1Og dagar Söru vóru hundrað tuttugu og sjö ár, lífs ár Söru.2Og Sara dó í Kirjat-Arba, það er: Hebron, í landinu Kanaan, og Abraham kom til að harma hana og gráta.3síðan stóð hann upp frá hlið sinnar önduðu og talaði við sonu Hets og mælti:4eg em útlendur maður og bý þó meðal yðar; látið mig fá greftrunareign hjá yður, að eg jarði mitt lík og komi því frá mér.5Þá svöruðu synir Hets Abraham og sögðu:6heyr oss, minn herra! þú ert Guðs höfðingi vor á meðal; jarða þú þína framliðnu í vorum heiðarlegustu gröfum! engin meðal vor skal meina þér sína gröf, að jarða í þína framliðnu.7Þá stóð Abraham upp og hneigði sig fyrir landsfólkinu, fyrir Hetssonum,8og talaði við þá og mælti: ef það er yðar vilji að eg megi jarða mína framliðnu og að eg flytji hana frá minni augsýn, þá heyrið mig! og biðjið fyrir mig, Efron Sóarsson,9að hann láti mig fá hellirinn Makfela, sem er við endann á hans akri; hann láti mig fá hann, fyrir fullt verð, til greftrunareignar meðal yðar.10En Efron bjó meðal Hetssona. Þá svaraði Efron, sá Hetiti, Abraham, svo að Hetssynir heyrðu, frammi fyrir öllum þeim sem gengu út og inn um hans borgarhlið, og mælti:11nei, minn herra! heyr mig! eg gef þér akurinn, og hellirinn sem þar er, gef eg þér líka, í áheyrn Hetssona. Graf þú þína framliðnu.12Þá hneigði Abraham sig fyrir landsfólkinu.13Og hann talaði við Efron í viðurvist landsfólksins og mælti: viljir þú unna mér akursins, þá bið eg að þú aðeins heyrir mig! eg gef peninga fyrir akurinn, tak þú við þeim af mér! svo gref eg þar mína framliðnu.14Þá svaraði Efron Abraham og mælti:15minn herra! akurinn er 4 hundruð silfur sikla virði, en hvað er það okkar í milli? jarða þú þína framliðnu!16Og Abraham hlýddi Efron og reiddi honum silfrið, eins og Efron hafði tiltekið í viðurvist Hetssona, 4 hundruð sikla silfur gilda og góða.17svo var Efrons akur sem er hjá Makfela, austan til við Mamre, akurinn og hellirinn með, og öll trén sem voru á akrinum allt um kring, festur Abraham til eignar,18í áheyrn Hetssona, í viðurvist allra sem út og inn gengu um hans borgarhlið.19Og eftir það jarðaði Abraham konu sína Söru, í hellri akursins í Makfela, fyrir austan Mamre, það er: Hebron í Kanaanslandi.20Svona var akurinn og hellirinn þar á, festur Abraham, til greftrunar eignar, af sonum Hets.
Fyrsta Mósebók 23. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:20+00:00
Fyrsta Mósebók 23. kafli
Sara andast—Abraham kaupir fasteign í landinu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.