti, og með hinum síðustu em eg einnig.5Fjarlægar landsálfur sjá það, og hræðast; endimörk jarðarinnar skjálfa. Þjóðirnar nálgast, og koma.6Hvör þeirra hjálpar öðrum, og segir til hins: vertú óhræddur.7Trésmiðurinn uppörvar gullsmiðinn, og járnsmiðurinn járnrekstrarmanninn: „þetta er góð samkunda“, segir hann, neglir síðan smíðið saman, svo ekkert haggast.8En þú Ísraelslýður, minn þjón! þér ættniðjar Jakobs, er eg hefi útvalið! afsprengi Abrahams, ástvinar míns!9Þú, hvörn eg þreif frá endimörkum jarðarinnar, og kallaði frá hennar ystu landsálfum, og sagði til þín: „þú ert minn þjón, eg hefi útvalið þig, en ekki hafnað þér“!10óttast þú eigi, því eg em meður þér; eigi skaltu örvílnast, því eg em þinn Guð: eg styrki þig, eg hjálpa þér, eg held þér með minni trúfastri hægri hendi.11Sjá, allir fjandmenn þínir skulu verða til skammar og háðungar; sökunautar þínir skulu að öngvu verða, og tortýnast,12svo þú skalt ekki finna þá, þó þú leitir; þrætudólgar þínir skulu verða að engu; þeir, sem á þig herja, skulu undir lok líða:13því eg em Drottinn, þinn Guð, sem held í þína hægri hönd, og segi til þín: „óttast eigi, eg hjálpa þér“.14Óttast eigi, þú yrmlingur Jakobs, þér Ísraels menn! Eg hjálpa þér, segir Drottinn og þinn frelsari, hinn heilagi Ísraels Guð:15Sjá þú, eg gjöri þig að hvössum, nýjum þreskivagni, með mörgum eggjabroddum; þú skalt sundurþreskja fjöllin og mylja þau í smátt, og gjöra hálsana að hismi:16þú skalt sáldra þeim, svo vindurinn skal feykja þeim og stormbylurinn tvístra þeim. En þú skalt gleðja þig í Drottni, og hrósa þér af hinum heilaga Guði Ísraels.17Hinir fátæku og voluðu leita vatns, og finna ekki, tunga þeirra þornar af þorsta: eg Drottinn vil bænheyra þá, eg, Ísraels Guð, vil ekki yfirgefa þá.18Eg vil láta vatnsstrauma upp vella á hálsunum og vatnslindir á miðju sléttlendinu; eg vil gjöra eyðimörkina að vatnstjörnum, og þurrlendið að uppsprettubrunnum.19Í óbyggðinni vil eg gróðursetja sedrustré, belgþornsvið, myrtusvið og viðsmjörstré; á söndunum vil eg setja hvað með öðru, furu, beykitré og búskvið,20svo allir menn sjái og þekki, verði varir og skynji, að hönd Drottins hefir slíku til vegar komið, og sá hinn heilagi Guð Ísraels skapað það.
21Berið nú fram yðvart málefni, segir Drottinn; færið fram varnir yðar, segir konungur Jakobsniðja.22Láti þeir (goð sín) koma fram, að þau kunngjöri oss, hvað verða muni. Segið þá atburði, er orðið hafa fyrr meir, svo vér getum hugleitt og vitað afleiðingar þeirra, eða þá látið oss heyra, hvað seinna meir muni fram koma.23Kunngjörið, hvað hér eftir muni verða, og þá skulum vér viðurkenna, að þér séuð guðir. Látið sjá, gjörið annaðhvört af yður gott eða illt: þá munum við ásjást og hafa augastað hvorir á öðrum.24Sjáið nú! þér eruð minna en ekkert, og verk yðar minna en ekki neitt. Viðurstyggilegur er hvör sá, sem kýs yður fyrir sína fulltrúa.25En eg uppvek einhvörn frá norðurátt, og sá mun koma; allt í frá uppgöngu sólar mun hann ákalla mitt nafn; hann mun ganga yfir landstjórana, eins og maður gengur yfir leir, og eins og leirkerasmiður treður deigulmó.26Hvör (af hjáguðunum) hefir sagt slíkt frá öndverðu, svo vér getum vitað það, eða spáð því fyrir fram, að vér getum sagt, „það hefir ræst“? Nei, þar er engi, sem kunngjöri slíkt, engi sem láti til sín heyra, engi, sem heyri nokkurt orð af yður.27Eg em hinn fyrsti, sem segi til Síonsborgar: „sjá þú! þar er það framkomið“, og til Jerúsalemsborgar: „eg skal láta fagnaðartíðindi koma“.28Eg litast um, en enginn er viðlátinn; eg leita á meðal þeirra, en enginn veitir neinn úrskurð; eg aðspyr þau, svo þau megi andsvara.29Sjá! þau eru öll einber hégómi; þeirra verk eru ekkert, líkneskjur þeirra eru vindur og hjóm.
Jesaja 41. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:41+00:00
Jesaja 41. kafli
Hégómi skurðgoðadýrkunar.
V. 2. Hjálparanum, Sýrusi Persakonungi; í Hebr. stendur réttlætinu þ. e. hjálpræðinu. V. 6.7. Spámaðurinn lætur heiðingjana gjöra samtök móti Drottni, með því að smíða nýjar goðalíkneskjur, til þess að fyrirkoma þeirri ráðstöfun hans, að Sýrus legði undir sig Babelsríki og frelsaði sitt fólk, Gyðingalýð; smíðið þ. e. líkneskjuna. V. 9. Endimörk jarðarinnar og hennar ystu landsálfur er Egyptaland, sem var það vestlægasta land, er Gyðingar þá þektu. V. 14. Yrmlingur Jakobs, þ. e. þér vanmáttugu og fyrirlitnu Jakobs niðjar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.