1Þessir eru synir Ísraels: Rúben, Símeon og Júda, Ísaskar og Sebúlon,2Dan, Jósep og Benjamín, Naftali, Gað og Asser.3Júdasynir: Ger og Onan og Sela, þessir þrír voru honum fæddir af Súa dóttur, þeirri kanversku. Og Ger, sá frumgetni var vondur fyrir Drottins augsýn, því deyddi hann hann.4Og Tamar, hans sonarkona, fæddi honum Peres og Sera. Allir Júda synir voru fimm.5Peres synir: Hesron og Hamul.6Og Sera synir: Simri og Etan og Heman og Kalkol og Dara, fimm alls.7Og Karmis synir: Akar, sem steypti Ísrael í ólukku, þar eð hann dró sér nokkuð af því bannfærða.8Og Etans synir: Asaría.9Og synir Hesrons, sem honum fæddust: Jerhameel og Ram og Kelúbai.10Og Ram gat Ammínadab, og Ammínadab gat Nahesson, höfuðsmann Júda sona.11Og Rahesson gat Salma, og Salma gat Bóas,12og Bóas gat Obed, og Obed gat Isaí,13og Isaí gat sinn frumgetning Eliab og Abínadab hinn annan og Símea þann þriðja,14Netaneel þann fjórða, Naddai þann fimmta,15Osem þann sjötta, Davíð þann sjöunda.16Og þeirra systur voru: Seruja og Abígael. Og synir Seruja: Abísai og Jóab og Asael, þrír.17Og Abígael ól Amasa, og Amasa faðir var Jeter, Ísmaelítinn.
18Og Kaleb, sonur Hesrons, átti (börn) með Asúba konu sinni og Jerígot; og þessir eru Asúbu synir: Jesúb og Sobab og Ardon.19Og þegar Asúba dó, tók Kaleb sér Efrat, og hún fæddi honum Húr;20og Húr gat Uri, og Ur gat Besaleel.21Og eftir það tók Hesron saman við dóttur Makirs, sem var faðir Gíleaðs, og tók hana þá hann var sextugur, og hún fæddi honum Segúb.22Og Segúb gat Jair, sem átti 23 staði í landinu Gíleað;23En Gesúrítar og sýrlenskir tóku Jairs staði, Kenat (og hennar dætur) tilheyrandi sextíu staði. Allir þessir eru synir Makírs, föður Gíleaðs.24Og eftir að Kefron dó, í Kalebefrata, fæddi kona hans Abía honum Asúr, föður Tekóa.
25Synir Jerameels, þess frumgetna Hebrons voru: sá frumgetni Ram og Búna og Oren og Osem (og) Ahia.26Og Jerameel átti aðra konu, sem hét Atara, sú sama er móðir Onams.27Og synir Rams, frumgetnings Jerameels, voru: Maas og Jamin og Eker.28Og synir Onams voru: Sammaí og Jada. Og synir Sammaí: Nadab og Abísur.29Og kona Abísurs hét Abíhail, og hún fæddi honum Aban og Mólid.30Og synir Nadabs: Seleb og Appaim. Og Seled dó a) barnlaus.31Og synir Appaims: Jisei. Og synir Jisei: Sesan, og synir Sesans: Ahelai.32Og synir Jada, bróður Sammais: Jeter og Jónatan. Og Jeter dó barnlaus.33Synir Jónatans: Pelet og Safa. Þetta voru niðjar Jerameels.34Og Sesan hafði egypskan þræl, sem hét Jara.35Og Sesan gat dóttur sína Jara þræli sínum fyrir konu, og hún fæddi honum Atai.36Og Atai gat Natan, og Natan gat Sabad,37og Sabad gat Eflal, og Eflal gat Obed,38og Obed gat Jehu og Jehu gat Asaríu,39og Asaría gat Heles og Heles gat Elasa,40og Elasa gat Sisemai, og Sisemai gat Sallum,41og Sallum gat Jekamia, og Jekamia gat Elisama.
42Og synir Kalebs bróður Jerameels, voru: Mesa hans frumgetningur, sem er faðir Sifs, og Maresa synir, föður Hebrons.43Og Hebrons synir: Kora og Tapua og Rekem og Sema.44Og Sema gat Raham föður Jorkeams, og Rekem gat Sammai.45Og sonur Sammais var Maon, og Maon var faðir Betsúrs.46Og Esa, hjákona Kalebs, fæddi Haran og Mosa og Gases. Og Haran gat Gases.47Og synir Jadais voru: Regem og Jótam og Gesan og Pelet, og Efa og Saaf.48Hjákona Kalebs Maaka ól Seber og Tírhana,49og hún ól Saaf, föður Madmanna, Sefa, föður Makbena og föður Gíbea. Og dóttur Kalebs var Aksa.50Þessir voru synir Kalebs: Benhúr, frumburður Efröstu, Sóbal, faðir þeirra í Betlehem, Haref, faðir þeirra í Kirjat-Jearim,51Salma, faðir þeirra í Betlehem, Haref, faðir þeirra í Betgader.52Og synir Sobals föður þeirra í Kirjat-Jearim, voru: Harve, Hafi, Hammenuhot.53Og ættir þeirra í Kirjatjearim eru: Jetrítar og Futítar og Sumatítar og Misraítar; af þeim sömu eru komnir Sareatítar og Estaolítar.54Salma synir (eru): Betlehem, og Netofatítar, Atarot, Bet Jóab og helftin af Manahítum, Sareítar,55og ætt skrifarans sem bjó í Jabes, Tireatíta, Simeatíta og Súkotíta. Það eru Kenítar, sem komnir eru af Hammat, föður Rekabsættar.
Fyrri kroníkubók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Fyrri kroníkubók 2. kafli
Ættartal Jakobs og Júda ættkvíslar. Sbr. Gen. 30. 35. 38. 46. Ex. 31. Jós. 7. 15. Dóm. 1. 10. Rut. 4. 1 Sam. 16. 17. 2 Sam. 13. 17.
V. 30. Eiginlega sonarlaus því dætur voru skjaldan taldar, sama má segja við v. 32.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.