1Og Drottinn sagði til mín: þó að Móses og Samúel gengju fram fyrir mig, mundi mitt hjarta ekki hneigjast að þessu fólki. Rek þá frá minni augsýn, að þeir burtfari!2Og ef þeir segja við þig: hvört eigum vér að fara? svo seg þú við þá: svo segir Drottinn: hvör til dauða (ætlaður), til dauða; og hvör til sverðs, til sverðs; og hvör til hungurs, til hungurs; og hvör til fangelsis, til fangelsis.3Eg sendi yfir þá 4ar (refsingar)tegundir, segir Drottinn: sverðið til dráps, hundana, sem þá skulu slíta, og fugla himinsins, og dýr landsins til að eta þá og afmá.4Og eg læt öll kóngsríki jarðarinnar misþyrma þeim, sökum Manasses, sonar Esekía, Júdakóngs, fyrir það sem hann aðhafðist í Jerúsalem.
5Því hvör getur aumkvast yfir þig, Jerúsalem, og hvör meðlíðun haft, hvör gengið nær til að spyrja þig, hvörnig þér líði?6Þú hefir yfirgefið mig, segir Drottinn, ert frá mér horfin: og svo útrétti eg mína hönd á móti þér, og vinn þér tjón: eg er þreyttur orðinn á að miskunna.7Og eg kasta þeim með skóflu í landsins borgarhliðum, drep unga fólkið, afmái mitt fólk, sem ekki snýr sér frá sínum vegum.8Fleiri skulu þeirra ekkjur verða en sand(korn) við sjó; eg leiði yfir mæður unglinganna hjá þeim eyðileggjara um miðdegið; eg læt sviplega yfir þá falla angist og skelfingu.9Sú sem alið hefir 7 börn, hún syrgir, hún andast, hennar sól gengur undir, áður en dagur er á enda; hún sneypist og fyrirverður sig. Og það sem eftir er af þeim, gef eg sverði þeirra óvina, segir Drottinn.
10„Æ mig auman, móðir mín, að þú fæddir mig, sem allir deila og þrátta við í landinu. Ekkert hefi eg öðrum lánað og ekkert hafa menn mér lánað; þó formæla þeir mér allir“.11Drottinn sagði: já, ef eg ekki leysi þig til góðs, (frelsa þig) og læt óvin þinn, á neyðarinnar tíma, og þrengingarinnar tíma, grátbæna þig!12Getur maður líka brotið járnið, járnið norðan að, og eirið?13þínar eigur og þinn auð gef eg að herfangi ómælt, og það sakir þinna synda í öllum þínum landamerkjum,14og flyt þetta með þínum óvinum, í það land, sem þú ekki þekkir, því eldur blossar í minni reiði, yfir yður brennur hann.
15Þú veist (allt) Drottinn, minnstu mín, og lít á mig, og hefn mín á mínum ofsóknarmönnum! tak mig ekki burt, í því þú frestar þinni reiði; kannastu við það, að eg líð smán þín vegna.16Næðu þín orð til mín, tók eg við þeim með græðgi, þín orð voru mér unan og fögnuður míns hjarta; því eg er nefndur eftir þínu nafni, Drottinn, Guð herskaranna!17Eg sat ekki í hóp þeirra sem hlógu og var glaður; vegna a) þinnar handar, sat eg út af fyrir mig, og þú fylltir mig með þunglyndi.18Hví skal mín þjáning vera ævarandi, og mitt sár banvænt? það vill ei gróa. Þú ert mér sem tælandi lind, eins og vatn, sem að bregst.
19Því segir Drottinn svo: ef þú hverfur aftur, (frá óþolinu), þá skal eg leiða þig til baka; fyrir mér skaltu standa, (vera minn spámaður), og ef þú aðskilur hið dýra frá enu laklega, þá skaltu vera minn munnur. Þeir skulu til þín snúa sér, en snú þú þér ekki til þeirra.20Og eg gjöri þig þessu fólki að föstum eirvegg, að þeir stríði við þig og yfirbugi þig ekki; því eg er með þér, til að hjálpa þér, og frelsa þig, segir Drottinn.21Og eg frelsa þig af hendi þeirra vondu, og losa þig úr hnefum ofbeldismannanna.
Jeremía 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 15. kafli
Sama ræða.
V. 17. a. Af því Drottinn hafði valið honum svo alvarlega köllun.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.