1Og orð Drottins kom til mín og sagði:2far þú og kunngjör fyrir Jerúsalems eyrum, og seg: svo segir Drottinn: eg man til vinskapar þinnar æsku, til elsku þíns brúðarstands, hvörsu þú fylgdir mér á eyðimörkina í ósáið land;3Ísrael var Drottni helgaður, frumgróði hans uppskeru, hvör sá varð sekur sem hann vildi eta, ógæfan kom yfir hann, segir Drottinn.
4Heyrið orð Drottins, Jakobs hús, og allar ættir Ísraels húss!5svo segir Drottinn: hvör rangindi hafa feður yðar fundið hjá mér? að þeir hvurfu frá mér og aðhylltust þau fánýtu goð, og breyttu heimskulega?6Og þeir hugsuðu ekki til: hvar er Drottinn, sem flutti oss burt úr Egyptalandi, sem leiddi oss á eyðimörkina, í heiða- og afgrunnalandið, í það þurra og dimma land hvar um enginn fer, og hvar enginn maður býr?7Og eg leiddi yður inn í frjóvsamt land, til að eta þess ávexti og gæði; og þér komuð og saurguðuð mitt land, og gjörðuð mína eign að viðbjóði.8Prestarnir hugsuðu ekki: hvar er Drottinn? og þeir löglærðu þekktu mig ekki, og hirðarar (fólksins) féllu frá mér, og spámennirnir spáðu í Baals nafni, og þeir aðhylltust þá, sem ekki hjálpa, (nefnil. hjáguðina).
9Sakir þessa mun eg ennfremur fara í mál við yður, segir Drottinn, og við syni yðar sona mun eg fara í mál.10Því farið yfir á Sitteanna eyjar, og skoðið, og sendið til Kedar, og takið eftir og skoðið, hvört nokkuð líkt skeður þar?11Hvör nokkur þjóð skiptir um guði? (og þó eru þeir ekki guðir) en mitt fólk hefir látið sína dýrð (Guð) fyrir þá sem ekki hjálpa (hjáguðina).12Furðið yður himnar á þessu, verðið hissa og forviða mjög! segir Drottinn.13Því tvennt illt hefir mitt fólk aðhafst: mig yfirgáfu þeir, uppsprettu þess lifanda vatns, til að grafa sér brunna, leka brunna, sem ekki halda vatni.14Er Ísrael nokkur þræll? eða er hann þrælsbarn? því er hann orðinn að herfangi?15Móti honum grenja ljónin og láta sína raust heyra og gjöra hans land að auðn; staðirnir verða brenndir, innbyggjaralausir.16Synir Nofs og Tafanes munu ríkja, brjóta kórónuna af þínu höfði.17Er það ekki orsökin, að þú yfirgafst Drottin, þinn Guð, einmitt þá, þegar hann vildi leiða þig veginn?18Og hvað kemur þér við vegurinn til Egyptalands, til að drekka vatnið úr Sikor (Níl)? Og hvað kemur þér við vegurinn til Assýríu, til að drekka vatn árinnar (Frat)?19Þín vonska mun aga þig, og þitt fráfall refsa þér, og þú munt kannast við og sjá, hvörsu slæmt og biturt það er, að yfirgefa Drottin, þinn Guð, og óttast hann ekki, segir Herrann, Drottinn herskaranna.
20Því fyrir löngu síðan hefir a) þú þitt ok í sundur brotið, slitið af þér böndin og sagt: eg vil ekki undirgefin vera! á sérhvörjum háum hól og undir sérhvörju grænu tré, tókstu framhjá mér.21Eg gróðursetti þig með eðla vínberjum, eintómt ekta sáð, en hvörsu hefir þú breyst mér í vínberjaklasa útlensks vínviðar!22Já! þó þú nú þvoir þig með lút, og tækir þér mikla sápu, óhrein væri samt þín ódyggð fyrir mér, segir Herrann Drottinn.
23Hvörnig dirfist þú að segja: eg hefi ekki gjört mig óhreina, ekki aðhyllst Baal. Hygg að þínu athæfi í dalnum! kannast þú við það sem þú hefir gjört, þú, léttfætt unga úlfaldsfylja, sem hleypur til og frá,24þú (sem) villiasna, vön á afrétti (eyðimörku), er í sínum girndarbruna tekur öndina á lofti. Hvör getur henni aftrað? þeir sem hennar leita, hlaupa sig ekki b) móða; í hennar mánuði finna þeir hana.25Vara þinn fót frá að hlaupa af sér skóna, og þinn háls þyrstan! en þú segir: forgefins! nei, eg elska þá útlendu og legg lag mitt við þá.
26Eins og þjófurinn sneypist, þegar hann er staðinn að (þýfi), eins er Ísraels hús sneypt, það, þess kóngar, höfðingjar, prestar og spámenn,27þá þeir segja við tréð: þú ert minn faðir! og við steininn, þú hefir getið mig! því við mér snúa þeir baki og ekki andliti; en á ólukkunnar tíma segja þeir: upp nú, og hjálpa oss!28Hvar eru nú þínir guðir, sem þú hefir gjört þér? Láttu þá uppstanda, ef þeir geta hjálpað þér á neyðarinnar tíma? Því eins margir og þínir staðir eru, Júda, eins margir eru þínir guðir.29Því þráttið þér við mig? Þér eruð allir frá mér fallnir, segir Drottinn.30Til einkis hefi eg yðar syni slegið; aga tóku þeir ekki; yðar sverð tortíndi yðar spámönnum, eins og grimmt ljón.
31Þú uppiverandi kynslóð! takið eftir orði Drottins! hefi eg verið nokkur eyðimörk fyrir Ísrael, eða dimmufullt land? Því segir þá mitt fólk: vér reikum hér og hvar, komum ekki til þín!32Ætla að meyjan gleymi sínu skarti, eða brúðurin sínu belti? En mitt fólk hefir gleymt mér fyrir löngu.33Hvörsu fallega fer þú að ráði þínu, til að leita þér ástar! þú venur þess vegna þína breytni á illvirki.34Jafnvel á faldi þinna klæða er blóð saklausra aumingja; þú hefir ekki gripið þá í innbroti, og samt sem áður (hefir þú deytt þá).35Og þó segir þú: eg em saklaus, já, hans reiði mun frá mér snúast. Sjá, eg vil ganga í dóm við þig, fyrir það að þú segir: eg hefi ekki syndgað.36Því hleypur þú svo mikið til að breyta þínum vegi? Líka vegna Egyptalands munt þú til skammar verða, eins og þú ert orðin það vegna Assýríu.37Líka muntu frá þessum (þeim egypsku) burt ganga og slá saman höndum yfir höfði þér, því Drottinn útskúfar þeim, sem þú treystir á, og þeir munu ekki lánast þér.
Jeremía 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 2. kafli
Mót óhlýðni og afguðadýrkun.
V. 16. Aðr: reita af þér hárið. Nof og Taf: egypskir staðir, Memfis og Dafne. V. 20. a. Aðr: eftir öðrum lestri: hefi eg. V. 24. b. Sjá! það er til einkis að elta hana.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.