1Það orð sem kom til Jeremía, viðvíkjandi ölum Júðum er bjuggu í Egyptalandi, sem þá bjuggu í Migdol og Takfanes, og í Rof, og í landinu Patros, þá er hann sagði:
2Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: þér hafið séð alla þá óhamingju sem eg leiddi yfir Jerúsalem og yfir alla Júda staði, og sjá! þeir eru rústir enn nú, og engin býr í þeim:3sökum vonsku, sem þeir aðhöfðust, til að móðga mig, að þeir gengu og gjörðu reyk fyrir öðrum guðum, og þjónuðu þeim, sem þér ekki þekktu, hvörki þeir, né þér, né yðar feður.4Og eg sendi til yðar alla mína þjóna, spámennina, frá því snemma dags, og sagði: gjörið ei slíka viðurstyggð, sem eg hata;5en þeir hlýddu ekki, og lögðu ekki við eyrun, að þeir hvyrfu aftur frá sinni vonsku, og gjörðu ei reyk fyrir öðrum guðum.6Þá úthellti sér mín grimmd og mín reiði, og brann í Júda stöðum og á Jerúsalems strætum, svo þeir urðu að rústum og auðn, eins og á þessum tíma (er skeð).7Og nú segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, svo: því aðhafist þér svo mikið illt yður til tjóns, að þér upprætið frá yður úr Júda, mann og konu, barn og brjóstmylking, svo þér látið engar leifar af yður eftir verða,8að þér móðgið mig með verkum yðar handa; að þér gjörið reyk öðrum guðum í Egyptalandi, hvört þér eruð komnir, svo þér frá yður upprætið (allt), og að þér verðið að bölvan og smán meðal allra jarðarinnar þjóða?9Hafið þér gleymt illgjörðum yðar feðra, og illgjörðum Júdakónga, og illgjörðum þeirra kvenna, og yðar illgjörðum og illgjörðum yðar kvenna, sem þeir aðhöfðust í Júdalandi, og á Jerúsalems strætum?10Ekki hafa þeir auðmýkt sig allt til þessa dags, og ugga ei um sig, og ganga ei í mínu lögmáli og í mínum setningum, sem eg hefi gefið þeim og þeirra feðrum.
11Því segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, svo: sjá! eg sný mínu andliti móti yður, til ógæfu og upprætingar alls Júda(lýðs).12Og eg skal burtsvipta leifunum af Júda, sem sneru sínu andliti á þá leið, að fara til Egyptalands, til þess að staðnæmast þar, og þar skulu allir afmáðir verða; í Egyptalandi skulu þeir falla, fyrir sverði og hungri farast, smár sem stór; fyrir sverði og hungri skulu þeir tortínast, og skulu verða að bölvan, að viðbjóð og formælingu og smán.13Og eg straffa þá sem búa í Egyptalandi, eins og eg straffaði Jerúsalem, með sverði, með hungri og með drepsótt.14Og enginn mun undan komast og eftir verða af Júdaleifum, sem komu í Egyptaland, til að staðnæmast þar og hverfa (svo) aftur í Júdaland, hvar þeirra hjarta langar til aftur að koma, til þess þar að búa, því þeir munu ekki aftur koma, nema það skyldu vera (einstakir) flóttamenn.
15Og allir mennirnir svöruðu Jeremía, þeir sem vel vissu að þeirra konur gjörðu reyk fyrir öðrum guðum, og allar konur sem þar stóðu í miklum hóp, allt fólkið, sem bjó í Egyptalandi og í Patros og sögðu:16það sem þú hefir talað við oss í nafni Drottins, þar í gegnum vér þér ekki;17heldur munum vér gjöra allt sem vor munnur hefir talað, að gjöra reyk himinsins drottningu a), og færa dreypifórnir, eins og vér höfum gjört, vér og vorir feður, vorir konungar og vorir höfðingjar í Júdastöðum og á Jerúsalems strætum, þá vér höfðum nægt brauðs, og oss gekk vel, og vér sáum enga óhamingju.18En síðan vér létum af að gjöra reyk fyrir himinsins drottningu og færa henni dreypifórnir, skortir oss allt og vér förumst fyrir sverði og hungri.19Og þó að vér (sögðu konurnar) gjörum reyk fyrir himinsins drottningu og færum henni dreypifórn, ætla vér, á laun við menn vora, tilreiðum henni kökur, henni til dýrkunar, og færum henni dreypifórn?
20Þá mælti Jeremías til alls fólksins, til manna og kvenna, og til alls fólksins sem honum hafði svarað, og sagði:21Mun Drottinn ei hafa hugsað til og lagt upp á hjartað, reykgjörð yðar, sem þér höfðuð í frammi í Júdastöðum og á Jerúsalems strætum; þér og yðar feður, yðar konungar og yðar höfðingjar og alþýðufólk?22Og Drottinn gat ekki lengur þolað það vegna vonsku yðar athæfis, vegna þess viðbjóðs sem þér iðkuðuð; og svo varð yðar land að auðn og viðbjóð og bölvun, og enginn býr þar eins og nú (stendur),23sakir þess þér gjörðuð reyk (fyrir hjáguðum), og syndguðuð móti Drottni, og hlýdduð ekki raust Drottins og genguð ekki í hans lögmáli og í hans setningum og í hans vitnisburðum, því hitti yður þessi ógæfa, eins og á þessum tíma er skeð.
24Og Jeremías mælti til alls fólksins og til allra kvennanna: heyrið orð Drottins, þér allir af Júda, þér sem eruð í Egyptalandi!25Svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: þér og yðar konur, þér talið með yðar munni, og með yðar höndum framkvæmið þér það (sem þér talið); þér segið: halda viljum vér vor heit, sem vér gjörðum, að reykja fyrir himinsins drottningu og færa henni dreypifórnir: já, haldið aðeins yðar heit, og efnið aðeins yðar heit!26Heyrið þá orð Drottins, þér allir af Júda, þér sem búið í Egyptalandi! sjá, eg sver við mitt nafn hið mikla, segir Drottinn: mitt nafn skal ekki nefnt verða í munni eins manns af Júda í öllu Egyptalandi, er svo segir: svo sannarlega sem Drottinn lifir!27sjá! eg vaki yfir þeim, til ills og ekki til góðs, og allir af Júda sem í Egyptalandi eru, skulu farast fyrir sverði og hungri, þangað til þeir eru afmáðir.28Og þeir, sem sloppnir undan sverðinu, komast burt aftur úr Egyptalandi, fáir að tölu, inn í Júdaland, og allar leifar af Júda, sem komið hafa til Egyptalands til að dvelja þar, þeir skulu fá að reyna hvörs orð rætast, mín eða yðar.29Og það sé yður til marks, segir Drottinn, að eg refsa yður á þessum stað, svo þér vitið að mín orð móti yður rætast yður til ógæfu.30Svo segir Drottinn: sjá! eg gef faraó Hofra, kónginn af Egyptalandi, í hönd hans óvinar, og í hönd þeirra sem sækjast eftir hans lífi, eins og eg gaf Sedekía, Júdakóng, í hönd Nebúkadnesars, kóngs af Babel, sem sóttist eftir hans lífi.
Jeremía 44. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 44. kafli
Hótunarræða, stíluð til Júðanna í Egyptalandi.
V. 17. a. Tunglið eða kvöldstjarnan.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.