11.) Þá kallaði Ísak til sín Jakob, og blessaði hann og bauð honum og sagði til hans: þú skalt enga konu taka af Kanaansdætrum.2Taktu þig heldur upp og far til Mesopotamíu, í hús Betuels móður föður þíns, og tak þér þaðan konu af dætrum Labans móðurbróður þíns.3Sá almáttugi Guð blessi þig og gjöri þig frjóvsaman, og auki ætt þína, svo að þú verðir að mikilli þjóð!4Hann gefi þér Abrahams blessan, þér og þínum niðjum með þér, að þú megir eignast það land sem þú býr í, sem Guð gaf Abraham.
5Svo lét Ísak Jakob frá sér, og sendi hann til Mesopotamíu, til Labans Betuelssonar hins sýrlenska, sem var bróðir Rebekku, móður Jakobs og Esau.
62.) Og Esau sá að Ísak hafði blessað Jakob, og sent hann í Mesopotamíu til að fá sér þaðan konu, og hafði í því hann blessaði hann, boðið honum og sagt: þú skalt ekki taka þér konu af Kanaansdætrum,7og að Jakob var hlýðinn föður sínum og móður sinni, og fór til Mesopotamíu;8þá sá Esau að Kanaansdætur geðjuðust ekki föður sínum Ísak.9Og Esau fór til Ísmaels, og tók sér konu Mahalat, dóttur Ísmaels Abrahamssonar, systur Nabajots, auk þeirra kvenna sem hann átti áður.
103.) Og Jakob lagði af stað frá Berseba og kom til Haran.11Og hann kom (á ferðinni) á vissan stað og var þar um nótt, því sólarlag var komið; og hann tók stein og lagði undir höfuð sitt, og hann lagði sig til svefns, í þeim sama stað.12Og hann dreymdi:—Honum þótti stigi standa á jörðu, sem náði til himins, og sjá! englar Guðs fóru upp og niður stigann.13Og sjá! Drottinn stóð þar upp yfir og sagði: eg em Drottinn, Guð Abrahams föður þíns og Guð Ísaks; það land sem þú hvílist á mun eg gefa þér og þinni ætt.14Og þínir niðjar skulu verða sem duft jarðar, og þú skalt útbreiðast til vesturs og austurs, norðurs og suðurs og af þér munu allar ættir jarðarinnar hljóta blessan og af þínu sæði.15Og sjá! eg em með þér og varðveiti þig hvert sem þú fer, og eg mun aftur flytja þig inn í þetta land; því ekki mun eg sleppa af þér hendinni, þangað til, og hefi gjört allt, sem eg hefi við þig talað.16Þá vaknaði Jakob af sínum svefni og mælti: vissulega er Drottinn á þessum stað, og eg vissi það ekki!17Og ótta sló yfir hann, og hann sagði: þessi staður er óttalegur! hér er Guðs hús, hér er hlið himinsins!18Og Jakob stóð snemma upp um morguninn, og tók steininn, sem hann hafði haft undir höfðinu, og reisti hann upp, til merkis, og hellti viðsmjöri yfir hann.19Og hann kallaði þennan stað Betel, (Guðshús), áður hét hann Lús.—20Og Jakob gjörði heit og mælti: ef Guð verður með mér og varðveitir mig á þessari ferð sem eg nú fer, og gefur mér brauð að eta og klæðir mig,21og komi eg farsællega aftur heim í míns föðurs hús, svo skal Drottinn vera minn Guð, og þessi steinn, sem eg hefi uppreist til merkis, skal verða Guðs hús; og allt sem þú gefur mér, það skal eg tíunda þér.
Fyrsta Mósebók 28. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 28. kafli
1.) Jakob fer til Mesopotamiu. 2.) Esau giftist dóttur Ísmaels. 3.) Jakobs vitran í Betel.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.