11.) Og Jakob frétti orð Labans sona, þeir sögðu: Jakob hefur tekið aleigu föður vors, og af eigum föður vors hefur hann grætt allan þennan auð.2Og Jakob sá Labans yfirbragð, og sjá! það var ekki sem áður.3Og Drottinn sagði til Jakobs: far þú aftur heim í land föður þíns, og til þíns heimkynnis, því eg mun vera með þér.4Þá sendi Jakob og lét kalla þær Rakel og Leu út á mörkina til síns fénaðar.5Og hann sagði til þeirra: eg sé að auglit föður ykkar er ekki, mér til handa, sem það var áður; en Guð föður míns hefur verið með mér.6Og það vitið þið sjálfar, að eg hefi þénað föður ykkar af öllum mætti;7en faðir ykkar hefur svikið mig og tíu sinnum skipt um laun við mig; en Guð hefur ekki lofað honum að gjöra mér skaða.8Þegar hann sagði: það flekkótta skal vera þitt kaup, fæddi allur fénaðurinn flekkótt, og þegar hann sagði: það mislita skal vera þitt kaup, þá fæddi fénaðurinn mislitt.9Og Guð hefur tekið fénað ykkar föðurs og gefið mér.10Og það skeði, um það leyti að ærnar skyldu lembast, upp hóf eg mín augu og sá í draumi, og sjá! að hrútar þeir sem stukku upp á ærnar voru flekkóttir, dílóttir og mislitir.11Og engill Drottins sagði við mig í draumi: Jakob! og eg svaraði: hér em eg.12Og hann mælti: lít upp þínum augum, og horfðu á! allir þeir hrútar, sem stökkva upp á féð, eru mislitir, flekkóttir og dílóttir; því eg hefi séð allt sem Laban hefur gjört þér.13Eg em Guðinn í Betel, þar sem þú smurðir steininn, þar sem þú gjörðir mér áheitið. Tak þú þig nú til, far þú burt úr þessu landi og hverf aftur til þinnar ættjarðar.
14Þá svöruðu þær Rakel og Lea og sögðu til hans: höfum við nokkra hlutdeild eða arf í vors föðurs húsi?15Erum vér ekki af honum álitnar vandalausar? því hann hefur selt okkur og eytt voru verði.16Allan þann auð sem Guð hefur tekið frá föður okkar, eigum við og okkar börn, gjör þú því allt sem Guð hefur sagt þér.17Jakob tók sig því upp, og setti börn sín og konurnar upp á úlfaldana,18og hafði á burt allan sinn fénað og allan þann fjárhlut sem hann hafði aflað sér, sinn eigin fénað í Mesopotamíu, að hann kæmist til Ísaks föður síns í Kanaansland.19En Laban var farinn að klippa sauði sína og Rakel stal skurðgoðum föður síns.20Og Jakob fór burt svo Laban hinn syrlenski vissi ekki af, því hann sagði honum ei frá að hann flýði.21Og hann flúði hann og allt hvað hans var, tók sig upp, og fór yfir ána og stefndi á fjallið Gileað.
222.) Og Laban var sagt það á þriðja degi að Jakob væri flúinn.23Þá tók hann bræður sína með sér, og fór eftir honum sjö dagleiðir, og náði honum á fjallinu Gileað.24En Guð kom um nóttina til Labans, hins syrlenska, í draumi, og sagði til hans: gættu þín! talaðu ekkert illt við Jakob.25Og Laban náði Jakob. En Jakob hafði sett tjöld sín á fjallinu, og Laban með bræðrum sínum setti og sitt tjald á fjallinu Gileað.26Þá mælti Laban við Jakob: hvað hefur þú gjört, að þú hefir á laun við mig farið burt með dætur mínar, eins og þær væru herteknar með sverði?27Því flúðir þú svo leynilega og straukst í burt frá mér og lést mig ekki af vita, að eg hefði getað fylgt þér á veg með fögnuði og með söng, bumbum og básúnum,28og lést mig ekki kyssa mína syni og dætur? nú! þú hefur breytt fávíslega.29Eg hefi í hendi mér að gjöra yður illt; en Guð yðar föðurs hefur í gær til mín talað og sagt: gættu þín, að þú talir ekki illt við Jakob.30Og farið hefur þú, af því þig langaði heim til föður þíns, en því stalstu mínum goðum.31Þá svaraði Jakob og mælti til Labans: eg var hræddur og hugsaði þú mundir slíta dætur þínar frá mér,32en sá skal ekki lifa, sem þú finnur hjá þín goð. Leita þú þíns í augsýn vorra bræðra hjá mér, og tak þú þitt; en Jakob vissi ekki að Rakel hafði stolið goðunum.
33Þá gekk Laban í Jakobs tjald, og Leu tjald og í beggja ambáttanna tjald og fann ekkert; og hann gekk úr Leu tjaldi í Rakelar tjald;34En Rakel hafði tekið skurðgoðin, og lagt undir úlfaldadýnu og sest þar á. Og Laban leitaði vandlega í öllu tjaldinu og fann ekkert.35Og hún sagði við föður sinn: herra minn reiðist ekki að eg get ekki staðið upp á móti þér, því mér gengur eftir kvennaeðli. Og hann leitaði og fann ekki skurðgoðin.36Þá reiddist Jakob, og átaldi Laban og sagði: hver er mín misgjörð og hver mín synd að þú eltir mig?37Þú hefur leitað í öllum mínum farangri, hvað hefur þú fundið af öllum þínum búshlutum? legg það hér fram fyrir augu þinna og minna bræðra, dæmi þeir milli okkar!38En fremur, þau tuttugu ár, sem eg var hjá þér, létu hverki þínar geitur né ær lömbum, og hrúta þinnar hjarðar át eg ekki.39Hvað sem rifið var (af dýrum) bar eg ekki heim til þín, eg mátti það bæta; þú heimtir það af minni hendi, sem stolið var á nótt eða degi.40Eg vanmegnaðist á daginn af hita, og á nætur af kulda, og svefninn flúði mín augu.41Tuttugu ár hefi eg þénað í þínu húsi, og í sex ár fyrir þína hjörð; og þú hefur skipt um kaup við mig tíu sinnum.42Hefði ekki Guð föður míns, Abrahams Guð, og Ísaks ótti (Guð) liðsinnt mér, svo hefðir þú nú látið mig fara snauðan; en Guð sá mína mæðu og erfiði minna handa, og hann dæmdi í fyrri nótt.43Þá svaraði Laban og sagði við Jakob: dæturnar eru mínar dætur og synirnir eru mínir synir og fénaðurinn er minn fénaður, og allt sem þú sér er mitt, og mínum dætrum, hvað get eg gjört þeim eða þeirra sonum sem þær hafa alið?44Vel og gott! við skulum gjöra sáttmála, eg og þú, hann skal vera til vitnisburðar milli mín og þín.45Þá tók Jakob stein og reisti hann upp sem merki.46Og Jakob sagði til sinna bræðra: safnið saman steinum! og þeir söfnuðu steinum og gjörðu grjót hrúgu, og þeir mötuðust á hrúgunni.47Og Laban kallaði hana: Jegar Sahabuta, en Jakob kallaði hana Gileað (Galeð) (vitnishrúgu).48Og Laban mælti: þessi hrúga skal vera vitni í dag milli mín og þín; því kallar maður hennar nafn (Galeð),49og Mispa (sjónarhæð) því hann sagði: Drottinn álíti vor viðskipti, þegar við nú skiljum,50að þú ekki leggist á dætur mínar og takir konur auk þeirra. Enginn maður er hjá okkur, sjá! Guð er vitni milli mín og þín.51Og Laban sagði við Jakob: sjá! þessa hrúgu og þetta merki sem eg hefi upp reist milli mín og þín.52Vitni sé þessi hrúga, vitni sé þetta merki, að hverki skuli eg ganga framhjá þessari hrúgu til þín, né þú ganga framhjá þessari hrúgu og þessu merki, mér til ills.53Guð Abrahams og Guð Nahors, Guð feðra þeirra sé dómari milli okkar, þá sór Jakob við síns föðurs Ísaks ótta (Guð).54Og Jakob færði fórnir á fjallinu og bauð sínum bræðrum til máltíðar, og þeir mötuðust og voru á fjallinu um nóttina.55En um morguninn var Laban snemma á fótum, og minntist við sína syni og við sínar dætur og blessaði þær, og fór af stað, og hélt heim til sín.
Fyrsta Mósebók 31. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 31. kafli
1.) Jakob flýr burt frá Laban með allt sitt. 2.) Laban eltir hann, en sættist við hann.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.