1Orð Drottins, sem kom til Jeremía spámann, viðvíkjandi Filisteum, áður en faraó vann Gasa.2Svo segir Drottinn: sjá! vatn belgir upp í norðrinu og verður að vatnsfalli og flóir yfir landið og það sem í landinu er, staði og þeirra innbúa. Menn hljóða og allir landsins innbúar æpa.3Af dunum hófatrampsins þeirra öflgu hesta, af gný þeirra vagna og af glamri hjólanna, snúa feðurnir sér ekki til sonanna, sakir magnleysis handanna,4vegna dagsins, sem kemur, að afmá alla Filistea, að uppræta Týrus og Sídon, alla aðra liðsmenn, því Drottinn afmáir Filistea, leifar eyjarinnar Kastor.5Gasa verður sköllótt, Askalon er niðurrifin, (og) hennar annað láglendi. Hvað lengi viltu þig a) spyrja?6Ó vei! sverð Drottins! hvað lengi viltu ei hvíld taka? drag þig til baka í þínar skeiðar, vertu rólegt og kyrrt!7En hvörnig getur þú hvíld tekið, þegar Drottinn hefir þér skipan gefið? Hann hefir sent það á móti Askalon og móti sjávarströndinni.
Jeremía 47. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 47. kafli
Sigur Kaldeumanna á Filisteum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.