11.) En Jósep var fluttur til Egyptalands, og Potifar kóngsins dróttseti og herforingi, maður egypskur keypti hann af Ísmaelitum, sem fluttu hann þangað.2En Drottinn var með Jósep, og hann var lángefinn, og var í húsi síns herra, þess egypska manns.3Og þá hans herra sá, að Drottinn var með honum, og lét allt sem hann gjörði, fara honum vel úr hendi,4svo fann Jósep náð í hans augum, og varð hans þénari; og hans hússbóndi setti hann yfir sitt hús, og fékk honum í hönd allt hvað hann átti.5Og það skeði svo upp frá þeim tíma, að hann hafði sett Jósep yfir sitt hús, og yfir allt sem hann átti, að Drottinn blessaði hús hins egypska, sakir Jóseps, og Drottins blessan var yfir öllu sem hann átti utanstokks og innan.6Hann fékk Jósep í hönd allt hvað hann átti, og skipti sér af engu nema þeim mat er hann át. En Jósep var vel vaxinn og fríður sýnum.
72.) Og það skeði eftir þessa atburði, að kona húsbóndans leit ástaraugum til Jóseps og mælti: leggstu með mér!8en hann færðist undan og sagði við konu síns herra: sjá! herra minn lítur eftir engu í húsinu með mér, og allt hvað hans er, það er mér fengið í hönd.9Enginn er fremri mér í þessu húsi og hann fyrirmunar mér ekkert nema þig, að svo miklu leyti sem þú ert hans kona; hvernig skyldi eg þá aðhafast svo mikla óhæfu og syndga á móti Guði?10Og þó hún talaði þessum orðum við Jósep dag eftir dag, gegndi hann henni ekki til þess að leggjast með henni, og vera hjá henni.11Um þetta leyti bar svo til, að Jósep gekk inn í húsið til starfa sinna, og engin heimilis maður var inni.12Þá greip hún í fat hans og mælti: leggstu nú með mér! en hann lét fatið verða eftir í hennar hendi, flúði og hljóp út.13En sem hún sá að fatið var eftir orðið í hennar hendi, og að hann hljóp út,14Kallaði hún heimamennina inn í húsið og mælti: sjáið! hann (maðurinn minn) hefir tekið þennan hebreska mann til vor að gjöra oss vansa. Hann kom inn til mín, og vildi hafa lagst með mér; þá kallaði eg hárri rödd;15en sem hann heyrði að eg hrópaði og kallaði hátt, sleppti hann fatinu við mig og flúði og hljóp út.16Og hún lagði fat hans hjá sér, þangað til maður hennar kom heim í sitt hús.17Og hún talaði við hann öll sömu orð og mælti: sá hebreski þræll sem þú hefur til vor haft, mér til skammar, hann kom til mín;18og það skeði, þá eg kallaði og hrópaði, að hann skildi eftir fat sitt hjá mér og hljóp burt.
193.) En sem húsbóndi hans heyrði orð konu sinnar sem hún talaði við hann, segjandi: þannig hefur þræll þinn hagað sér við mig; þá varð hann ákaflega reiður,20Og Jóseps herra tók hann og setti hann í myrkvastofu, hvar kóngsins fangar voru varðveittir, og hann sat þar í fangelsi.21En Drottinn var með Jósep og útvegaði honum vægð og lét hann finna náð hjá forstjóra myrkvastofunnar,22Og forstjóri myrkvastofunnar fékk Jósep í hönd alla fangana sem voru í myrkvastofunni; og allat sem þar skyldi gjörast, það lét hann Jósep annast.23Forstjóri myrkvastofunnar leit ekki eftir neinu, sem var undir hans hendi; því Drottinn var með honum; og hvað sem hann gjörði, það lét Drottinn heppnast.
Fyrsta Mósebók 39. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 39. kafli
1.) Jósep þjónar dyggilega. 2.) lætur sig ei lokka til syndar, 3.) er settur í myrkvastofu.
V. 6. Útlendir máttu ei matast með egypskum, sjá: 43,32. og ekki snerta þeirra mat.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.