1Og það skeði, þá Jerúsalem var unnin, (á níunda ári Sedekía, Júdakóngs, í 10da mánuði, kom Nebúkadnesar, kóngurinn af Babel, og allur hans her fyrir Jerúsalem, og settist um hana;2á 11ta ári Sedekía, í 4ða mánuði, 9da dag mánaðarins, var brotist inn í staðinn)3þá komu allir fyrirliðar kóngsins af Babel, og tóku sér fasta stöðu við miðhliðið, Nergal Sareser, Samgar-Nebó, Sarsekim, yfirboði hirðmannanna, Nergal Sareser, æðsti prestur, og allir hinir yfirmenn kóngsins af Babel.4Og það skeði, þá Sedekías Júdakonungur og allir stríðsmennirnir sáu þá, svo flúðu þeir og fóru um nóttina úr borginni, á veginn hjá jurtagörðum kóngsins, um hliðið milli þeirra tveggja múra, og stefndu út á vellina.5Þá elti her Kaldeumanna þá, og þeir náðu Sedekía á völlunum hjá Jeríkó, og tóku hann og fluttu til Nebúkadnesars, kóngs í Babel, til Ribla í landinu Hemat, og hann sagði upp dóm yfir honum.6Og kóngurinn af Babel slátraði sonum Sedekía fyrir hans augum í Ribla, og öllum Júdaaðli slátraði kóngurinn af Babel líka.7Og Sedekía blindaði hann á augunum, og batt hann fjötrum, og flutti til Babel,8og kóngsins hús og fólksins hús, brenndu Kaldeumenn með eldi, og Jerúsalems múrveggi rifu þeir niður.9Og leifar fólksins, það eftirorðna í staðnum, og það sem hafði til þeirra flúið, leifar fólksins, þá eftirorðnu, flutti Nebúsaradan, sá æðsti höfðingi við herinn, burt til Babel.10En þá umkomulitlu af fólkinu, sem ekkert höfðu, lét Nebúsaradan, sá efsti herforingi, eftir vera í Júda landi, og gaf þeim á sama tíma víngarða og akra.
11Og Nebúkadnesar, Babelskóngur, bauð, viðvíkjandi Jeremía, fyrir hönd Nebúsaradans, þess efsta herforingja, og sagði:12tak hann og haf auga á honum, og gjör honum ekkert til meins, heldur far með hann eins og hann segir til.13Þá sendi Nebúsaradan, sá efsti herforingi, og Nebúsasban, sá efsti hirðmaður, og Nergal-Sareser, sá æðsti prestur, og allir höfðingjar kóngsins af Babel,14þeir sendu, og létu sækja Jeremía í forgarð varðhaldsins, og afhentu hann Gedalía, syni Ahikams, sem var sonur Safans, til að flytja hann í hans hús. Og svo var hann meðal fólksins.
15Og orð Drottins kom til Jeremía, þá hann sat í forgarði varðhaldsins, og sagði:16far og seg til Ebedmeleks, Blámanns, og seg: svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sjá, eg læt mitt orð koma yfir þennan stað, til ógæfu, og ekki til góðs, og það mun ske fyrir þínum augum á sama tíma,17en eg skal bjarga þér á sama tíma, segir Drottinn, og þú skalt ekki komast í mannahöndur, þeirra sem þú hræðist;18því bjarga skal eg þér, og fyrir sverði skalt þú ekki falla, og þitt líf skal verða þér herfang, fyrst þú treystir mér, segir Drottinn.
Jeremía 39. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 39. kafli
Jerúsalem unnin, hvörnig Jeremías reiddi af. Fyrirheit gefið Ebedmelek.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.