1Góðir bræður! verði nokkur fundinn að einhvörri synd, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, hann með hógværð; en sérhvör gæti að sjálfum sér, að hann leiðist ekki til syndar.2Sérhvör umberi annars bresti; þá hafið þér uppfyllt Krists lögmál.3Þykist nokkur mikill, en er það þó ekki, hann dregur sjálfan sig á tálar.4En sérhvör rannsaki sín verk og hrósi sér þá einungis með sjálfum sér, en ekki fyrir öðrum;5því hvör einn mun hafa sína byrði að bera.
6Sá, sem uppfræðist, veiti þeim alls konar gæði, er hann uppfræðir.7Villist ekki, Guð lætur ekki að sér hæða; því það, sem hvör einn sáir, það mun hann uppskera.8Sá, sem í sitt hold sáir a), mun þar af glötun uppskera; en sá, sem í andann niðursáir b), mun af andanum uppskera eilíft líf.9Látum oss ekki þreytast að gjöra gott, því á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér ekki letjumst.10Þess vegna, á meðan tími er til, þá gjörum öllum gott, en þó þeim helst, sem eru sömu trúar, sem vér.
11Sjáið hvað langt bréf eg hefi skrifað yður, með minni eigin hendi.12Þeir, sem eru að þrengja yður til að umskerast, eru þeir sem sækjast eftir yfirburðum í því útvortis, einungis til þess þeir komist hjá ofsóknum vegna krossins Krists;13því ekki varðveita sjálfir þeir, sem umskornir eru, lögmálið, heldur vilja þeir að þér umskerist, svo þeir geti stært sig af yðar holdi.14En langt sé frá mér að hrósa mér af öðru, en krossi Drottins vors Jesú Krists, vegna hvörs heimurinn er mér krossfestur og eg heiminum.15Hjá Jesú Kristi gildir hvörki umskurn né yfirhúð, heldur að maðurinn sé ný skepna a).16Yfir svo mörgum, sem þessu fylgja, hvíli friður og miskunn og yfir Ísraeli Guðs!17Enginn mæði mig héðan í frá, því eg ber merki Jesú Krists á mínum líkama.18Náðin Drottins Jesú Krists sé með yðar anda, bræður! Amen!
Galatabréfið 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Galatabréfið 6. kafli
Páll áminnir til ýmislegra dyggða. Varar við falskennendum.
V. 1. Matt. 18,15. Róm. 14,1. 15,1. 1 Kor. 10,12. V. 2. 1 Tess. 5,14. Róm. 15,1. 1 Jóh. 4,21. V. 3. Jak. 1,26. V. 4. 2 Kor. 13,5. ef hann finnur þau hrósverð. V. 6. 1 Kor. 9,11. V. 7. Lúk. 16,25. Róm. 2,6. V. 8. Orðskv. b. 22,8. 2 Tess. 1,9. Sálm. 126,5. a. þ. e. lifir eftir sínum holdlegu girndum; b. breytir eftir því, sem af Krists lærdómi upplýst samviska kennir honum. V. 9. Sír. 51,38. 2 Tess. 3,13. V. 10. sbr. 1 Tím. 5,8. Róm. 2,10. 8,6. V. 12. sbr. Filipp. 3,18. V. 13. yðar umskurn. V. 15. a. betraður, 2 Kor. 5,17.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.