1Það orð sem kom til Jeremías frá Drottni, þá hann mælti:2Heyrið orð þessa sáttmála, og talið þau til Júdamanna og til Jerúsalems innbúa!3og seg til þeirra: svo segir Drottinn, Ísraels Guð: bölvaður (sé) sá maður sem ekki heyrir orð þessa sáttmála,4sem eg bauð yðar feðrum, þegar eg flutti þá úr Egyptalandi, úr járnofninum, og sagði: hlýðið minni raust, og gjörið allt sem eg mun bjóða yður, þá skuluð þér vera mitt fólk, og eg mun vera yðar Guð,5svo eg efni þann eið, sem eg sór yðar feðrum, að gefa þeim það land sem flýtur í mjólk og hunangi, eins og á þessum tíma er (skeð). Og eg svaraði, og sagði: já, verði það Drottinn.6Og Drottinn sagði við mig: úthrópa þú öll þessi orð í Júda stöðum, og í Jerúsalems strætum, og seg: heyrið orð þessa sáttmála, og gjörið þar eftir!7því vandlega hefi eg vitnað fyrir feðrum yðar frá þeim dögum, að eg flutti þá úr Egyptalandi allt til þessa dags, frá því snemma morguns vitnað og sagt: hlýðið minni raust!8En þeir hlýddu ekki, og lögðu ekki við eyrun, og hvör einn gekk eftir þverúð síns vonda hjarta; og svo læt eg yfir þá koma öll orð þessa sáttmála, sem eg bauð þeim að gjöra, og sem þeir hafa ekki gjört.
9Og Drottinn sagði við mig: það er samsæri milli Júdamanna og Jerúsalems innbúa.10Þeir hverfa til misgjörða sinna feðra, forfeðranna, sem töldust undan að hlýða mínum orðum og fóru eftir öðrum guðum, að þjóna þeim; Ísraels hús og Júda hús hefir rofið minn sáttmála, sem eg samdi við þeirra feður.
11Því segir Drottinn svo: sjá, eg leiði yfir þá ólukku, sem þeir skulu ekki undan komast; og þó þeir kalli til mín, skal eg ekki heyra þá.12Þá geta Júda staðir og Jerúsalems innbúar farið og kallað til þeirra guða sem þeir veifa reykelsi fyrir; en ekki munu þeir hjálpa þeim á þeirra ógæfutíma.13Því eins margir og þínir staðir eru, Júda, svo þínir guðir; og svo mörg sem strætin eru í Jerúsalem, svo mörg ölturu hafið þér gjört þeim svívirðilegu (goðum), ölturu fyrir Bal, að gjöra reyk (á þeim).
14En bið þú (Jeremías) ekki fyrir þessu fólki, ekki skaltu hefja bæn né grátbeiðni fyrir þá; því eg heyri ekki þegar þeir til mín kalla sökum sinnar óhamingju.15Til hvörs (skal) mín elskulega (vera) í mínu húsi, svo að hún aðhafist margar misgjörðir? Það helga kjöt fer þó framhjá þér (gagnslaust); því þegar (þú gjörir) illt, þá hælist þú um.16Grænt viðsmjörstré, fagurt af lystilegum ávöxtum kallaði Drottinn þig. Nú, í hljómi mikils harks, kveikir hann eld í kringum það, og þeir brjóta af þess greinir.17Drottinn herskaranna, sem þig gróðursetti, hefir ályktað óhamingju yfir þig, sökum illsku Ísraels húss og Júda húss, sem þeir aðhöfðust, til að móðga mig, þá þeir færðu Baal fórnir.
18Drottinn gjörði mér það kunnugt og eg fékk að vita það; í það sinn sýndir þú mér þeirra verk.19En eg var sem heimaalið lamb, sem leitt er til slátrunarbekksins, og vissi ekki að þeir voru að smíða ráðagjörðir móti mér, (þ. e. þessar): „Vér skulum eyðileggja tréð og þess ávöxt, og uppræta það úr landi þeirra sem lifa, svo þess nafn verði ei framar nefnt!“20En Drottinn herskaranna er réttvís dómari sem prófar nýru og hjarta. Eg mun sjá þína hefnd á þeim, því þér hefi eg trúað fyrir mínu málefni.21Því segir Drottinn svo móti mönnum í Anatot, sem sitja um þitt líf, og segja: spá oss ekki í nafni Drottins, svo þú deyir ekki fyrir vorri hönd.22Þess vegna segir Drottinn herskaranna: Sjá! eg mun refsa þeim: æskumennirnir skulu falla fyrir sverði, þeirra synir og dætur skulu deyja af hungri,23og ekkert skal af þeim eftir verða; því eg leiði ólukku yfir menn í Anatot, á þeirra hegningartíma.
Jeremía 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:54+00:00
Jeremía 11. kafli
Prédikun móti yfirtroðslum lögmálsins. Gyðingar ætla að drepa Jeremías.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.