1En er Esekías konungur heyrði þetta, þá sundurreif hann sín klæði, tók sorgarbúning, og gekk í hús Drottins.2Hann sendi dróttsetann Eljakim og Sebna kanselera og hina elstu kennimenn, íklædda hryggðarbúningi, til Esajasar spámanns Amossonar.3Þeir skyldu tala til hans þessum orðum: Svo segir Esekías: þessi dagur er dagur neyðarinnar, hegningarinnar og háðungarinnar; börnin eru að fæðingu komin, en enginn mátturinn til að fæða b).4Vera má, að Drottinn, þinn Guð, gefi gaum að orðum Rabsaka, þess er sendur er af herra sínum, konungi Assýríumanna, til að spotta Guð lifanda, og láti hegnt verða þeirra orða, er Drottinn, þinn Guð, hefir heyrt. Bið því fyrir þeim eftirleifum (lýðsins), sem enn finnast hér.5En er þjónar Esekíass konungs komu til Esajass,6þá mælti Esajas til þeirra: Segið svo yðrum herra: Svo segir Drottinn: óttast eigi þau háðsyrði, er þú hefir heyrt sveina Assýríukonungs láta sér um munn fara í gegn mér.7Eg skal láta hann verða annarshugar: hann skal fá fregn nokkura að heyra, og þá skal hann hverfa aftur heim í land sitt, og skal eg þá láta hann fyrir sverði falla í sínu eigin landi.
8Rabsaki hafði frétt, að Assýríukonungur væri burt farinn frá Lakisborg; hvarf hann því aftur, og fann konunginn, þar sem hann herjaði á Libnaborg.9Þar kom konungi sú fregn af Tírhaka Blálandskonungi, er það sagði, að Tírhaki væri farinn í hernað móti honum; og er hann heyrði það, sendi hann sendimenn til Esekíass með þessum boðum:10Segið Esekíasi Júdaríkiskonungi svolátandi boðskap: lát eigi Guð þinn, þann er þú treystir á, tæla þig, þó hann segi, að Jerúsalemsborg skuli eigi seld verða í hendur Assýrakonungi.11Þú munt að vísu heyrt hafa, hvörsu Assýríukonungar hafa fram farið við önnur ríki, að þeir hafa eyðilagt þau; skyldir þú þá klakklaust af komast?12Hafa nokkuð guðir heiðingjanna frelsað þær borgir, er foreldrar mínir hafa í eyði lagt, Gósansborg, Haransborg, Resepsborg og Edensborgar innbyggjendur, þá er (fyrrum) bjuggu í Telassarsborg?13Hvar er konungur Hamatsborgar, og konungur Arpadsborgar, og konungur Seffarvajimsborgar, Heinaborgar og Jouborgar?
14En er Esekías hafði tekið við bréfinu af sendimönnunum, og lesið það, gekk hann upp í Drottins hús, og rakti það sundur frammi fyrir Drottni.15Þá bað Esekías til Drottins, svo mælandi:16Drottinn allsherjar, Ísraels Guð, þú sem situr uppi yfir kerúbunum! þú einn ert sannur Guð yfir öllum ríkjum veraldar, þú hefir gjört himin og jörð.17Hneig þitt eyra, Drottinn, og heyr! Upplúk, Drottinn, þínum augum, og sjá! Heyr þú öll orð Senakeribs, þau er hann hefir látið sér um munn fara til smánar við hinn lifanda Guð!18Satt er það, Drottinn, að Assyríukonungar hafa í eyði lagt allar þjóðir og lönd þeirra,19og goðum þeirra í eld kastað: því þau voru ekki guðir, heldur handaverk manna, stokkar og steinar, svo þeir gátu gjört þau að öngvu.20En nú, Drottinn, vor Guð, frelsa þú oss af hans hendi, svo öll ríki veraldar megi við kannast, að þú ert Drottinn, og engi annar.
21Því næst sendi Esajas Amosson til Esekíass, og lét segja honum: Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: hvað þeirri bæn viðvíkur, er þú hefir beðið til mín um Senakerib Assyríukonung,22þá er þetta það orð, er Drottinn hefir talað í gegn honum: Síonsborgar mey fyrirlítur þig, og gjörir gys að þér; Jerúsalemsborg hristir höfuðið á eftir þér.23Hvörn hefir þú smánað og spottað? Í gegn hvörjum hefir þú upphafið raustina, og lyft upp augum þínum í hæðirnar? Í gegn hinum heilaga (Guði) Ísraels.24Fyrir hönd þinna þjónustumanna hefir þú Drottni háðung tillagt, og sagt: „fyrir fjölda sakir hervagna minna hefi eg upp stígið á hæðir fjallanna, lengst inn á Líbanonsfjall, afhöggvið þess hávu sedrustré, þess útvöldu grenitré, og em upp kominn á þess efsta tind, þangað sem mætist viðarskógurinn og aldinskógurinn;25eg gróf til vatns, og drakk: með iljum fóta minna uppþurrkaði eg öll vatnsföll Egyptalands“.26Hefir þú þá ekki heyrt, að eg gjörði þá ráðstöfun svo fyrir öndverðu? nú hefi eg látið það fram koma, að þú skyldir mega í eyði leggja víggirtar borgir, og gjöra þær að auðum grjóthrúgum;27og innbyggjendur þeirra hefi eg látið verða aflvana, felmtraða og svívirta, eg hefi látið þá verða sem vallargras, sem grængresi, eins og gras á þekjum, eins og akur þann, er sviðnar, áður en kornstöngin er sprottin.28Eg veit, hvar þú hefir þitt aðsetur, hvar þú gengur út, og hvar þú gengur inn; eg veit, að þú æðir í gegn mér.29En sökum þess að þitt grimmdaræði gegn mér og þinn ofmetnaður er kominn mér til eyrna, þá vil eg leggja minn hring í nasir þínar, og minn bitil í munn þér, og færa þig aftur sama veg og þú komst.30Þetta skaltu til marks hafa: eitt árið munuð þér eta sjálfsáið korn, hið annað ár sjálfvaxið korn, en hið þriðja árið munuð þér sá og uppskera, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.31Hinir frelsuðu Júdaríkisinnbúar, sem eftir verða, skulu festa rætur að neðan, og bera ávöxt að ofan;32Því frá Jerúsalemsborg skulu eftirleifar (þjóðarinnar) útbreiðast og hinir frelsuðu frá Síonsfjalli; ástríki Drottins allsherjar mun slíku valda.33Þess vegna segir Drottinn svo um Assýríukonung: Hann skal ekki inn komast í þessa borg, engri ör þangað skjóta, engan herskjöld að henni bera, og engum jarðhrygg upp hleypa móti henni.34Hann skal aftur snúa hinn sama veg sem hann kom, og ekki koma í þessa borg, segir Drottinn;35eg vil vera skjól og skjöldur þessarar borgar og frelsa hana, mín vegna, og vegna míns þjóns Davíðs.
36Því næst útgekk engill Drottins, og sló í herbúðum Assýríumanna hundrað áttatygi og fimm þúsundir manns. Og er menn risu upp um morguninn, var allt fullt af dauðum líkum.37Senakerib Assýrakonungur brá þá herbúðum, hélt af stað og sneri heim aftur, og settist að í Niníve.38En svo bar við, þá hann baðst fyrir í hofi Nísroks, síns Guðs, að synir hans, Adramelek og Sareser, unnu á honum með sverði, flýðu síðan burt í landið Ararat, en sonur hans Esarhaddon varð konungur í hans stað.
Jesaja 37. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:41+00:00
Jesaja 37. kafli
Frá ævilokum Senakeribs.
V. 3. b. Málsháttur, þ. e. þau vandræði bera nú að hendi, að ekki verður úr greitt. V. 16. kerúbunum, sem voru uppi yfir sáttmálsörkinni, Sálm. 99,1. Sjá 2 Mós. 25,22.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.