1Þá flutti Abraham sig þaðan suður í landið, og bjó milli Kades og Súr, og dvaldi í Gerar.2Og Abraham sagði: að kona sín Sara væri systir sín. Þá sendi Abimelek kóngur í Gerar, og tók Söru.3En Guð kom til Abimeleks í draumi um nóttina og sagði til hans: heyrðu! þú skalt deyja vegna þeirrar konu sem þú tókst, hún er gift kona.4En Abimelek hafði ekki komið nærri henni. Og hann sagði: Herra! villtu þá líka deyða réttlátt fólk?5hefur hann ekki sagt mér: hún er systir mín? og líka hefur hún sagt: hann er bróðir minn. Eg hefi því gjört þetta í hjartans grandvarlegleika og með hreinni hönd.6Og Guð sagði við hann í draumi: eg vissi að þú gjörðir það í grandvarlegleika hjarta þíns; því varðveitti eg þig líka, svo þú syndgaðir ei á móti mér, því leyfði eg þér ekki að snerta hana.7svo fá nú manninum sína konu aftur, því hann er mér handgenginn (spámaður) hann mun biðja fyrir þér að þú lifir; en ef þú skilar henni ekki aftur, þá skaltu vita, að þú munt vissulega deyja og allt sem þitt er.
8Og Abimelek reis árla upp um morguninn og kallaði til sín alla sína þénara (ráðgjafa) og talaði öll þessi orð fyrir þeirra eyrum; og mennirnir urðu mjög óttaslegnir.9Og Abimelek kallaði Abraham og sagði við hann: hvað hefir þú gjört oss, og hvað hefi eg misgjört við þig, að þú skyldir leiða yfir mig og mitt ríki svo stóra synd? Þú hefur aðhafst það verk móti mér, sem ekki á að fremja.10Og Abimelek sagði (enn framar) við Abraham: Hvað hefur þú séð í, að þú gjörðir þetta?11Þá svaraði Abraham: eg hugsaði: vissulega er engin Guðs ótti á þessum stað. Þeir drepa mig því vegna konu minnar.12Líka er hún sannarlega systir mín, dóttir föður míns en ekki dóttir móður minnar og er orðin mín kona.13Og það skeði, þegar Guð lét mig fara úr míns föður húsi, að eg sagði við hana, sýndu mér þá góðsemi hvar sem við komum: segðu eg sé bróður þinn.14Þá tók Abimelek sauði, naut, þræla og ambáttir, og gaf Abraham, og fékk honum aftur konu hans Söru.15Og Abimelek sagði: sjá! mitt land liggur fyrir þínum augum, bú þú í því hvar sem þér líkar.16Og við Söru sagði hann: eg hefi fengið bróður þínum þúsund sikla silfurs. Þetta sé þér augna skýla, hjá öllum sem með þér eru og öllum (öðrum) og þú munt þekkjast.17Og Abraham bað til Guðs og Guð læknaði Abimelek og hans konu og hans þernur að þær ólu börn.18Því Drottinn hafði læst sérhverjum móðurkvið í Abimeleks húsi sakir Söru, konu Abrahams.
Fyrsta Mósebók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 20. kafli
Abimelek tekur Söru frá Abraham, en skilar henni aftur.
V. 16. Þegar Sara brúkaði skýlu gátu allir séð að hún mundi vera gift kona, auk þess að fríðleiki undir skýlu er síður freistandi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.