1Í byrjun ríkisstjórnar Jójakims, sonar Jósía, Júdakóngs, kom þetta orð frá Drottni, er hann sagði:2svo segir Drottinn: gakk í forgarð Drottins húss, og tala til þeirra, sem koma úr öllum Júda stöðum, til þess að tilbiðja í Drottins húsi, öll þau orð, sem eg hefi boðið þér að tala til þeirra, drag þú ekkert orð af,3líklega heyra þeir og snúa sér frá sínum vondu vegum: þá læt eg mig yðra þess illa, sem eg hygg að gjöra þeim, sakir vonsku þeirra athæfis.4Og seg til þeirra: svo segir Drottinn: ef þér heyrið mér ekki, svo að þér gangið í mínu lögmáli, sem eg hefi fyrir yður lagt,5svo að þér hlýðið orðum minna þjóna, spámannanna, sem eg til yðar sendi frá því snemma dags, án þess þér heyrið:6svo gjöri eg þetta hús sem Síló, og þennan stað gjöri eg öllum þjóðum jarðarinnar að bölvun.
7Og prestarnir og spámennirnir og allt fólkið heyrði Jeremías tala þessi orð í Drottins húsi;8og það skeði, þá Jeremías hafði út talað allt það sem Drottinn bauð honum að tala til alls fólksins: svo gripu prestarnir hann og spámennirnir og allt fólkið og sögðu: þú hlýtur að deyja19því spáir þú í nafni Drottins og segir: eins og Síló skal þetta hús verða, og þessi staður skal eyðileggjast, og enginn í honum búa? Og allt fólkið samansafnaðist í húsi Drottins gegn Jeremías.10En sem Júdahöfðingjar heyrðu þetta, komu þeir úr kóngsins húsi í Drottins hús og settu sig í inngang Drottins nýju dyra.11Og prestarnir og spámennirnir töluðu til höfðingjanna og til alls fólksins og sögðu: þessi maður er dauðaverður; því hann hefir spáð móti þessum stað, eins og þér heyrðuð með yðar eyrum.
12Þá mælti Jeremías til allra höfðingjanna og til gjörvalls fólksins: Drottinn hefir sent mig að spá móti þessu húsi, og móti þessum stað, öllu því, sem þér hafið heyrt mig tala.13Og bætið nú yðar framferði og yðar athafnir, og hlýðið raust Drottins vors Guðs: þá mun Drottinn iðrast þess illa sem hann hefir yður á móti talað.14En eg, sjá! eg em á yðar valdi; farið með mig sem yður sýnist rétt og gott í yðar augum.15En það megið þér vita, að ef þér deyðið mig, þá leiðið þér saklaust blóð yfir yður, og yfir þennan stað, og yfir hans innbúa; því sannarlega hefir Drottinn sent mig til yðar, að eg tala skyldi öll þessi orð fyrir yðar eyrum.
16Þá sögðu höfðingjarnir og allt fólkið við prestana og spámennina: ei vinnur þessi maður til lífláts; því hann hefir til vor talað í nafni Drottins, vors Guðs.17Og þar gengu nokkrir fram af öldungum landsins og töluðu við allan fólks söfnuðinn og sögðu:18Mika, Morasktiti, spáði á dögum Esekía, Júdakóngs, og talaði við allt Júdafólk, og sagði: svo segir Drottinn herskaranna: Síon skal verða plægð sem akur, og Jerúsalem verða að grjóthrúgu, og fjallið hússins (Drottins) að skógarhæð.19Mundi Esekías Júdakóngur og allt Júdafólk hafa deytt hann? Óttaðist hann ekki Drottin og grátbændi Drottin, og lét Drottinn sig ekki yðra alls þess illa er hann hafði yfir þeim talað? og vér munum vinna mikið illvirki móti vorum sálum.
20Líka spáði (annar) maður Uria, í nafni Drottins, sonur Semaja, frá Kirjat-Jearim, og spáði móti þessum stað, og móti þessu landi, sömu orðum og Jeremías.21Og sem kóngurinn Jójakim og allir hans stríðskappar, og allir höfðingjar heyrðu hans tal, svo vildi konungur deyða hann; en þá Úría heyrði það, varð hann hræddur og flúði, og komst til Egyptalands.22Þá sendi Jójakim kóngur, menn til Egyptalands, Sínatan, Akborsson, og menn með honum, til Egyptalands.23Og þeir komu með Úría úr Egyptalandi, og leiddu hann fyrir Jójakim kóng, og hann vann á honum með sverði, og kastaði líkama hans í grafir almúga fólks.24En hönd Ahíkams, sonar Safans, var með Jeremías, svo menn ekki gáfu hann í hendur fólkinu, til að deyða hann.
Jeremía 26. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 26. kafli
Jeremías ákærður og fríkenndur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.