1Og Davíð fór þaðan og komst undan í hellirinn Adullam. Og hans bræður og allt hans föðurs hús heyrði það, og komu þangað til hans.2Og að honum drógust allir þeir sem voru í kröggum og skuldum og sem illt var í (við stjórnina) og hann gjörðist þeirra höfðingi, og með honum voru nálægt 4 hundruð manns.3Og Davíð fór þaðan til Mispe í Móabs landi, og sagði við Móabskóng: leyf föður mínum og móður minni að vera hér, þangað til eg sé hvað Guð gjörir við mig.4Og hann leiddi þau fyrir Móabskóng, og þau voru hjá honum, svo lengi sem Davíð var (á fjöllunum) í óbyggðinni.5Og spámaðurinn Gað sagði við Davíð: vertu ekki á fjöllunum, far þú héðan og til landsins Júda. Þá fór Davíð og kom í skóginn Haret.
6Og Sál frétti að menn vissu af Davíð, og þeim mönnum sem með honum voru. En Sál sat í Gíbea undir runnanum á hæðinni, og hafði spjót í sinni hendi, og allir hans þjónar stóðu hjá honum.7Og Sál mælti til sinna þénara sem hjá honum stóðu: heyrið þér Benjaminítar! ætli Ísaíson gefi yður öllum akra og víngarða, og gjöri yður alla að höfuðsmönnum yfir þúsund (manns) og höfuðsmönnum yfir hundrað (manns),8að þér allir hafið samsvarist móti mér og enginn hefir sagt mér frá því, þá sonur minn gjörði sáttmála við Ísaíson, og enginn yðar hefir tekið upp þykkjuna fyrir mig, og opinberað mér það, að sonur minn hefir uppegnt móti mér minn þræl, sem umsáturs mann, eins og nú er framkomið?9Þá svaraði Edomítinn Doeg a), sem stóð hjá þjónum Sáls og mælti: eg sá Ísaíson koma til Nobe, til Abímeleks, sonar Ahitubs.10Og hann aðspurði Drottin fyrir hann, og matvæli gaf hann honum, og sverð Golíats Filisteans fékk hann honum.
11Þá sendi kóngurinn eftir prestinum Abímelek, syni Ahitubs, og eftir öllu hans föðurs húsi, prestunum sem voru í Nobe, og þeir komu allir til konungsins,12og Sál mælti: heyr þú þá, Ahitubsson! og hann sagði: hér er eg, herra minn!13Og Sál mælti til hans: hvar fyrir hafið þér samsvarist á móti mér, þú og Ísaíson, þar eð þú fékkst honum brauð og sverð, og spurðir Guð fyrir hann, að hann gjörði uppreisn móti mér sem umsátursmaður, eins og nú er framkomið?14Og Abímelek svaraði kónginum og mælti: og hvör er meðal allra þinna þjóna svo trúr sem Davíð, kóngsins tengdason, sem hefir aðgang til þinna leyndar ráða og er heiðraður í þínu húsi?15Hefi eg þá byrjað í dag að spyrja Guð fyrir hann? fjærri sé mér það! leggi kóngurinn ekkert sínum þjón til lasts, né öllu mínu föðurs húsi; því þinn þjón hefir ekki vitað neitt af öllu þessu, mikið né lítið.16En konungurinn mælti: deyja hlýtur þú Abímelek! þú og allt hús föður þíns.17Og konungurinn sagði til hirðmannanna sem hjá honum stóðu: gangið að og drepið presta Drottins, þar eð og þeirra hönd er með Davíð, og af því þeir vissu að hann flúði, og hafa ekki opinberað mér það, en þjónar kóngsins vildu ekki útrétta sína hönd til að deyða presta Drottins.18Þá mælti konungurinn til Doegs: gakk hér að og drep þú prestana! svo gekk Edomítinn Doeg að og vann á prestunum, og deyddi á þeim sama degi áttatygi og fimm menn sem báru línhökul.19Og Nobe, stað prestanna, sló hann með sverðseggjum, menn og konur, börn og brjóstmylkinga, uxa, asna og sauði með sverðseggjum.20Og einn af sonum Abímeleks, sonar Ahitubs, komst undan, hann hét Abiatar, og flúði til Davíðs.21Og Abíatar sagði Davíð frá, að Sál hefði myrt presta Drottins.22Og Davíð sagði til Abiatars: eg vissi það hinn sama dag, að Edomítinn Doeg var þar, og að hann mundi segja Sál frá, eg er sekur í lífláti allra þinna ættmanna.23Vertú með mér og óttast ekki, því sá sem sækist eftir mínu lífi sækist og eftir þínu lífi, því ertu vel varðveittur hjá mér.
Fyrri Samúelsbók 22. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:19+00:00
Fyrri Samúelsbók 22. kafli
Davíð verður flokksforingi, ættmenn hans fara úr landi; prestarnir drepnir.
V. 9. a. Kap. 21,7. Sálm. 52,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.