1Sérhvör ypparsti prestur, sem út af mönnum er valinn, er manna vegna skipaður til guðsþjónustugjörðar, að hann framberi gáfur og fórnir fyrir syndirnar.2Og þar hann er sjálfur breyskleika undirorpinn, þá getur hann vorkennt þeim vankunnandi og þeim, sem villtir fara.3Hér fyrir ber honum einnig að færa fórnir ekki síður fyrir sínar, heldur en fólksins syndir.4Ekki tekur nokkur sér sjálfur þennan heiður, heldur hlýtur hann að vera af Guði kjörinn eins og Aron einnig var.5Þannig tók og Kristur sér ekki sjálfur þann heiður að verða ypparsti prestur, heldur sá, er til hans sagði: þú ert Sonur minn, í dag gat eg þig.6Sem líka segir á öðrum stað: þú ert kennimaður að eilífu, eins og Melkisedek,7hvör eð á sínum holdsvistardögum með tárum og kveinstöfum frambar bænir og auðmjúk andvörp fyrir þann, sem megnaði að frelsa hann frá dauðanum og varð bænheyrður vegna sinnar guðrækni.8Og þótt hann Sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið.9Og er eftir sína upphafningu orðinn öllum þeim, er honum hlýðnast, undirrót til ævarandi farsældar10og er af Guði sjálfum úthrópaður ypparsti prestur á líkan hátt og Melkisedek.
11Hér um höfum vér mikið að segja, sem þungskilið er, af því þér eruð svo eftirtektarlitlir;12því þó þér tímans vegna mættuð vera orðnir lærimeistarar, þá hafið þér þörf að einhvör kenni yður af nýju fyrstu stöfun Guðs lærdóma og hafið þörf á mjólk en ekki megnri fæðu.13En hvör, sem á mjólk nærist, þekkir ekki fullkominn lærdóm, því hann er barn.14En megna fæðan er fyrir þá fullorðnu, sem vegna vana hafa fengið æfðan smekk til að aðgreina gott frá illu.
Hebreabréfið 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:02+00:00
Hebreabréfið 5. kafli
Framhald. Kvartan yfir eftirtektarleysi Hebreskra.
V. 1. 2 Mós. b. 28,1. fl. Kap. 8,3. Kap. 10,6. V. 2. Kap. 2,18. Kap. 4,15. V. 3. 3 Mós. b. 9,7. 16,6. fl. V. 4. 2 Mós. b. 28,1. V. 5. Jóh. 8,54. Sálm. 2,7. V. 6. Sálm. 110,4. Hebr. 7,17. V. 7. Matt. 26,39. 27,46.50. Lúk. 22,42. 23,40. Jóh. 12,27. 17,1. V. 8. Fil. 2,8. V. 9. Róm. 1,5. Kap. 2,10. V. 10. v. 6. V. 12. Kap. 6,1.2. 1 Kor. 3,2. fl. 1 Pét. 2,2. V. 13. 1 Kor. 3,1. 14,20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.