1Svo bar til, að þegar heiðingjarnir allt í kring fréttu, að búið væri að byggja altarið, og vígja helgidóminn eins og áður, þá urðu þeir afar reiðir,2og ráðgjörðu að afmá Jakobsætt, þá sem vóru mitt á meðal þeirra, og fóru að myrða og afmá (þá) meðal fólksins.3Júdas barðist við Esaúniðja í Akrabattine í Idúmeu, því þeir höfðu umkringt Ísraelsmenn; vann hann þeim stórtjón, sigraði þá, og rænti frá þeim herfangi.4Hann minntist illsku Beansniðja, sem höfðu verið fólkinu til táls og ásteytingar, er þeir sátu um það við vegina.5Hann hneppti þá inn í turna, og fór með her á móti þeim, bannfærði (afmáði) þá, og brenndi turna þeirra í björtu báli, með öllum sem í þeim vóru.6Síðan hélt hann áfram til Ammonsniðja, fann þar mikinn her og fjölda fólks, hét Tímoteus foringi þeirra;7átti hann (Júdas) við þá margar orrustur, og biðu þeir ósigur fyrir honum, því hann vann þá.8Hann tók borgina Jaser, og dætur hennar (staðina þar í kring), og fór síðan aftur til Júdeu.9Heiðingjarnir, sem vóru í Galaad söfnuðust móti Ísraelsmönnum, sem vóru í landi þeirra til að afmá þeirra, en þeir flúðu í vígið Datema.10Þá skrifuðu þeir Júdasi og bræðrum hans svohljóðandi bréf: „heiðingjarnir, sem búa allt í kringum oss, hafa safnast móti oss, til að afmá oss.11Og þeir eru í tilbúningi að koma og taka víggirðinguna, sem vér flúðum í, og Tímóteus er liðsforingi þeirra.12Kom þú því, og hríf oss úr höndum þeirra, því fjöldi er fallinn af oss.13Og allir bræður vorir, sem voru í Tobí, eru myrtir; þeir hafa hertekið konur þeirra og börn, og góss, og drepið þar allt að því þúsund manns“.14Á meðan var að lesa bréfin, komu aðrir sendimenn frá Galíleu, í rifnum klæðum, og báru söguna á þá leið:15sögðu, að (heiðingjar) höfðu safnast móti þeim frá Tólómeu, Týrus og Sídon og öllum þeim hluta Galíleu, sem útlendingar byggðu, til að afmá þá.16En þegar Júdas og fólkið heyrði þessar fréttir, þá var stefnd fjölmenn samkoma, til að ráðgast um, hvað þeir ættu að gjöra við bræður sína, sem nauðstaddir vóru, og ásóttir af þeim (heiðingjunum).17Þá sagði Júdas við Símon bróður sinn: veldu sjálfum þér menn, og farðu og bjargaðu bræðrum vorum í Galíleu, en eg, og Jónatan bróðir minn, munum fara til Galaaditis (Gíleað).18Hann skildi eftir í Júdeu Jósep Sakaríasarson, og Asarías, svo sem fyrirliða fólksins, ásamt þeim sem hann lét vera eftir af liðinu, til að gæta þeirra.19Hann bauð þeim, og sagði: verið hjá fólkinu, og leggið ekki til orrustu við heiðingjana fyrri en vér komum aftur.20Símoni úthlutuðust þrjú þúsund manns til að fara með í Galíleu, en Júdasi átta þúsund manns (til að fara með) til Galaaditis.21Símon fór til Galíleu, átti margar orrustur við heiðingjana, og biðu heiðingjar ósigur fyrir honum,22elti hann þá allt að Tólómeu hliðum, féllu hérum þrjú þúsund manns af heiðingjunum, féllu hér um þrjú þúsund manns af heiðingjunum, og tók hann herfang af þeim.23Hann tók með sér þá sem vóru í Galíleu og í Arbattis, ásamt konum þeirra og börnum, og öllu sem þeir áttu, og flutti til Júdeu með miklum fögnuði.24En Júdas Makkabeus og Jónatan bróðir hans fóru yfirum Jórdan, og ferðuðust þrjár dagleiðir í óbyggðum;25mættu þeir Nabateum, er tóku þeim vel, og sögðu þeim frá öllu, sem drifið hafði á dagana fyrir bræðrum þeirra í Galaaditis,26og að margir af þeim væru herteknir (og fluttir) til Bossora og Bosra, Alema, Kassón, Maked og Karnaim; allar vóru þessar borgir stórar og víggirtar,27og að líka væru herteknir menn í hinum öðrum borgum í Galaaditis, og að þeir (heiðingjarnir) væru reiðubúnir til að ráðgast á víggirðinguna að morgni, og taka vígið, og afmá þá alla á einum degi.28Þá brá Júdas við og lið hans, og fóru til baka óbyggðirnar til Bosra, tók hann borgina, og drap allt karlkyns með bitru sverði, tók allt fé þeirra að herfangi, og brenndi hana (borgina) í eldi.29Þaðan fór hann um nóttina, og hélt áfram að víginu.30En þegar morgnaði litu þeir upp, og sjá! þar var margt fólk, óteljandi; þeir báru stiga, og stríðsvélar til að ná víginu, og réðust á þá (sem í því vóru).31Júdas sá, að stríðið var byrjað, og ópið í borginni tók til himins af lúðrunum og óhljóðunum,32þá sagði hann við hermenn sína: berjist í dag fyrir bræður yðar.33Hann fór með þrjá flokka að baki þeim, blésu þeir í lúðra, og hrópuðu biðjandi.34Tímóteusar lið varð vart við, að Makkabeus var kominn, flýðu þeir þá fyrir honum, en hann lék þá hart, og féllu af þeim á þessum degi við átta þúsund manns.35Þaðan fór hann til Massa, herjaði á hana, náði henni og drap allt karlkyns í henni, féfletti hana og brenndi í eldi.36Síðan fór hann, tók Kasfón, Maked, Bosor, og hinar borgirnar í Galaaditis.
37En eftir þessa atburði safnaði Tímóteus öðrum her, og setti herbúðir gegnt Rafón, hinumegin við ána.38Þá sendi Júdas menn, til að skyggnast um herbúðirnar; þeir kunngjörðu honum, og sögðu: allir heiðingjar umhverfis oss hafa safnast að þeim, er það ógrynni hers;39og þeir hafa leigt arabiska sér til hjálpar, og sett herbúðir hinumegin við ána, reiðubúnir til að fara móti þér til stríðs; fór Júdas móti þeim.40Tímóteus sagði við liðsforingja sína: þegar Júdas og lið hans kemur að ánni, verður hann þá fyrri til að fara yfirum til vor, þá munum vér ekki fá staðist fyrir honum, heldur mun hann bera oss ofurliði;41en verði hann ragur og setji herbúðir hinumegin við fljótið, þá skulum vér fara yfirum til hans, og mun oss þá veita betur.42En þegar Júdas kom að vatnsfallinu, setti hann hina skriftlærðu af fólkinu við ána, bauð þeim, og sagði: líðið engum manni að tjalda, því þeir verða allir að koma til stríðsins.43Fór hann svo fyrstur yfirum til þeirra, og allt fólkið á eftir honum, og allir heiðingjarnir tvístruðust fyrir honum, fleygðu vopnum og flýðu til hofsins í Karnaim.44Hann (Júdas) tók borgina, og brenndu þeir hofið í eldi með öllu því sem í því var, Karnaim var eyðilögð, og síðan gátu þeir ekki varist fyrir Júdasi.45Síðan safnaði Júdas öllum Ísraelsmönnum, sem vóru í Galaadatis, smáum og stórum, konum þeirra, börnum og farangri, mesta mannfjölda, til að fara til Júdeulands.46Þeir komu til Efóron, það var stór borg og vel víggirt, lá hún rétt fyrir veginum inn í landið og var ómögulegt að víkja frá henni til hægri handar, eður vinstri, heldur varð að fara mitt í gegnum hana.47Bæjarmenn lokuðu þá úti, og hlóðu steinum upp í hliðin.48Þá sendi Júdas menn til þeirra með friðarboðskap, og lét skila (til þeirra): vér viljum fara gegnum land þitt til að komast heim í vort land, og enginn skal gjöra yður illt; vér viljum aðeins fara fótgangandi; en hinir vildu ekki lúka upp fyrir honum.49Þá skipaði Júdas að úthrópa um herinn að sérhvör skyldi setja herbúðir þar sem hann stæði.50Hermennirnir settu þá herbúðir, og herjuðu á borgina allan þenna dag, og alla nóttina, og var hún unnin.51Og hann (Júdas) afmáði allt karlkyns með bitru sverði, reif borgina niður í grunn, tók herfangið úr henni, og gekk í gegnum hana ofan á þeim myrtu.52Síðan fóru þeir yfir Jórdan, og yfirá stóru sléttuna gegnt Betsan.53Og Júdas var alltaf að sakna þeim sem aftur úr drógust, og upphvetja fólkið á allri leiðinni, þangað til þeir komu í Júdeuland.54Þá fóru þeir upp á Síonsfjall með fögnuði og gleði, og færðu brennifórnir, því enginn af þeim hafði fallið, þangað til þeir komust heim í friði.
55En um þær mundir sem Júdas og Jónatan vóru í Galaad, og Símon bróðir hans í Galíleu gegnt Tólómeu,56þá frétti Jósep Sakaríasson og Asarías, liðsforingjarnir, hreystiverk þeirra, og orrusturnar sem þeir höfðu unnið.57Hann (Jósep) sagði þá: vér skulum líka afla oss frægðar, og fara að berjast við heiðingjana umhverfis oss.58Þetta boðuðu þeir hermönnunum sem hjá þeim vóru, og fóru síðan móti Jamníu (Jabne).59Þá fór Gorgías út úr borginni, og menn hans, móti þeim til stríðs.60Jósep og Asarías urðu reknir á flótta, og vóru eltir allt að Júdeu takmörkum, og féllu á þeim degi af Ísraelslýðs hér um tvö þúsund manns;61mikill flótti brast í lið Ísraelsmanna, af því þeir hlýddu ekki Júdasi og bræðrum hans, og þóttust vera menn fyrir sér.62En þeir áttu ekki ætt sína að rekja til þeirra manna hvörjum unnt var að frelsa Ísrael með hreysti sinni.
63En hetjan Júdas og bræður hans, vóru í miklum metum hjá öllum Ísraelsmönnum, og öllum heiðingjum, hvar sem þeirra var getið;64og menn söfnuðust að þeim til að óska þeim lukku.65Júdas og bræður hans fóru (enn) í leiðangur, og börðust við Esaú niðja í landinu gegnt suðri; vann hann Hebron og dætur hennar (staðina kringum hana), reif niður víggirðing hennar, og brenndi turna hennar hringinn í kring.66Þaðan tók hann sig upp, til að fara í heiðingjalönd, og fór í gegnum Samaríu.67Á þeim degi féllu prestarnir í stríði, er þeir vildu sýna hreysti sína, og lögðu út í bardaga í ráðleysu.68Síðan sneri Júdas ferð sinni til Asdod, í heiðingjaland, reif niður ölturu þeirra, brenndi í eldi þeirra útskornu goðamyndir, rænti herfangi úr borgunum, og sneri aftur til Júdeu lands.
Fyrsta Makkabeabók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:51+00:00
Fyrsta Makkabeabók 5. kafli
Orrustur bræðranna Júdasar, Jónatans og Símonar við ýmsar þjóðir. Ósigur Jóseps og Asariass.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.