1Júdas hafði heyrt það sagt um Rómverja, að þeir væru voldugir, og vel metnir meðal allra sinna bandamanna, og að þeir gjörðu stöðuga vináttu við alla sem leituðu ásjár hjá þeim, og hefðu mikinn liðsafla.2Honum hafði verið sagt frá orrustum þeirra, og afreksverkum sem þeir unnu hjá Galatíumönnum, að þeir hefðu borði hærri hluta í viðskiptum við þá, og gjört þá skattskylda.3Líka (hafði hann frétt) það sem þeir hefðu aðhafst í Spaníulandi, til að ná málmunum, silfrinu og gullinu, sem þar var,4að þeir hefðu náð öllu því héraði með ráðdeild sinni og þolgæði, þó að það hérað væri yfrið langt frá þeim, og (að þeir hefðu barist við) þá konunga, sem farið hefðu móti þeim, yst úr landinu, þangað til þeir hefðu gjört út af við þá, og unnið þeim stórtjón, en hinir sem eftir urðu, greiddu þeim skatt á ári hvörju;5og Filippus og Perses Kitteakonung, og þá sem hefðu sett sig móti þeim, hefðu þeir kúgað með herskildi, og borið ofurliði.6En Antiókusi enum mikla, Asíukonungi, sem hafði fært þeim stríð á hendur, og haft hundrað og tuttugu fíla, og hesta og vagna, og afar mikinn her, en varð sigraður af þeim,7höfðu þeir náð lifandi, og skuldbundið bæði hann og kóngana eftir hann til að greiða þeim mikinn skatt, selja gísla, og skipta með þeim löndum,8bæði Indlandi, Medíu og Lydiu, og (nokkrum) af þeirra bestu löndum; tóku þeir þau og gáfu Evmenesi konungi;9og að Grikkir hefðu ráð gjört að fara og afmá þá,10en þeir hefðu komist að ráðagjörðinni og sent á móti þeim einn hershöfðingja, hefðu þeir barist við þá, og margir af þeim fallið særðir, en þeir (Rómverjar) hefðu hertekið konur þeirra og börn, rænt þá, og tekið undir sig land þeirra, rifið niður víggirðingar þeirra, og hneppt þá í þrældóm allt til þessa dags;11og hin ríkin og eyjarnar, og alla þá, sem nokkurn tíma hefðu sett sig upp á móti þeim, hefðu þeir illa leikið og gjört ánauðuga;12en við vini sína og skjólstæðinga héldu þeir stöðuga vináttu, og hefðu vald yfir kóngaríkjum nær og fjær, og að allir sem um þá heyrðu getið, hefðu beyg af þeim;13og að hvörjir sem þeir vildu hjálpa og láta ríkja, þeir sætu að ríkjum, en settu af þá sem þeir vildu, og hefðu mikinn uppgang;14og allt fyrir þetta hefði enginn þeirra tekið kóngstign, né klæðst skarlati til að leita sér ágætis með því;15heldur hefðu þeir skipað (öldunga)ráð, og á hvörjum degi væru þrjú hundruð og tuttugu ráðherrar allt af að ráðgast um almenningshag, til að koma góðri skipun á;16og að þeir tryðu einum manni fyrir yfirstjórninni yfir þeim á hvörju ári, og umráðum yfir öllu landi þeirra, og allir hlýddu honum einum, og ekki væri öfund né matningur meðal þeirra.17Þar fyrir kjöri Júdas Evpolemus Jóhannesarson, Akkossonar, og Jason Eleasarsson, og sendi þá til Rómaborgar til að semja um vináttu og félagsskap;18og að létta af þeim okinu, því þeir sáu, að Grikkjaríki ætluðu að hneppa Ísraelsmenn í þrældóm.19Þeir fóru nú til Rómaborgar, var vegurinn (þangað) harla langur; komu þeir inn í ráðstofuna, tóku til orða, og mæltu:20Júdas Makkabeus og bræður hans og fjöldi Gyðinga sendu okkur til yðar til að semja við yður um tryggan félagskap og frið, að vér mættum verða skrifaðir (gjörðir) bandamenn yðar og vinir.21Þessi ræða geðjaðist þeim vel.22Og þetta er afskrift af bréfinu, sem skrifað var til baka á koparspjöld, og sent til Jerúsalem til að vera þar hjá þeim til minningar um friðinn og félagsskapinn:23„Vel vegni Rómverjum og Gyðingalýð á sjó og landi til eilífðar, og sverð og óvinir séu langt frá þeim;24en ef að stríð kemur fyrri upp í Rómaborg, eða við nokkura af sambandsmönnum þeirra (Rómverja) í öllu þeirra ríki,25þá skal Gyðingaþjóð hjálpa (þeim), eftir því sem kringumstæður útheimta, af öllu hjarta;26og þeim sem fara með ófrið skulu þeir hvörki gefa né hjálpa um vistir, vopn, skotsilfur eða skip, eftir því sem Rómverjum þóknast, og þeir skulu halda vörð eftir tiltölu, kauplaust.27Sömuleiðis, ef að Gyðingaþjóð ratar fyrri í stríð, þá skulu Rómverjar hjálpa þeim af hjarta, eftir því sem kringumstæður útheimta,28og þeir sem hjálpa til að berjast (við Gyðinga) skulu ekki verða gefnar vistir, vopn, skotsilfur né skip, eins og ályktað er í Rómaborg, og þeir skulu halda vörð eftir tiltölu, svikalaust.29Með þessum skilmálum hafa Rómverjar samið (félagsskap) við Gyðingalýð.30En ef að aðrir hvörjir kunna seinna að vilja bæta við (samninginn) eða taka frá, þá mega þeir gjöra það, eftir því sem þeir kjósa, og hvað sem þeir kunna að bæta við, eður taka frá, skal gilda.31En hvað viðvíkur þeim yfirgangi, sem Demetríus konungur sýnir þeim, þá höfum vér skrifað honum á þessa leið: því hefir þú lagt þungt ok á vini vora og bandamenn, Gyðingana?32Ef að þeir því bera sig oftar upp undan þér, þá munum vér reka réttar þeirra, og herja á þig á sjó og landi“.
Fyrsta Makkabeabók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:51+00:00
Fyrsta Makkabeabók 8. kafli
Sáttmáli Gyðinga við Rómverja.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.