1Svo sagði Drottinn við mig: far og kaup þér línbelti, og legg það um þínar lendar, en láttu það ekki koma í vatn.2Og eg keypti beltið eftir orði Drottins, og lagði um mínar lendar.3Og orð Drottins kom til mín í annað sinn og mælti:4taktu beltið sem þú keyptir, sem er um þínar lendar, og taktu þig til, og far til Frat, og fel það þar í bjargskoru.5Og eg fór og fól það hjá Frat eins og Drottinn hafði mér boðið.6Og eftir marga daga liðna sagði Drottinn við mig: tak þig nú til og gakk til Frat, og taktu þar beltið, sem eg bauð þér að fela þar.7Og eg gekk til Frat, og gróf upp, og tók beltið úr þeim stað, hvar eg hafði falið það; og sjá, beltið var skemmt, til einkis nýtt.8Og orð Drottins kom til mín og sagði:9svo segir Drottinn: svona mun eg skemma Júda ágæti, og Jerúsalems ágæti hið mikla.10Þetta vonda fólk, sem ekki vill hlýðnast mínum orðum, sem gengur eftir þverúð síns hjarta og aðhyllist aðra guði, til að þjóna þeim og tilbiðja þá, það skal verða sem þetta belti, sem til einkis er nýtt.11Því eins og að beltið heldur sig að mannsins lendum, svo hélt eg að mér öllu Ísraelshúsi og öllu Júda húsi, segir Drottinn, að það skyldi vera mitt fólk og mér til nafns, lofs og heiðurs; en þeir hlýddu ekki.
12Og seg þeim þetta orð: svo segir Drottinn Ísraels Guð: hvör ein flaska er fyllt með víni. En þeir munu segja við þig: vitum vér það þá ekki, að allar flöskur eru fylltar með víni?13Þá skaltu segja við þá: eg fylli alla innbúa þessa lands, kóngana, sem í Davíðs hásæti sitja, og prestana og spámennina og alla Jerúsalems innbúa, svo þeir verði drukknir.14Og eg slæ þá sundur hvörn við annan, feður og syni í einu, segir Drottinn; eg hefi enga vægð, og enga meðlíðun og enga miskunn, að eg ei tortíni þeim.
15Heyrið og takið eftir! verið ekki dramblátir! því Drottinn talar.16Gefið Drottni, yðar Guði, heiðurinn, áður en hann lætur dimma, áður en yðar fætur reka sig á rökkursins fjöll, og í því þér eruð að vænta ljóss, að hann breytir því í dauðans nótt og gjörir það að myrkri.17Og ef þér heyrið ekki, þá mun eg í leyni gráta yfir yðar drambsemi, eg mun tárast og tár munu renna mér af augum, af því hjörð Drottins verður hertekin burtu flutt.
18Seg þú kóngi og drottningu: setjið yður lágt, því af yðar höfðum er yðar dýrðlega kóróna fallin.19Borgirnar suður frá eru læstar, og enginn opnar þær; Júdalýður allur burt fluttur, gjörsamlega burt fluttur.20Lít upp augunum, og sjá þú þá sem koma norðan að! hvar er sú hjörð sem þér var fengin, þín fallega hjörð?21Hvað munt þú segja þegar hann kemur að finna þig, þar eð þú hændir þá að þér, sem höfðingja og herra? munu ekki hviður að þér koma, eins og að jóðsjúkri konu?22Og ef þú segir í þínu hjarta: „hví mætir mér þetta?“ (er svarið) sakir fjölda misgjörða er þínum klæðafaldi uppflett og þínir hælar með valdi berir gjörðir.
23Getur blámaðurinn breytt sínum hörundslit, og pardusdýrið sínum flekkjum? þá gætuð þér og gjört gott, þér sem vanist hafið því, að gjöra illt.24En eg vil tvístra þeim sem stráum, er fyrir vindi berast úr eyðimörkinni.25Þetta skal þitt hlutfall, þín laun af minni hendi, segir Drottinn, af því þú gleymdir mér, og reiddir þig á lygina (hjáguðina).26Eg skal líka kippa faldi klæða þinna upp yfir andlit þitt, að þín blygðan sjáist.27Þinn hórdóm, og þitt losæði, og svívirðilega losta á hæðunum, á völlunum, þína viðurstyggð, þetta hefi eg séð. Vei þér, Jerúsalem, þú getur ekki hrein orðið, eftir (eg veit ei) hvað langan tíma!
Jeremía 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 13. kafli
Herleiðing Júðanna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.