1En mikill sultur var í landinu.2Og það skeði, þá kornið var uppgengið, sem þeir höfðu sótt til Egyptalands, að faðir þeirra sagði til þeirra: kaupið oss nú aftur eitthvað af matvælum.3Þá ansaði Júda föður sínum og mælti: maðurinn lagði ríkt á við oss og sagði: þér skuluð ekki sjá mitt auglit, nema bróðir yðar sé með yður.4Ef að þú sendir bróður vorn með oss, þá skulum vér fara og kaupa þér vistir;5en ef þú villt ekki senda hann með, svo förum vér hvergi; því maðurinn hefur sagt við oss: þér skuluð ekki sjá mitt auglit nema bróðir yðar sé með yður.6Og Ísrael mælti: því hafið þér verið mér svo slæmir að segja manninum, að þér ættuð enn nú einn bróður?7Og þeir sögðu: maðurinn spurði ítarlega um oss og vora æt, og mælti: lifir faðir yðar enn? eigið þér enn nú bróður? Og vér sögðum honum eins og var; gátum vér þá vitað að hann mundi seigja: komið hingað með bróður yðar!8Og Júda sagði við Ísrael föður sinn: láttu sveininn fara með mér, svo getum tekið oss upp og farið og lifað og ekki dáið, vér, og þú og vor börn.9Eg skal ábyrgjast hann, af minni hendi skalt þú hans krefja, komi eg ekki með hann aftur til þín, og leiði eg hann ekki fram fyrir þína augsýn, skal eg vera sekur við þig alla mína ævi;10því hefðum vér ekki tafist, svo værum vér nú komnir aftur í annað sinn.11Þá sagði Ísrael faðir þeirra við þá: ef það er svo, þá gjörið það; takið af landsins gæðum, í yðar ílát, og færið manninum að gjöf, nokkuð af balsami og hunangi, jurtum, myrru, nitum og mandel,12takið og með yður annað silfur, og það silfur sem var ofan á í yðar sekkjum, takið það aftur í yðar hönd, máske það sé orðið af ógætni.13Takið líka bróður yðar, takið yður upp og farið aftur til mannsins!14Og Guð almáttugur gefi yður nú miskunn hjá manninum, svo hann sleppi við yður hinum bróður yðar og Benjamín, eg em nú sem sá er misst hefur börn sín.15Og mennirnir tóku þessar gáfur og tvöfalt silfur, þeir tóku líka Benjamín; tóku sig upp og fóru til Egyptalands og komu fyrir Jósep.
16Og sem Jósep sá Benjamín með þeim, sagði hann við sinn ráðsmann: far þú með þessa menn inn í húsið, og slátra þú og matreið, því þessir menn eta með mér dagverð í dag,17og maðurinn gjörði sem Jósep bauð og fór með mennina inn í Jóseps hús.18Og mennirnir urðu hræddir, að þeim var fylgt í Jóseps hús og sögðu: vér erum vegna silfursins sem hvarf aftur í vora sekki hingað leiddir, svo hann geti að oss ráðist og oss yfirfallið, og gjört oss að sínum þrælum og vora asna.19Þá gengu þeir til Jóseps ráðsmanns, og töluðu við hann úti fyrir dyrum hússins,20og sögðu: æ, herra minn! vér komum hingað áður að kaupa vistir.21Og það skeði, þá vér vorum héðan komnir í áfangastað, og opnuðum vora sekki, þá var hvers eins silfur efst í hans sekk, vort silfur með sinni vigt; og við erum nú komnir með það aftur.22Og annað silfur höfum vér komið með, til að kaupa fyrir mat. Vér vitum ekki hver silfrið lét í vora sekki.23Hann svaraði: verið rólegir, óttist ekki! yðar Guð og yðvarra feðra Guð hefur sent fjársjóðu í yðar sekki. Yðar silfur kom í mína hönd. síðan leiddi hann Simeon út til þeirra.24Og maðurinn leiddi þá í Jóseps hús, og gaf vatn, að þeir þvoðu sínar fætur, og fóður gaf hann þeirra ösnum.25Og nú tóku þeir til gáfurnar, þangað til Jósep kæmi um miðdegið; því þeir höfðu heyrt, að þeir ættu að matast þar.26En sem Jósep kom inn, færðu þeir honum gáfurnar, sem þeir höfðu meðferðis, inn í húsið, og beygðu sig til jarðar fyrir honum.27En hann spurði hvernig þeim liði, og mælti: líður yðar gamla föður vel, sem þér gátuð um við mig? lifir hann enn?28Þeir svöruðu: þínum þjón (þræl) föður vorum líður vel, hann lifir enn og þeir hneigðu sig og féllu fram.29Og Jósep litaðist um og kom auga á bróður sinn Benjamín, son sinnar móður og mælti: er þetta yðar yngsti bróðir, sem þér minntust á við mig? Og hann sagði: Guð miskunni þér, minn son!30Og Jósep hraðaði sér burt, því hans hjarta brann af ást til bróður hans og gat ekki tára bundist og fór inn í innra herbergið og grét þar.31Síðan þvoði hann sitt andlit, og gekk út, og lét ekki á sér bera, og mælti: berið á borð!32Og menn lögðu sérílagi á borð fyrir hann, og sérílagi fyrirþá, og sérílagi fyrir þá egypsku sem átu með honum, því ekki mega egypskir matast með Hebreskum, það er þeim viðurstyggð.33Þeim var niðurskipað gagnvart honum, þeim frumgetna efst og þeim yngsta neðst. Og mennina furðaði þetta.34Og hann lét bera rétti frá sér til þeirra; en Benjamín var skammtað fimm sinnum meir en hinum. Og þeir drukku og urðu drukknir með honum.
Fyrsta Mósebók 43. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:25+00:00
Fyrsta Mósebók 43. kafli
Jakobs synir fara og Benjamín með til Egyptalands.
V. 11. Kjarni úr þeim nitum sem spruttu á vissum trjám í Syríu og þar um kring, var brúkaður sem læknismeðal mót höggormabiti. V. 14. aðr: verði eg barnlaus, er eg það.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.