1Börn mín! þetta skrifa eg yður til þess, að þér syndgið ekki, en ef einhvör syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta;2því hann er forlíkan fyrir vorar syndir, þó ekki einungis fyrir vorar, heldur líka fyrir allrar veraldarinnar syndir.
3Og þar af vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér varðveitum hans orð.4Hvör, sem segir: eg þekki hann og varðveitir ekki hans boðorð, er lygari og í slíkum er ekki sannleikur.5En hvör hans orð varðveitir, í honum er sannarlega elskan til Guðs fullkomin og af því þekkjum vér, að vér erum í honum;6hvör, sem segir vera stöðuglega í honum a) honum ber að breyta eins og hann b) breytti.7Elskanlegir! nýtt boðorð skrifa eg yður ekki, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi, það gamla boðorð er sá lærdómur, hvörn þér heyrt hafið frá upphafi.8Aftur skrifa eg yður nýtt boðorð, sem er sannarlega í honum og í yður, því myrkrið er horfið og það sanna ljós er þegar farið að skína.9Hvör, sem segir sig í ljósinu vera og hatar sinn bróður, sá er enn þá í myrkrinu.10Hvör, sem elskar sinn bróður, sá er í ljósinu og honum verður ekkert til hrösunar.11En hvör sinn bróður hatar, sá er í myrkrinu og ráfar í myrkrinu og veit ekki hvört hann fer, því myrkrið hefir blindað hans augu.
12Eg skrifa yður, börn mín! vegna þess að yðar syndir eru yður fyrirgefnar fyrir hans nafn.13Eg skrifa yður, feður! því að þér þekkið hann, sem er frá upphafi. Eg skrifa yður, unglingar! því þér hafið sigrað þann vonda.14Eg skrifa yður, börn! því þér þekkið Föðurinn. Eg hefir (á undan) skrifað yður, feður! því þér þekkið þann, sem er frá upphafi. Eg hefir skrifað yður, yngismenn! því þér eruð styrkvir, eruð stöðugir við lærdóm Guðs, og hafið sigrað hinn vonda.15Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í honum eru; ef nokkur elskar heiminn, í honum er ekki kærleiki Föðursins;16því allt það í heiminum er, sem er fýsn holdsins, fýsn augnanna og stærilátt líferni, það er ekki frá Föðurnum heldur frá heiminum;17en heimurinn fyrirferst og girnd til hans, en sá, sem breytir eftir Guðs vilja, varir að eilífu.
18Börn mín! hinn síðasti tími er fyrir höndum og eins og þér hafið heyrt, að fjandmenn Krists komi, svo eru nú þegar margir fjandmenn Krists orðnir, hvar af vér vitum að það er hin síðasta stund.19Frá oss eru þeir útfarnir, en þeir voru ekki vorir, því ef þeir hefðu vorir verið, þá hefðu þeir stöðuglega verið með oss, en það varð að vera augljóst að allir væru ekki vorir.20En þér hafið smurningu af þeim heilaga c) og vitið allt.21Ekki skrifaði eg yður vegna þess að þér þekkið ekki sannleikann, heldur af því þér þekkið hann og af því að engin lygi á skylt við sannleikann.22Hvör er (framar) lygari, enn sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? sá er fjandmaður Krists, sem afneitar Föðurnum og Syninum.23Hvör, sem afneitar Syninum, hefir ekki heldur samfélag við Föðurinn. Hvör, sem viðurkennir Soninn, hefir og samfélag við Föðurinn.24Haldið yður stöðuglega við það sem þér heyrt hafið frá upphafi, en ef þér haldið yður stöðuglega við það sem þér frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þér einnig við Soninn og Föðurinn halda yður stöðuglega,25og þetta er fyrirheitið, hvörju hann hefir oss heitið, hið eilífa lífið.26Þetta hefi eg skrifað yður áhrærandi þá, sem vilja afvegaleiða yður.27En sú smurning, hvörja þér meðtókuð af honum, hún viðhelst hjá yður, svo þér þurfið þess ekki með, að nokkur kenni yður, heldur eins og smurningin fræðir yður um allt, og hún er sannleiki en engin lygi, svo munuð þér verða honum nákvæmlega sameinaðir, eins og hún hefir kennt yður.
28Og nú, börn mín! verið innilega sameinaðir honum, svo að vér getum, þegar hann opinberast, haft djörfung og blygðumst ekki fyrir honum við hans tilkomu.
29Ef þér vitið það, að hann er réttlátur, þá skuluð þér einnig það vita, að hvör sem réttlæti stundar, hann er af honum fæddur.
Fyrsta Jóhannesarbréf 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Fyrsta Jóhannesarbréf 2. kafli
Varar við synd, en kennir undireins, að þó kristnir verði brotlegir, sé Kristur þeirra árnaðarmaður. Kennir: að á því sjáist hvört þeir þekki rétt Guð og standi í samfélagi við hann, að þeir haldi hans boð, elski hann og náungann, en ekki hið jarðneska. Hvetur til að forðast villulærdóm og viðhalda hjá sér kristilegu hugarfari.
V. 1. Róm. 8,34. Hebr. 7,25. 9,24. V. 2. Róm.3,25. 2 Kor. 5,18. Kól. 1,20. Jóh. 1,29. 3,16. 4,42. Hebr. 2,9. V. 3. Jóh. 8,55. V. 4. 1 Jóh. 1,6. 4,20. V. 5. Jóh. 13,35. 14,21.23. V. 6. a. nl. Guði. b. nl. eins og Kristur. Að vera í einum, er: að elska hann og standa í nánu samfélagi við hann. Jóh. 15,2–10. Kól. 2,6.7. sbr. 1 Pét. 2,21. V. 7. þegar í G. t. (3 Mós. b. 19,18.) var elska til náungans boðin, en Gyðingar skyldu það um elsku einungis til landsmanna; en Jesús vildi að elskan skyldi ná til allra hjálparþurfandi. (Lúk. 10,30–37.) og þetta boðorð var sérhverjum með kristnitökunni boðið; (Tess. 4,9). Það var þess vegna í þessu tilliti: gamalt; en nýtt að því leyti Kristur innprentaði fyrstur almenna mannelsku. 2 Jóh. v. 5. Kap. 3,11. V. 8. þ. e. Krists lærdómur rak burt vanþekkinguna. sbr. Jóh. 1,9. Róm. 13,12. V. 9. sbr. Kap. 3,14. 4,20. V. 12. Post. g. b. 10,43. V. 13. Jóh. 1,1. V. 14. Efes. 6,10. V. 15. sbr. Jóh. 15,19. Róm. 12,2. V. 16. Lúk. 14,18. fl. V. 17. 1 Kor. 7,31. 1 Pét. 1,24. Sálm. 15,5. V. 18. sbr. v. 22. 4,3. Matt. 24,5.24. Post. g. b. 20,29. 2 Tess. 2,3. 2 Pét. 2,1. 2 Jóh. v. 7. V. 19. Post. g. b. 20,30. 1 Kor. 11,19. V. 20. c. þér eruð ríkuglega útbúnir með heilags anda gáfum af Kristi, nefnil. þekkingu og Guð elskandi hugarfari. 2 Pét. 1,12. Efes. 1,13.14. 1 Jóh. 2,24. V. 22. Kap. 4,3. 2 Jóh. v. 7. V. 23. Lúk. 12,9. Jóh. 5,23. 2 Tím. 2,12. V. 24. v. 1.2.3.7. Jóh. 14,23. V. 25. 1 Tím. 4,8. V. 27. sbr. v. 20. Jer. 31,34. Jóh. 6,45. V. 28. Jóh. 15,4.9. 1 Jóh. 3,21. 4,17. V. 29. Kap. 3,7.10.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.