1Þetta er það orð sem kom til Jeremías frá Drottni, á 10da ári Sedekía, Júdakóngs, það var hið 18da ár Nebúkadnesars.2En þá sat her kóngsins af Babel um Jerúsalem, og Jeremías spámaður var innilokaður í forgarði fangahússins, sem er í Júdakóngs húsi,3hvar Sedekías Júdakóngur hafði hann innilokað með þessum ummælum: „því spáir þú og segir: Svo segir Drottinn: sjá! eg gef þessa borg í hönd kóngsins af Babel, að hann vinni hana.4Og Sedekías Júdakóngur mun ekki sleppa Kaldeumönnum úr hendi, heldur mun hann verða gefinn í hönd kóngsins af Babel, og hans munnur mun tala við hans munn, og hans augu sjá hans augu;5og til Babel mun hann flytja Sedekía, og hann mun þar verða, þangað til eg vitja hans, segir Drottinn. Ef þér stríðið við Kaldeumenn, munuð þér enga gæfu hafa.6Þá mælti Jeremías: orð Drottins kom til mín, og sagði:7Sjá! til þín mun koma Hanameel, sonur Sallums, föðurbróður þíns, og segja: kaup þú minn akur í Anatot, því þú hefir innlausnarréttinn, að kaupa.8Svo kom Hanameel, sonur föðurbróður míns til mín, eftir orði Drottins, í forgarð fangelsisins, og mælti til mín: kaup akur minn í Anatot í Benjamínslandi, því þú hefir erfða og innlausnarréttinn, kaup handa þér! þá merkti eg að það var Drottins orð.9Og eg keypti akurinn af Hanameel syni föðurbróður míns í Anatot, og vóg honum út gjaldið, 7 sikla (gulls) og 10 sikla silfurs.10Og skrifaði það á bréf, og innsiglaði það, og tók votta að, og vóg gjaldið út á vog.11Og eg tók kaupbréfið það innsiglaða eftir rétti og siðum, og hið opna,12og fékk kaupbréfið Barúk, syni Nerías, sonar Mahaseia, fyrir augun Hanameels, frænda míns, og fyrir augum vottanna, sem skrifað höfðu undir kaupbréfið, og fyrir augum allra Júdamanna, sem sátu í forgarði fangahússins;13og bauð Barúk fyrir augum hinna sömu og mælti:14svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: tak þessi bréf, þetta innsiglaða bréf, og það opna bréf, og legg þau í leirker svo þau varðveitist lengi.15Því svo segir Drottinn herskarana, Ísraels Guð: enn nú skulu hús keypt verða í þessu landi, og akrar og víngarðar.16Og eg bað til Drottins, eftir að eg hafði fengið Barúk, syni Nerías, kaupbréfið, og mælti:17Æ! Herra Drottinn! sjá! þú hefir með þínum mikla mætti gjört himin og jörð, og með þínum útrétta armi, og þér er enginn hlutur um megn.18Þú gjörir miskunn á þúsundum, og geldur skuld feðranna í skaut sonum þeirra eftir þá. Mikli, voldugi Guð, Drottinn herskaranna, er hans nafn,19mikill í ráði og máttugur í verkum, þú, hvörs augu standa opin yfir öllum vegum mannanna barna, til þess að gjalda einum og sérhvörjum eftir hans breytni og eftir ávexti hans athafna,20þú sem gjörðir teikn og undur í Egyptalandi, allt til þessa dags, við Ísrael og aðra menn, og gjörðir þér nafn eins og (það er) á þessum tíma;21og hefir flutt þitt fólk Ísrael úr Egyptalandi með teiknum og undrum og með styrkri hönd og með útréttum armi og með miklum skelfingum,22og gafst þeim þetta land sem þú hafðir svarið þeirra feðrum, að gefa þeim, land sem flýtur í mjólk og hunangi;23og þeir komu og unnu það, en þeir hlýddu ei þinni raust og gengu ei í þínu lögmáli, allt sem þú bauðst þeim að gjöra, gjörðu þeir ekki: þá léstu þeim mæta alla þessa ógæfu.24Sjá, hervirkin (óvinanna) eru þegar komin að borginni, til að vinna hana, og hún mun gefin verða í hönd Kaldeumönnum, sem á hana herja með sverði og hungri og drepsótt; og það sem þú hefir talað, er skeð, og sjá, þú sér það.25Og samt hefir þú til mín sagt, Herra (alvaldi) Drottinn: kaup þér akurinn fyrir peninga og tak votta að, þó að borgin verði gefin í hönd Kaldeumönnum.
26Þá kom orð Drottins til Jeremía og sagði:27Sjá, eg Drottinn er Guð alls holds, er mér nokkur hlutur um megn?28Því segir Drottinn svo: sjá, eg gef þessa borg í hönd Kaldeumanna og í hönd Nebúkadnesars, kóngsins af Babel, að hann vinni hana.29Og þeir Kaldeumenn sem á borgina herja, munu koma, og kveikja í borginni með eldi og brenna hana, og húsin, á hvörra þökum þeir gjörðu Baal reyk, og offruðu drykkjarfórn öðrum guðum, til þess að móðga mig.30Því Ísraelssynir og Júdasynir gjörðu aðeins það sem illt var fyrir mínum augum, í frá þeirra æskuárum; því Ísraelssynir egnuðu mig einungis til með verkum sinna handa, segir Drottinn.31Því þessi borg var mér til reiði og heiftar frá þeim degi að hún var byggð, allt til þessa dags, svo eg vil hafa hana burt frá mínum augum,32sakir alls þess illa, sem Ísraelssynir og Júdasynir hafa gjört mér til móðgunar, þeir, þeirra kóngar, þeirra höfðingjar, þeirra prestar, þeirra spámenn, og Júdamenn og Jerúsalems innbúar.33Og þeir sneru við mér bakinu en ekki andlitinu; frá því snemma morguns menntaði eg þá, en þeir heyrðu ekki, til að taka menntaninni.34Og þeir settu sinn viðbjóð (goðin) í það hús, sem nefnt var eftir mínu nafni, til að saurga það;35Og byggðu Baal hæðir í dal Hinnomssona, til að blóta Mólok sonum sínum og dætrum, sem eg hafði ekki boðið þeim, og sem mér hafði ekki komið í hug, að menn aðhefðust slíka svívirðing, til að tæla Júda(lýð) til syndar.
36Og nú segir því Drottinn svo, Ísraels Guð, um þennan stað, um hvörn þér segið: hann verður gefinn í hönd kóngsins af Babel fyrir sverð, hungur og drepsótt:37sjá, eg heimti þá úr öllum þeim löndum, hvört eg hefi hrakið þá í minni reiði og í minni glóð, og í minni mikilli grimmd, og leiði þá aftur á þennan stað, og læt þá búa óhulta;38Og þeir skulu vera mitt fólk, og eg vil vera þeirra Guð.39Og eg gef þeim það hjarta og þá breytni, að óttast mig ætíð, svo þeim vegni vel, og sonum þeirra eftir þá.40Og eg sem við þá eilífan sáttmála, að eg skal aldrei af láta að gjöra þeim gott; og minn ótta legg eg í þeirra hjarta, að þeir ekki frá mér víki.41Og það skal vera mín gleði að gjöra þeim gott, og trúlega að gróðursetja þá í þessu landi, af öllu mínu hjarta og af allri minni sálu.42Því svo segir Drottinn: eins og eg hefi leitt alla þessa miklu óhamingju yfir þetta fólk, eins mun eg líka allt gott yfir það leiða, sem eg hefi því viðvíkjandi talað.43Og akur mun verða keyptur í þessu landi, um hvört þér segið: auðn er það, manna og fénaðarlaust, það verður gefið í hönd Kaldeumanna.44Akra munu menn kaupa fyrir peninga, og skrifa á bréf, og innsigla, og taka votta að, í Benjamínslandi, og í kringum Jerúsalem og í Júda stöðum, og í stöðum fjallsins, og í stöðum láglendisins, og í stöðunum suður frá; því eg mun flytja til baka þeirra ena herteknu, segir Drottinn.
Jeremía 32. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 32. kafli
Um akurkaupið og þess merkingu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.