1Spádómur um Dammaskusborg. Sjá! Dammaskusborg skal verða afmáð, svo hún skal ekki vera borg framar: að niðurhruninni grjóthrúgu skal hún verða.2Staðirnir í kring um Aróersborg skulu verða yfirgefnir, og að beitarlandi handa fénaðarhjörðum; þar skulu þær liggja, án þess nokkur styggi þær.3Þá skal varnarvirki Efraimsættar d) undir lok líða, og konungdómurinn hverfa frá Dammaskusborg og öðrum Sýrlandsborgum; það skal fara fyrir þeim eins og fer fyrir mannvali Ísraelslýðs, segir Drottinn allsherjar.
4Þá mun mannval Jakobsniðja e) fækka, og þróttur þeirra ganga til þurrðar.5Þá mun fara líkt og þegar kornskerumaður safnar kornstöngvum á akri, og armleggur hans afsníður öxin; og eins og þegar öx eru tínd í Refaimsdal.6Það sem eftir verður af þeim (Ísraelsmönnum), skal verða sem eftirtíningur, eins og þá viðsmjörstré er skekið, og tvö eða þrjú viðsmjörsber verða eftir efst í laufinu, eða fjögur eða fimm á frjókvistum þess, segir Drottinn, Guð Ísraels.7Þá mun maðurinn mæna eftir þeim, sem skóp hann, og renna augum sínum til hins heilaga Ísraels Guðs.8Ekki mun hann þá mæna til goðastallanna, sem eru hans eigin handaverk, og ekki líta til astörtulíkneskja eða annarra skurðgoða, sem fingur hans hafa tilbúið.9Á þeim tíma munu hinir víggirtu staðirnir verða sem eftirleifar af skógarrunni eins og viðarhrísla, sem Ísraelsmönnum hefir verið eftir skilin; þeir skulu verða að auðn:10því þú hefir gleymt Guði, frelsara þínum, og ekki minnst þess hellubjargsins, sem er þín verndarhlíf. Gróðurset þú aðeins fagrar plantanir, og set útlenska vínviðarkvistu í garð þinn!11lát þínar plantanir vaxa sama daginn og þú gróðursetur þær, lát þær blómgast sama morguninn og þú setur þær! en eftirtekjunni muntu safna á degi hryggðar og ólæknandi sorgar.
12Æ, hvílíkur gnýr af miklum fólksfjölda! þeir gnýja, eins og hafsöldur gnýja. Hvílíkur mannadynur! þeir dynja, eins og ströng vatnsföll dynja;13þjóðirnar geysa, eins og stór vatnsföll geysa. En hann hastar á þær, og þá flýja þær langt í burtu, og tvístrast, eins og hismi á fjöllum fyrir stormi, eins og rykmökkur fyrir hvirfilvindi.14Á kvöldtímanum er eyðileggingin vís, og áður en morgnar, er allt horfið. Þetta er hlutdeild þeirra, sem ræna oss, og hlutfall þeirra, sem taka frá oss.
Jesaja 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:34+00:00
Jesaja 17. kafli
Spádómur um afdrif þeirra tveggja sambandsríkja, Sýrlands og Ísraelsríkis, og um hernað Assýríumanna á Júdaríki.
V. 3. d. Þ. e. Sýrland, hvar Ísraelsmenn höfðu leitað trausts. V. 4. e. Jakobs niðja, þ. e. innbúa Ísrael. V. 5. Refaimsdalur (Risadalur), í Móríafjalli hjá Jerúsalemsborg.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.