1Sá Guð, er forðum talaði til feðranna í fleiri skipti, og með mörgu móti fyrir munn sinna spámanna, hann hefir á þessum síðustu tímum til vor talað fyrir Soninn,2hvörn hann setti erfingja allra hluta, fyrir hvörn hann og svo heiminn skóp,3hvör, af því hann er geisli hans dýrðar og eftirmynd hans veru, sem öllu stjórnar með sínu kröftuga orði, þá settist hann til hægri hliðar guðlegri hátign á hæðum, eftir það hann með dauða sínum hafði hreinsa oss frá syndunum,4og er orðinn englunum þeim mun hærri, sem hann hefir þeim háleitari tign öðlast.5Því til hvörs af englunum hefir Guð nokkurn tíma sagt: þú ert minn Sonur, í dag gat eg þig? og enn aftur segir hann: eg vil vera hans Faðir og hann skal vera minn Sonur;6en þá hann þar á mót boðar komu síns frumgetna Sonar í heiminn, kveður hann svo að orði: allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.7En um englana verður svo að orði kveðið: sína engla brúkar hann, sem vinda og sína þjóna sem eldingar.8En um Soninn þar á mót: þitt hásæti, ó Guð! varir um aldur og ævi, þinn veldissproti er veldisspíra réttvísinnar.9Þú elskar réttindin en hatar rangindin, þess vegna hefir Guð, þinn Guð smurt þig með gleðinnar viðsmjöri fram yfir þína jafningja.10Og á öðrum stað stendur: Drottinn! í öndverðu grundvallaðir þú jörðina og himnarnir eru þín handaverk.11Þeir munu undir lok líða, en þú varir við, allir munu þeir fyrnast sem annað fat,12og líka sem möttul muntú þá samanvefja, þeir munu umbreytast, en þú ert hinn sami og þín ár munu ekki þrjóta.13En til hvörs af englunum hefir Guð nokkurn tíma sagt: sit þú mér til hægri handar, þangað til eg gjöri óvini þína að þinni fótaskör.14Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, sem sendir eru í þeirra þarfir, er öðlast skulu sáluhjálpina?
Hebreabréfið 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:02+00:00
Hebreabréfið 1. kafli
Í fyrndinni lét Guð spámenn sína kunngjöra feðrunum sinn vilja, en fyrir skemmstu lét hann Son sinn, sem englunum er æðri, gjöra hið sama.
V. 1. 4 Mós. b. 12,6.8. Lúk. 1,70. Gal. 4,4. V. 2. Efes. 1,10. Jóh. 1,3. V. 3. Jóh. 14,9. 2 Kor. 4,4. Kól. 1,15.16. Hebr. 8,1. Kap. 9,14.26. V. 4. Fil. 2,9.10. V. 5. Sálm. 2,7. 2 Sam. 7,14. V. 6. Róm. 8,29. Kól. 1,15.17. Sálm. 97,7. V. 7. Sálm. 104,4. V. 8. Sálm. 45,7.8. V. 9. Post. g. b. 10,38. V. 10. Sálm. 102,27.28. V. 13. Sálm. 110,1. Efes. 1,20. Hebr. 10,12. V. 14. Sálm. 34,8.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.