Örkin er send heim. Betsemítar taka á móti henni, en kunna ekki með að fara.

1Og Drottins örk var í Filistea landi í sjö mánuði.2Og Filistear kölluðu prestana og spáfararmennina og sögðu: hvað eigum vér að gjöra við örk Drottins? segið oss með hvörju ver eigum að senda hana á sinn stað.3Og þeir sögðu: Ef þér sendið burt örk Ísraels Guðs, svo megið þér ekki senda hana tóma, heldur verðið þér að greiða honum (Drottni), skuldaoffur; þá mun yður batna, og yður mun verða kunnugt hvörs vegna hans (hegnandi) hönd hefir ekki frá yður vikið.4Og þeir sögðu: hvað er það skuldaoffur sem vér eigum honum að greiða? Og þeir sögðu: eftir tölu Filisteanna höfðingja, fimm kýli af gulli og fimm mýs af gulli; því ein plága er yfir öllum og líka yfir yðar höfðingjum.5Og gjörið nú myndir eftir yðar kýlum, og myndir eftir yðar músum, sem skemma landið og gefið Ísraels Guði heiðurinn. Líklega lætur hann sína hönd léttari verða á yður, og á yðar Guði, og á yðar landi.6Og hvar fyrir viljið þér forherða yðar hjörtu, eins og egypskir og faraó forhertu sitt hjarta? var það ekki svo, þegar hann hafði svalað geði sínu á þeim a), þá slepptu þeir þeim svo þeir fóru burt?7Og takið nú og gjörið nýjan vagn og tvær kýr sem kálfar ganga undir, á hvörjar ekki hefir komið ok, og spennið kýrnar fyrir vagninn, og takið frá þeim kálfana og látið þá inn.8Og takið örk Drottins og setjið hana í vagninn og þá gullgripi sem þér greiðið honum í skuldoffur, og látið þá í kistil við hlið og sendið hana á stað að hún fari.9Og sjáið! ef að hún fer veginn til sinna landamerkja til Betsemes, svo hefir hann gjört oss þessa miklu ólukku; en ef ekki; svo vitum vér að hans hönd hefir oss ekki slegið; það var oss þá tilviljun.
10Og mennirnir gjörðu svo og tóku tvær kýr sem kálfar gengu undir, og spenntu þær fyrir vagninn, en kálfunum héldu þeir inni.11Og þeir settu örk Drottins á vagninn og kistilinn og gullmýsnar og kýlamyndirnar,12og kýrnar fóru rakleiðis veginn til Betsemes; beina leið fóru þær og bauluðu í því þær fóru áfram, og viku hvörki til hægri né vinstri, og höfðingjar Filisteanna gengu á eftir þeim allt að landamerkjum Betsemis héraðs b),13en Betsemítar voru að hveitiuppskeru í dalnum; og þeir hófu upp sín augu og sáu örkina og glöddust að sjá hana.14Og vagninn kom á akur Jósúa Betsemíta, og nam þar staðar; en þar var steinn mikill. Og þeir klufu viðinn sem vagninn var gjörður af, og offruðu kúnum Drottni til brennifórnar.15Og Levítarnir tóku örk Drottins af (vagninum) og kistilinn hjá henni, í hvörjum að voru gullgripirnir, og settu á stóra steininn, og fólkið í Betsemes offraði Drottni brennifórn og slátraði slátrunarfórn á þeim sama degi.16Og þeir fimm höfðingjar Filisteanna sáu það, og fóru þann sama dag til baka til Ekron.17En þetta eru þau gullkýli sem Filistear greiddu Drottni sem skuldaoffur: fyrir Asdod eitt, fyrir Gasa eitt, fyrir Askalon eitt, fyrir Gat eitt, fyrir Ekron eitt.18Og gullmýsnar (voru) eftir tölu Filisteanna staða, eftir þeim fimm höfðingjum, frá borgunum til þorpanna á flatlendinu c). Og til ens stóra steins Abel á hvörn þeir settu örk Drottins, (hvör steinn) allt til þessa dags (er) á akri Betsemitans Jósúa.
19En hann (Drottinn) sló nokkra af fólkinu í Betsemes, af því þeir litu inn í d) örk Drottins, og sló meðal fólksins sjötygi menn og fimmtíu þúsund menn, e) og fólkið harmaði að Drottinn hafði gjört svo mikið mannfall meðal fólksins.20Og fólkið í Betsemes sagði: hvör getur staðist fyrir Drottni, þessum heilaga Guði? hvört og til hvörs skal hann frá oss fara?21Og þeir sendu menn til innbyggjaranna í Kirjat-Jearim a) og sögðu: Filistear hafa flutt til baka örk Drottins, komið hingað og flytjið hana til yðar.

V. 6. a. Aðr. hafði ítrekað stórvirki móti þeim. sbr. Ex. 10,2. V. 12. b. Jós. 21,16. 2 Kóng. 14,11. V. 18. c. Devt. 3,5. V. 19. d. Aðr. horfðu á; hér við lá dauða straff. Ex. 4,5.20. V. 19. e. aðr: 70 manns af fimmtíu þúsundum.