11.) Og um kvöldið komu tveir englarnir til Sódóma, en Lot sat í Sódómuborgar hliði; og er hann sá þá, stóð hann upp í móti þeim, og hneigði sína ásjónu til jarðar,2og mælti: heyrið, mínir herrar! komið þó inn í hús ykkar þræls, og náttið (þar) og þvoið ykkar fætur. svo getið þið á morgun tekið ykkur upp og farið ykkar leið. Og þeir sögðu: nei! heldur viljum við vera í nótt, á strætinu.3Og hann lagði mikið að þeim, og þeir fóru inn til hans í hans hús. Og hann bjó þeim máltíð og bakaði þeim ósýrðar kökur, og þeir átu.4En áður en þeir gengu í hvílur, umkringdu borgar menn, mennirnir í Sódóma, húsið, ungir og gamlir, allur múgurinn allstaðar frá,5kölluðu á Lot og mæltu: hvar eru þeir menn sem komu til þín í kvöld? leið þú þá út að vér megum leika við þá!6Lot gekk þá út til þeirra og læsti eftir sér húsinu,7og sagði: aðhafist ekki illt, bræður mínir!8sjá! eg hefi tvær dætur sem enn nú hafa engan mann þýðst, eg skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott sýnist; gjörið aðeins ekkert þessum mönnum; því þess vegna eru þeir komnir undir skugga míns þaks.9Og þeir sögðu: kom þú nær! og enn aftur: þú ert útlendur maður hér, og villt siða oss! vel og gott! vér skulum fara verr með þig enn þá; og nú gjörðu þeir þröng að manninum, að Lot, og færðu sig nær, til að brjóta upp húsið.10Þá seildust mennirnir út, og drógu Lot til sín inn í húsið og læstu dyrunum.11En mennina sem voru úti fyrir dyrum hússins, slógu þeir með blindni, smáa og stóra, svo þeir áttu bágt með að finna dyrnar.12Og mennirnir sögðu við Lot: ef þú hefir nokkurn mág, syni eða dætur eða nokkurn þér vanabundinn (auk þessara) í bænum, þá haf þá burt úr þessum stað.13Því við ætlum að eyðileggja þennan stað, af því þeirra miklu ólæti eru komin Drottni til eyrna, og hann hefur sent okkur til að eyðileggja staðinn.14Þá gekk Lot út og talaði við mága sína, sem ætluðu að eiga dætur hans, og mælti: takið yður upp og farið úr þessum stað, því Drottinn mun eyðileggja bæinn; en mágarnir tóku þessu sem hann væri að gjöra að gamni sínu.15En strax sem dagaði, ráku englarnir eftir Lot, og sögðu: taktu þig til! tak þú konu þína og báðar dætur þínar, sem hjá þér eru, svo þú ekki tortínist vegna synda þessa staðar.16En er hann fór enn þá hægt að öllu, tóku mennirnir í hönd honum og í hönd hans konu, og í hönd hans báðum dætrum, því Drottinn vildi þyrma honum, og leiddu hann út fyrir staðinn.
172.) Og það skeði, þegar þeir höfðu leitt hann út, að annar engillinn sagði við hann: frelsa líf þitt! lít ekki til baka og nem hvergi staðar á öllu þessu sléttlendi! bjarga þér á fjallinu, að þú ekki tínist.18Þá sagði Lot til þeirra: æ nei, herra minn!19sjá! þinn þræll hefir fundið náð í þínum augum, og þú hefir sýnt á mér mikla miskunn, að láta mig halda lífi; en eg get ekki bjargað mér á þessu fjalli; mér getur viljað sú ólukka til að eg deyi;20sjá! þarna er bær í nánd, og er lítill, til að flýja í, þangað vildi eg mega flýja, er hann ekki lítill? að mín sál lifi.21Og hann (engillinn) sagði til hans: sjá! eg hefi veitt þér líka þessa bæn, eg skal ekki eyðileggja þann bæ, sem þú talar um.22Flýt þér þangað! bjarga þér! því eg get ekkert gjört fyrr en þú kemst þangað; því kallar maður þann bær Sóar. (Lítill.)23En sólin var komin upp, þegar Lot kom til Sóar.24Og Drottinn lét rigna yfir Sódóma og Gomorra brennisteini og eldi frá Drottni af himni.25Og hann eyðilagði þessa staði og allt héraðið og alla innbúa staðanna, og gróða jarðarinnar.26En kona Lots hvarf aftur og varð að saltstólpa.27Og Abraham fór snemma á fætur þann sama morgun, og gekk þangað, hvar hann hafði staðið frammi fyrir Drottni;28og horfði til Sódóma og Gomorra, til alls héraðsins um kring, og sá sig um, og sjá! reykur gekk upp af jörðunni, eins og reykur úr ofni.29En þegar Drottinn eyðilagði staðina á þessu sléttlendi, minntist Guð á Abraham, og leiddi Lot úr eyðileggingunni, þegar hann eyðilagði staðina sem Lot bjó í.
303.) En Lot flutti sig frá Sóar, og staðnæmdist á fjallinu og báðar hans dætur með honum; því hann var hræddur við að vera í Sóar, og hann var þar í hellir, hann og báðar hans dætur.31Þá sagði sú eldri við hina yngri: faðir okkar er gamall, og enginn maður á jörðunni sem leggist með okkur eftir alls heimsins sið.32Kom þú! við skulum gefa föður okkar vín að drekka, og leggjast hjá honum, svo við fáum getnað af okkar föður.33svo gáfu þær föður sínum vín að drekka þá sömu nótt, og sú eldri gekk inn og lagðist hjá föður sínum; og hann vissi hverki af því að hún lagði sig, né að hún stóð upp.34Og um morguninn sagði sú eldri við þá yngri: sjá! í nótt lá eg hjá föður mínum; við skulum nú og í (nótt) kvöld gefa honum vín að drekka, og far þú inn, og sof hjá honum, að við fáum getnað af okkar föður.35svo gáfu þær föður sínum vín að drekka þá sömu nótt og sú yngri tók sig til og lagðist hjá honum, og hann vissi ekki af þegar hún lagði sig, eða stóð upp.36Og báðar dætur Lots fengu getnað af föður sínum.37sú eldri fæddi son sem hún kallaði Moab (af föður), hann er faðir Moabita, sem enn kallast svo.38sú yngri fæddi líka son og kallaði hann Ben-ammi (sonur föður míns) hann er faðir þeirra sem enn í dag kallast Ammonssynir.
Fyrsta Mósebók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 19. kafli
1.) Sódóma er eyðilögð. 2.) Lot frelsast. 3.) Uppruni Amorita og Móabita.
V. 26. Lúc. 17,32.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.