1Eftir þetta skeði það að Jósep var sagt: sjá! faðir þinn er sjúkur! og hann tók báða syni sína með sér, Manasse og Efraim.2Þetta var Jakob kunngjört: sjá! sonur þinn Jósep kemur til þín. Þá harkaði Ísrael af sér og settist upp í rúminu.3Og Jakob sagði við Jósep: almáttugur Guð birtist mér í Lús í Kanaanslandi og blessaði mig,4og sagði við mig: sjá! eg vil gjöra þig frjóvsaman og margfalda þig, og gjöra þig að mikilli þjóð, og gefa þínum niðjum eftir þig þetta land til ævinlegrar eignar.5Og nú skulu báðir synir þínir sem þér fæddust í Egyptalandi, áður en eg kom til Egyptalands, vera mínir; Efraim og Manasse skulu vera mínir, eins og Rúben og Simeon.6En þau börn sem þú hefur aflað eftir þá, skulu vera þín og teljast með bræðrum sínum í þeirra erfð.7Þegar eg kom frá Mesopotamíu, dó Rakel hjá mér í Kanaanslandi á leiðinni, þegar eg átti skammt ófarið til Efrat og eg jarðaði hana þar á veginum til Efrat, það er Betlehem.8Þá sá Jakob báða sonu Jóseps og mælti: hverjir eru þessir?9Og Jósep sagði við föður sinn: það eru synir mínir, sem Guð hefur gefið mér hér. Og hann mælti: leiddu þá til mín! að eg blessi þá,10Og augu Ísraels voru orðin dauf af elli, hann gat ekki séð. Og Jósep leiddi þá til hans, og hann kyssti þá og tók sér í fang.11Og Ísrael sagði við Jósep: eg bjóst aldrei við að sjá þig, og Guð hefur lofað mér að sjá þín afkvæmi.12Og Jósep færði þá frá knjám föður síns og beygði sitt andlit niður til jarðar.13Og Jósep tók þá báða, Efraim sér við hægri hönd, gagnvart Ísraels vinstri hönd, og Manasse sér við vinstri hönd, gagnvart Ísraels hægri hönd, og leiddi þá til hans.14En Ísrael rétti fram sína hægri hönd og lagði á Efraims höfuð, þótt hann væri yngri, og sína vinstri hönd á Manasses höfuð; viljandi hagaði hann svona höndunum, þó Manasse væri hinn frumgetni.15Og hann blessaði Jósep og sagði: sá Guð fyrir hvers augliti feður mínir, Abraham og Ísak gengu, sá Guð sem hefur alið önn fyrir mér frá unga aldri fram á þennan dag;16sá engill sem hefur frelsað mig frá öllu illu, hann blessi sveinana, nafn mitt verði nefnt í þeim og nafn feðra minna Abrahams og Ísaks; ætt þeirra verði mikil í landinu.17En er Jósep sá, að faðir hans lagði sína hægri hönd á Efraíms höfuð, fannst honum fátt um, og tók um höndina á honum, til að flytja hana af Efraims höfði, á Manasses höfuð,18og sagði við föður sinn: ekki svona, faðir minn! því þessi er sá frumgetni, legg þína hægri hönd á hans höfuð!19en faðir hans vildi ekki og sagði: eg veit það, sonur minn! eg veit það! Hann verður líka kynsæll, hann verður mikill; en sá yngri bróðir verður meiri, því hann og hans ætt verður mikil þjóð.20svo blessaði hann þá hinn sama dag og mælti: þannig munu menn stíla góðar óskir í Ísrael og segja: Guð gjöri þig sem Efraim og Manasse! og tók svona Efraim fram yfir Manasse.21Og Ísrael sagði við Jósep: sjá! eg dey, og Guð mun vera með yður og mun flytja yður aftur í land yðar feðra.22Og eg gef þér eina landspildu að gjöf fram yfir þína bræður, þá sem eg hefi tekið af Amoritum með mínu sverði og með mínum boga.
Fyrsta Mósebók 48. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:25+00:00
Fyrsta Mósebók 48. kafli
Jakob blessar Manasse og Efraim.
V. 16. þeir haldi á loft mínu nafni sem mínir synir. V. 22. lærðir menn halda að Sekem það hebreska sem stendur í textanum geti ei verið staðarnafnið, heldur sé það arab. orð sem þýði: gjöf. Jakob náði ei heldur Sikem af Amoritum, heldur tóku synir hans inn staðinn frá Hevitum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.