Framhald.

1Sendið landshöfðingjanum a) lambaskattinn frá Selaborg, gegnum eyðimörkina til Síonsfjalls.2Eins og fuglinn flöktir í kring, þegar hann er rekinn upp af hreiðri sínu, eins eru Móabsdætur, þar sem þær standa við Arnons vörð (og segja):3„legg nú einhvör góð ráð (þú, Síonsborg!), gjör nú gott verk, og lát skugga þinn um miðdegið verða sem nótt; fel útlagana, seg ekki til flóttamannanna;4ljá oss útlögunum, Móabsmönnum, dvöl hjá þér, vert þeirra verndarskjól fyrir ofríkismanninum, því þá mun ekkert verða úr kúgaranum, þá mun ofríkinu linna, og landið frelsast frá undirokun.5Þá mun konungshásætið b) grundvallað verða á miskunnsemi, og þá skal sá dómari, sem leitar réttinda og eflir réttlætið, sitja í því sæti í tjaldbúð Davíðs“.6„Vér þekkjum drambsemi Móabsmanna, að þeir eru mjög hrokafullir, vér þekkjum þeirra metnað, oflæti, ofdramb og marklausu stóryrði“.7Þess vegna er nú svo komið, að hvör Móabsmanna verður að kveina fyrir öðrum. Allt Móabsland verður að kveina. Yfir undirstöðum Kírhaserets borgar hljótið þér að andvarpa sorgmæddir.8Akurlönd Hesbonsborgar eru fölnuð. Höfðingjar þjóðanna hafa sundurbrotið víntré Sibmaborgar: greinar þess náðu allt til Jasersborgar og kvísluðust út um alla eyðimörkina, angar þess breiddu sig út yfir hafið.9Þess vegna græt eg fögrum tárum yfir Jasersborg, yfir víntré Sibmaborgar. Eg vökva þig með tárum mínum, Hesbonsborg og Elaleborg, því fagnaðarópið yfir þínum sumarsgróða og þinni uppskeru er orðið að herópi.10Fögnuður og kæti er horfin frá aldinmörkinni; í víngörðunum heyrast öngvir söngvar, né fagnaðarhljóð; troðslumaðurinn treður ekki vínberin í vínþrúgunni, eg hefi gjört enda á gleðilátum hans.11Þess vegna hljómar í hjarta mínu, eins og í hörpu, sökum Móabslands, og í brjósti mínu, sökum Kírharesborgar.12Og þó að Móabslýður gangi sig móðan upp á blóthæðirnar, og fari inn í helgidóm sinn til að biðjast fyrir, þá mun hann samt engu til leiðar koma.13Þetta er það, sem Drottinn talaði í gegn Móabslandi fyrrum;14en nú talar Drottinn á þessa leið: að þriggja ára fresti, slíkra sem ár daglaunamanna eru talin c), skal mannval Móabslands og allur hinn mikli fólksfjöldi þess rýrna, svo ekki skal eftir verða nema fátt eitt, og þó lítilfenglegt.

V. 1. a. Júdaríkiskonungs; áður fyrr höfðu Móabsmenn goldið Ísraelskonungi lömb í skatt, (2 Kóng. 3,4). V. 2. Arnon, takmarkafljót milli Móabslands og Júdaríkis. V. 5. b. Nefnilega, í Júdaríki. V. 6. Þetta er svar Júdaríkismanna til Móabsdætra, (16,2). V. 14. c. Þ. e. rétt að þriggja ára fresti, hvörki fyrr, né seinna; ár daglaunamanna eru talin svo nákvæmlega, að ekki skrifar einum degi.