1Og það skeði, þá Davíð bjó í sínu húsi, að hann sagði við spámanninn Natan: sjá! eg bý í húsi af sedrusvið, og sáttmálsörk Drottins, (er) undir dúkum.2Og Natan sagði til Davíðs: gjör þú allt hvað þér er í hug, því Guð er með þér.3Og á þeirri sömu nóttu kom Guðs orð til Natans, og mælti:4far þú og tala við minn þjón Davíðs: svo segir Drottinn: þú skalt ekki byggja mér hús til íbúðar.5Eg hefi ekki í húsi búið síðan þann dag að flutti Ísrael hingað, allt til þessa dags, og eg gekk úr tjaldi í tjald, og úr bústað (í bústað).6Allan þann tíma þá eg var á ferð með öllum Ísrael, hefi eg þá talað eitt orð við nokkurn Ísraels dómara og sagt: því byggið þér mér ekki hús af sedrusvið?7Og seg nú mínum þjón Davíð: svo segir Drottinn allsherjar: eg hefi tekið þig úr haglendinu frá hjörðinni til höfðingja yfir mitt fólk Ísrael,8og var með þér hvört sem þú fórst, og upprætti alla þína óvini frá þér, og eg hefi gjört þitt nafn líkt nafni hinna miklu á jörðinni,9og hefi gefið bústað mínu fólki Ísrael og gróðursett það, að það býr á sínum stað og verður ei framar óróað, og limskunnar synir skulu ei framar plága það, eins og áður,10og frá þeim tíma að eg setti dómara yfir mitt fólk Ísrael; og eg hefi auðmýkt alla þína óvini og kunngjört þér, að Drottinn muni hús byggja.11Þegar þínir dagar eru allir, svo þú fer til allra þinna feðra, svo vil eg upphefja ætt þína eftir þig, einn af þínum sonum, og staðfesta hans konungdóm.12Sá hinn sami skal byggja mér hús, og eg vil festa hans hásæti að eilífu.13Eg vil vera hans faðir og hann skal vera minn son! og eg vil ekki draga mína náð í hlé við hann, eins og eg dró hana í hlé við hann, eins og eg dró hana í hlé við þann sem var fyrir þig (kóngur).14Heldur vil eg staðfesta hann í mínu húsi og kóngsríki að eilífu, og hans hásæti skal fast vera eilíflega.15Samkvæmt öllum þessum orðum og allri þessari opinberan talaði Natan við Davíð.16Þá gekk Davíð konungur inn (í tjaldbúðina) og settist fyrir augsýn Drottins og mælti: hvör em eg Guð, Drottinn, og hvað mitt hús að þú hefir annast mig hingað til?17Og það var of lítið fyrir þínum augum Guð, og þú gafst húsi þíns þjóns fyrirheit (álengdar) sem á sér langan aldur, og hefir litið á mig eftir mannlegum hætti, þú Guð Drottinn í hæðinni!18Hvað skal Davíð ennframar (segja) við þig um heiður þíns þjóns? þú þekkir þinn þjón.19Drottinn! sakir þíns þjóns og eftir þínum vilja hefir þú gjört allt þetta mikla og kunngjört allt þetta mikla.20Drottinn, enginn er sem þú, og enginn Guð nema þú, öldungis eins og vér höfum heyrt með vorum eyrum.21Og hvör (þjóð) er sem þitt fólk Ísrael, þjóð á jörðunni, sem Guð er kominn til að leysa sér fyrir fólk, og þér nafn að gjöra með mikilleika og ógnunum, í því þú rakst burt þjóðir frá þínu fólki, sem þú leystir úr Egyptalandi?22Og svo hefir þú að eilífu gjört þitt fólk Ísrael að þínu fólki, og þú Drottinn ert orðinn því Guð.23Og nú, Drottinn, það orð sem þú hefir talað um þinn þjón og hans hús verði satt og eilíft, og gjör eins og þú hefir talað.24Já, verði það satt og þitt nafn verði vegsamlegt að eilífu, svo menn segi: Drottinn herskaranna er Ísraels Guð, er Guð í Ísrael, og hús Davíðs þíns þjóns sé staðfast fyrir þér!25þú, minn Guð, hefur opinberað þínum þjóni, að þú vilt byggja honum hús; þar fyrir hefir þinn þjón ráðist í að tilbiðja þig.26Og nú Drottinn, þú ert Guð, og þú hefir heitið þessi gæði þínum þénara.27Og lát þér nú þóknast að blessa hús þíns þjóns, að það sé eilíflega (ríki yfir Ísrael) frammi fyrir þér; því sá er eilíflega blessaður, sem þú Drottinn blessar.
Fyrri kroníkubók 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T21:28:04+00:00
Fyrri kroníkubók 18. kafli
Davíð áformar að byggja musteri. (2 Sam. 7.)
V. 1. 2 Sam. 6,17. V. 2. 2 Sam. 6,18. V. 8. Sálm. 105,1–18. Esa. 12,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.