1Þetta var orð Drottins til Jeremías, viðvíkjandi regnleysi.2Júdaland kveinar og þess staðir örmagnast, og liggja syrgjandi á jörðu; og Jerúsalems óp stígur upp í hæðina.3Og þeir göfugri meðal þeirra senda þá óæðri eftir vatni, þeir koma að brunnum, finna ekkert vatn, þeir fara til baka með tóm ílát, sneyptir og órólegir hylja þeir sín höfuð.4Vegna þess jörðin er sprungin, af því regn kemur ekki á jörðina, eru akuryrkjumennirnir niðurlútir og hylja sitt höfuð.5Já, jafnvel hindurnar á landinu bera, og yfirgefa (kálfana) því ekkert gras vex.6Og villiasnar standa á hæðunum, og taka öndina á lofti eins og úlfabræður, og örmagnast, því engin er þar jurtin.
7Þó að vorar misgjörðir vitni móti oss, þá breyttu, Drottinn, fyrir þíns nafns sakir (náðarsamlega); vor ótryggð er mikil, móti þér höfum vér syndgað.8Þú Ísraels von, hans frelsari á neyðarinnar tíma! Því viltu vera sem útlendingur í landinu, og sem ferðamaður er tjaldar til einnar nætur?9Því viltu vera sem sinnulaus maður, sem sá voldugi, er ei getur hjálpað? Og þó ertu, Drottinn, mitt á meðal vor, og eftir þínu nafni erum vér nefndir: yfirgef oss ekki!
10Svo segir Drottinn til þessa fólks: þeir hlaupa þá í ýmsar áttir, þeir ráða ekki við sína fætur. Því hefir Drottinn enga velþóknan á þeim, nú minnist hann þeirra misgjörða og ætlar að finna þá fyrir þeirra syndir.
11Og Drottinn sagði við mig: þú skalt ekki biðja fyrir þetta fólk því til góðs.12Þó þeir fasti, heyri eg ekki þeirra grátbeiðni, og þó þeir framberi brennifórn og matoffur, svo geðjast mér ei að því, heldur vil eg afmá þá, með sverði, hungri og drepsótt.13Og eg sagði: æ Herra, Drottinn! sjá! spámennirnir segja við þá: þér munuð ekkert sverð sjá, og hungur mun ei til yðar koma, heldur mun eg gefa yður stöðugan frið á þessum stað.14Og Drottinn mælti til mín: Spámennirnir spá lygum í mínu nafni, eg hefi þá ekki sent, né skipað þeim, né við þá talað; þeir prédika fyrir yður lygasjónir, kyngi, hégóma og tál sinna hjartna.15Því segir Drottinn svo: spámennirnir sem spá í mínu nafni, þó eg hafi ekki sent þá, og segja: sverð og hungur mun ei í þetta land koma: fyrir sverði og hungri skulu þeir sömu spámenn farast.16Og það fólk, sem þeir prédika fyrir, skal á Jerúsalems strætum liggja, fallið fyrir sverði og hungri, og engin skal þá jarða, þeir, þeirra konur, þeirra synir og þeirra dætur; og svo steypi eg yfir þá þeirra vonsku (launum).17Og seg þeim þetta orð: mín augu fljóta í tárum dag og nótt og þau (tárin) stansa ekki; því miklu sári er meyjan særð, dóttir míns fólks, mikið tilfinnanlegum höggum (slegin).18Þegar eg geng út á vellina, sjá! þar eru þeir með sverði felldu, og þegar eg kem inn í staðinn, sjá! þar eru þeir af hungri örmögnuðu; því bæði spámenn og prestar ráfa um landið og vita ei (ráð).19Hefir þú þá útskúfað Júda(landi)? ertu orðinn leiður á Síon? Hvörs vegna hefir þú slegið oss svo, að vér verðum ei læknaðir? Vér væntum (friðar) og þá fæst ekkert gott, og lækningartíma, og sjá! þar er skelfing.20Vér þekkjum, Drottinn, vort ranglæti, sekt vorra feðra; því vér höfum móti þér syndgað.21Forsmá ekki, sakir þíns nafns, óvirð ekki tignarsæti þinnar dýrðar; mundu til, rjúf ei þinn sáttmála við oss!22Gefast þeir meðal hjáguða þjóðanna sem regn gefi? Eða getur himinninn sent skúrir? Ert þú það ekki, Drottinn, vor Guð? Á þig vonum vér, því þú hefir allt þetta gjört.
Jeremía 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 14. kafli
Ræða haldin í þurrki.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.