11.) Og þegar Abram var 99 ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: eg em sá almáttugi Guð, gakk þú fyrir mér og vertu algjör.2Og eg vil gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mjög.3Þá féll Abram fram á sína ásjónu, og Guð talaði við hann og sagði:4sjá! eg hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða.5Og nú skal ei nafn þitt lengur vera Abram, heldur skalt þú heita Abraham; því eg hefi gjört þig að föður margra þjóða.6Og eg gjöri þig mikið frjóvsaman, og gjöri þig að þjóðum; af þér skulu og kóngar koma.7Og eg gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna afkomenda eftir þig, frá einum ættlið til annars, eilífan sáttmála, eg skal vera þinn Guð, og þinna niðja eftir þig.8Og eg gef þér og þínum niðjum eftir þig, það land sem þú býr nú í, allt Kanaansland til eilífrar eignar, og skal vera þeirra Guð.
92.) Og Guð sagði til Abrahams: haltu minn sáttmála! þú og þínir niðjar eftir þig, frá einum ættlið til annars.10Það er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda milli mín og yðar, og þinna niðja eftir þig: allt karlkyn hjá yður skal umskerast;11þér skuluð umskera yfirhúð yðvars holds, það sé merki sáttmálans milli mín og yðar,12á áttunda degi skal umskerast hvert og eitt sveinbarn heima fætt af yðar ættum, líka að keypt, hver einn sonur þess útlenda, sem ei er af þinni ætt;13hver og einn í þínu húsi fæddur, og af þér verði keyptur skal umskerast, og svo sé minn sáttmáli á yðar holdi sem eilífur sáttmáli.14sá óumskorni sem ekki er umskorinn á holdi sinnar forhúðar, hefur rofið minn sáttmála, og hans sál skal verða upprætt frá hans fólki.
153.) Og Drottinn talaði í annað sinn við Abraham og mælti: Sarai kona þín, skal ei lengur Sarai heita: hennar nafn sé: Sara.16Og eg blessa hana, og með henni mun eg líka gefa þér son; eg blessa hana, og hún skal verða að þjóðum, þjóðakóngar skulu af henni koma.17Þá féll Abraham fram á sína ásjónu, og hló, og sagði í huga sínum: mun hundrað ára gamall maður eiga börn, og mun Sara, níræð, ala barn?18Og Abraham sagði til Guðs: eg vildi Ísmael mætti lifa fyrir þinni augsýn!19Og Guð mælti: vissulega skal Sara kona þín fæða þér son, og þú skalt kalla nafn hans Ísak (Hlátur) og eg mun gjöra sáttmála við hann, eilífan sáttmála við hans niðja eftir hann.20Og hvað Ísmaeli viðvíkur, þá sjá! eg hefi bænheyrt þig, eg blessa hann, og gjöri hann frjóvsaman og margfalda hann mjög; 12 höfðingjar skulu af honum koma, og eg gjöri hann að mikilli þjóð.21En sáttmála mun eg gjöra við Ísak, sem Sara mun fæða þér í þetta mund á öðru ári.22Og þegar hann hafði endað tal sitt við hann, sté Drottinn upp frá Abraham.
234.) Þá tók Abraham son sinn Ísmael, og alla sem fæddir voru í hans húsi, og alla sem af honum voru verði keyptir, allt karlkyn manna í sínu húsi, og umskar yfirhúð þeirra holds, á þeim sama degi, eins og Drottinn hafði sagt honum.24En Abraham var 99 ára gamall þá hann umskar yfirhúð síns holds,25en Ísmael sonur hans var 13 ára þá hann var umskorinn.26Á sama degi voru þeir umskornir Abraham og Ísmael hans son;27og allir hans heima menn, heima fæddir og með verði keyptir, synir útlendra manna, voru umskornir með honum *).
Fyrsta Mósebók 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 17. kafli
1.) Abrams nafn er lengt. 2.) Umskurn boðin. 3.) Ísak fyrir heitinn. 4.) Abraham umsker sitt heimilis fólk.
*) Arabiskir umskera syni sína 13 ára gamla. Þeir rekja ætt sína til Ísmaels.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.