Fyrirheit til Barúks.

1Það orð, sem Jeremías spámaður talaði til Barúks Neríasonar, þegar hann skrifaði öll þessi orð í eina bók, af Jeremía munni, á fjórða ári Jójakíms Jósíasonar, Júdakóngs, er hann sagði:2Svo segir Drottinn, Ísraels Guð, til þín, Barúk!3Þú segir: „vei mér! að Drottinn hefur bætt á mig sorg ofan á þjáning, eg styn mig móðan og ró finn eg ekki.“4Svo seg til hans: svo segir Drottinn: sjá! það sem eg hefi byggt, það ríf eg sjálfur niður, og það sem eg hefi gróðursett, það uppræti eg sjálfur, það er allt landið.5En þú girnist mikið fyrir þig, óska þess ekki! því sjá! eg leiði ógæfu yfir allt hold; en þér gef eg þína sál að herfangi allstaðar, hvört sem þú fer.