1Það orð, sem kom til Jeremía frá Drottni, þegar Nebúkadnesar, kóngur í Babel, og allur hans her og öll kóngsríki landsins, hans herradæmis, og allar þjóðir herjuðu á Jerúsalem og kringumliggjandi staði, þá hann sagði:2Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: far og seg til Sedekía, Júdakóngs, og mæl til hans: svo segir Drottinn: sjá! eg gef þessa borg í hönd kóngsins af Babel, að hann brenni hana með eldi.3Og þú munt ei komast undan hans hönd, heldur munt þú verða gripinn, og í hans hönd gefinn, og þín augu munu sjá augu kóngsins af Babel, og hans munnur mun tala við þinn munn, og til Babel muntu koma.4Heyr samt orð Drottins, Sedekías, Júdakóngur! svo segir Drottinn um þig: þú skalt ei deyja fyrir sverði,5í friði muntu deyja; og bál munu menn gjöra þér, líkt báli þinna feðra, og menn munu yfir þér harma, (og segja): æ herra! því það orð hefi eg talað, segir Drottinn.
6Og Jeremías, spámaður, talaði við Sedekías, Júdakóng, öll þessi orð í Jerúsalem.7En her kóngsins af Babel herjaði á Jerúsalem, og á Júda staði, sem eftir voru orðnir, á Lakis og Aseka, því þessir voru, sem sterkar borgir, meðal Júda staða eftir (óunnir).
8Það orð sem kom frá Drottni til Jeremías, eftir að Sedekías hafði gjört sáttmála við allt fólkið í Jerúsalem, að kunngjöra þeim frelsi,9að hvör einn skyldi gefa frelsi þræli sínum og hvör sinni ambátt, hebreskum manni og hebreskri konu, og enginn Gyðingur skyldi þvinga til vinnu sinn bróður.10Og allir höfðingjarnir hlýddu því, og allt fólkið sem inn hafði gengið sáttmálann, að þeir, hvör fyrir sig, gæfu frelsi þræli sínum, og hvör einn ambátt sinni, og þvinguðu þau ei framar til þjónustu; þeir hlýddu, og gáfu þau laus.11En þeim snerist hugur snemma, og heimtu aftur til sín þrælana og ambáttirnar, sem þeir höfðu gefið frelsi, og þjáðu, sem þræla og ambáttir.
12Þá kom orð Drottins til Jeremía frá Drottni, og sagði:13svo segir Drottinn Ísraels Guð: eg gjörði sáttmála við yðar feður, þá eg flutti þá burt úr Egyptalandi, úr þrældóms húsinu, og sagði:14að sjö árum liðnum skuluð þér gefa lausan, hvör einn sinn bróður, þann hebreska sem selur sig þér; og hann skal þjóna þér í 6 ár, svo skaltu sleppa honum frá þér. En yðar feður hlýddu mér ekki, og lögðu ei eyrun við.15En þér sneruð yður nýlega, og gjörðuð hvað rétt var fyrir mínum augum, svo að hvör einn boðaði frelsi sínum náunga, og þér sömduð sáttmála fyrir mér í húsinu, sem nefnt er eftir mínu nafni.16En svo hafið þér snúið yður aftur, og vanhelgað mitt nafn, og þér hafið, hvör og einn tekið aftur sinn þræl og hvör einn sína ambátt, sem þér höfðuð frelsi gefið, eftir þeirra löngun, og hafið kúgað þau, til að vera yðar þrælar og ambáttir.
17Því segir Drottinn svo: þér hafið ekki hlýtt mér að boða frelsi, hvör einn sínum bróður til handa, og hvör einn til handa sínum náunga: sjá! eg boða yður til handa frelsi, (og leyfi yður) handa sverðinu, drepsóttinni og hungrinu, og sel yður til misþyrmingar öllum kóngsríkjum jarðarinnar.18Og eg gjöri þá menn, sem yfirtroða minn sáttmála, hvörn þeir sömdu fyrir mínu augliti, líka nautinu, sem þeir hlutuðu í tvo parta, og gengu á milli þessara stykkja.19Höfðingjana í Júda og höfðingjana í Jerúsalem, hirðmennina og prestana, og allt landsfólkið, sem gengu á milli stykkjanna nautsins.20Og eg sel þá í hönd þeirra óvinum, og í hönd þeirra sem sækjast eftir þeirra lífi, og þeirra líkamir skulu verða æti himinsins fuglum og merkurinnar dýrum.21Og líka skal eg gefa Sedekía Júdakóng og hans höfðingja í hönd þeirra óvina, og í hönd þeirra sem sækjast eftir þeirra lífi, og í hönd herliðsins kóngsins af Babel, sem nú er frá yður farið.22Sjá! eg býð, segir Drottinn, og flyt þá aftur til þessarar borgar, að þeir herji á hana, og vinni hana, og brenni hana með eldi, og eg gjöri Júda staði að auðn, hvar enginn býr.
Jeremía 34. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 34. kafli
Spádómur um Sedekías. Um lausn þræla og ambátta.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.