1Á fjórða ári Jójakims, Jósiasonar, Júdakóngs, kom þetta orð til Jeremía, frá Drottni, er hann sagði:2tak þér bókfell, og skrifa þar á öll þau orð sem eg hefi við þig talað, viðvíkjandi Ísrael og Júda og öllum þjóðum, frá þeim tíma, þá eg (fyrst) talaði við þig, frá Jósia tíma, allt til þessa dags.3Líklega mun Júda hús heyra alla þá ógæfu sem eg hef í hug að senda þeim, svo þeir snúi sér; hvör og einn frá sínum vondu vegum, svo að eg fyrirgefi þeirra misgjörð, og þeirra synd.
4Þá kallaði Jeremía Baruk, Neríason, og Barúk skrifaði af munni Jeremía öll þau orð Drottins, sem hann hafði talað til hans, á bókfellið.5Og Jeremía bauð Baruk, og mælti: mér er haldið í húsi, eg get ekki farið í Drottins hús:6far þú og les af þessu bókfelli, það sem þú hefir skrifað af mínum munni, orð Drottins, á hátíðisdeginum; og les þau líka fyrir eyrum allra af Júda, sem úr þeirra stöðum koma.7Líklega auðmýkja þeir sig með grátbeiðni fyrir Drottni, og snúa sér, hvör og einn frá sínum vondu vegum; því mikil er reiðin og grimmdin, sem Drottinn hefir hótað þessu fólki.8Og Baruk Neríason gjörði, öldungis eins og Jeremías spámaður bauð, að lesa í bókinni, Drottins orð í Drottins húsi.
9Og það skeði á 5ta ári Jójakims Jósiasonar Júdakóngs, í 9da mánuði, að þeir kunngjörðu föstu fyrir Drottni, allt fólkið í Jerúsalem, og allt fólkið, sem kom til Jerúsalem úr Júda stöðum.10Þá las Barúk í bókinni orð Jeremía í Drottins húsi, í stúku Gemaría Safanssonar, skrifarans, í þeim efra forgarði, í inngangi þeirra nýju dyra Drottins húss, fyrir eyrum alls fólksins.11Og sem Mika Gemaríason, Safanssonar, heyrði öll Drottins orð í bókinni:12svo gekk hann í kóngsins hús, í stofu skrifarans, og sjá! þar sátu allir höfðingjarnir, Elisama, skrifarinn, og Delaja, sonur Semaja, og Elnatan, Akborsson, og Gemaria, Safansson, og Sedekía Hananíason, allir höfðingjarnir.13Og Mika sagði þeim öll þau orð, sem hann hafði heyrt, eins og Barúk hafði lesið þau í bókinni fyrir fólksins eyrum.14Þá sendu allir höfðingjarnir til Barúks Jehudi, sonar Nethanía, sem var son Selemaja, sonar Kúskis, og sögðu: þá bók, í hvörri þú last fyrir fólksins eyrum, skaltu taka þér í hönd og koma! og svo tók Barúk Neríason bókina sér í hönd, og kom til þeirra.15Og þeir sögðu við hann: set þig, og les fyrir vorum eyrum! Og Barúk las fyrir þeirra eyrum.16Þá skeði það, er þeir heyrðu öll orðin, (litu þeir) skelkaðir hvör til annars, og sögðu við Barúk: þetta allt verðum vér að láta kónginn vita.17Og Barúk spurðu þeir og sögðu: seg oss þó, hvörnig hefir þú skrifað öll þessi orð af hans munni?18Og Barúk sagði til þeirra: með sínum munni sagði hann mér öll þessi orð, og eg skrifaði þau í þessa bók með bleki.19Þá sögðu höfðingjarnir við Barúk: far, og fel þig, samt Jeremía, svo enginn viti hvar þið eruð.
20Og þeir gengu til kóngsins í forgarðinn, en bókina létu þeir vera í stofu Elísama, skrifarans, og létu konung vita allt þetta.21Þá sendi kóngurinn Jehudi, að sækja bókina, og hann sótti hana í stofu Elísama, skrifarans, og Jehudi las hana fyrir eyrum kóngsins, og fyrir eyrum allra höfðingjanna, sem stóðu hjá kónginum.22En kóngurinn bjó í vetrarsalnum í 9da mánuði, og glæður brunnu frammi fyrir honum.23En sem Jehudi hafði lesið þrjú eða fjögur blöð, skar hann (kóngurinn) þau í sundur, með pennahníf, og kastaði þeim á eldinn í glóðarkerinu, þangað til öll bókin var brunnin á eldi glóðarkersins.24Og hvörki skelkaðist kóngurinn né hans þénarar, sem heyrðu öll þessi orð, og ekki heldur rifu þeir sín klæði.25Líka hafði Elnatan og Delaja og Gemaría beðið kónginn um að brenna ekki bókina, en hann gaf þeim engan gaum.26Og kóngurinn bauð Jerameel, syni Hamaleks, og Seraja, syni Asríels, og Selamía, syni Abdeels, að sækja Barúk, skrifarann, og Jeremía spámann. En Drottinn fól þá.27Og orð Drottins kom til Jeremía, eftir að kóngur hafði brennt bókina, og þau orð, sem Barúk hafði skrifað af hans munni, og sagði:28tak þér aðra bók aftur, og skrifa þar í öll þau fyrri orð, sem stóðu í fyrri bókinni, þeirri sem Jójakim, Júdakóngur brenndi.29Og viðvíkjandi Jójakim, Júdakóngi, skaltu segja: svo segir Drottinn: þú hefir brennt bókina, og haft þessi ummæli: því hefir þú í hana skrifað: kóngurinn af Babel mun koma og eyða þetta land og afmá úr því menn og fénað?30Því segir Drottinn svo, viðvíkjandi Jójakim Júdakóngi: Hann skal engan (son) hafa sem sitji í Davíðs hásæti, og hans líkami skal liggja útkastaður fyrir hitanum á daginn, og kuldanum á nóttunni.31Og eg skal refsa honum, og hans niðjum, og hans þjónum fyrir þeirra misgjörð, og leiða yfir þá og yfir Jerúsalems innbúa, og yfir Júdamenn, alla þá ógæfu, sem eg hefi hótað þeim, en þeir heyrðu ekki.32Og Jeremías tók aðra bók, og fékk hana Barúk, syni Nería, skrifaranum, og hann skrifaði í hana af munni Jeremía, öll orð bókarinnar, sem Jójakim, Júdakóngur, brenndi á eldi; og þar að auki var mörgum orðum bætt við, líkum hinum.
Jeremía 36. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 36. kafli
Jeremía spádómar uppskrifaðir, lesnir, brenndir og aftur uppskrifaðir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.