1Sá atburður varð þar eftir, að skenkjari kóngsins í Egyptalandi og bakarinn brutu á móti herra sínum, Egyptalandskóngi.2Og faraó reiddist báðum sínum hirðmönnum, þeim æðsta skenkjara og þeim æðsta bakara,3og lét setja þá í varðhald í húsi herforingjans, í myrkvastofu þá, hvar Jósep var varðveittur;4og herforinginn lét Jósep þjóna þeim, og þeir voru nokkurn tíma í varðhaldi.
5Nú dreymdi þá báða draum, sinn drauminn hvern sömu nóttina, skenkjara og bakara kóngsins í Egyptalandi, sem voru fangar í myrkvastofunni.6Og þá Jósep kom inn til þeirra um morguninn, og leit til þeirra, sá hann að þeir voru óglaðir.7Og hann spurði faraós hirðmenn, sem voru með honum varðveittir í húsi hans herra, og mælti: hvers vegna eruð þér svo dauflegir á svipinn í dag?8Þeir svöruðu: okkur hefur dreymt draum, og hér er enginn sem geti ráðið hann. Þá sagði Jósep við þá: Er það ekki Guðs að ráða (drauma); segið mér þá samt!9Þá sagði hinn æðsti skenkjari Jósep draum sinn og mælti: mig dreymdi að vínviður væri gegnt mér;10á honum voru þrjár greinir, og vínviðurinn var svo sem blómstrandi, og vínberin orðin frjóv;11en faraós bikar var í minni hendi, og eg tók vínberin og sprengdi þau í bikar faraós, og rétti svo bikarinn að faraó.12Þá sagði Jósep til hans: þessi er draumsins þýðing: þær þrjár vínviðargreinir eru þrír dagar,13og að þremur dögum liðnum mun faraó hefja þitt höfuð og setja þig aftur inn í þitt embætti, svo þú munt rétta bikarinn í faraós hönd, eins og áður meðan þú varst hans skenkjari.14En mundu til mín þegar þér gengur í vil, og auðsýndu mér þá góðsemi, að minnast á mig við faraó, og hjálpa þú mér úr þessu húsi;15því stolið var mér úr hebreskra landi, og síðan eg var hingað fluttur, hefi eg ekkert það aðhafst er inni til, að þeir settu mig í þessa myrkvastofu.16En sem hinn æðsti bakari sá að hann réði vel, sagði hann til Jóseps: mig dreymdi að eg bæri á höfðinu þrjár körfur með hveiti brauði.17Og í efstu körfunni voru alls lags krásir faraós, kökur nl. og fuglarnir átu þær úr körfunni á mínu höfði.18Þá svaraði Jósep og mælti: þessi er draumsins þýðing: þrjár karfir eru þrír dagar;19eftir þrjá daga hér frá mun faraó hefja þitt höfuð frá þér, og hengja þig í gálga og fuglar munu eta af þér þitt hold.
20Og það skeði á þriðja degi á faraós burðardegi að hann gjörði heimboð öllum sínum þénurum, og hann hóf upp höfuð þess æðsta skenkjara og höfuð þess æðsta bakara meðal sinna þénara.21Og setti þann æðsta skenkjara aftur til síns embættis, að hann rétti bikarinn aftur í faraós hönd.22En hinn æðsta bakara lét hann hengja, eins og Jósep hafði ráðið drauminn.23Og sá æðsti skenkjari hugsaði ekki til Jóseps, og gleymdi honum.
Fyrsta Mósebók 40. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 40. kafli
Draumar útlagðir af Jósep.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.