1Og Filistear fóru í stríð móti Ísrael, og Ísraels menn flýðu fyrir Filisteum, og (margir) féllu á Gilbóafjöllum.2Og Filistear sóttu fast að Sál og sonum hans, og felldu Jónatan og Abínadab og Malkisúa, syni Sáls.3Og bardaganum hallaði á Sál, og bogmennirnir hittu hann, og hann varð hræddur við skotin.4Þá mælti Sál við sinn skjaldsvein: bregð þú þínu sverði og legg mig í gegn með því, svo þessir óumskornu komi ekki, og fari háðuglega með mig. En hans skjaldsvein vildi ekki, því honum varð bilt við. Þá tók Sál sverðið og lét fallast á það,5og sem skjaldsveinninn sá, að Sál var dauður, lét hann og fallast á sverðið og dó.6Þannig dó Sál og hans þrír synir, og allt hans hús dó með.7Og sem allir Ísraels menn á sléttlendinu sáu, að (Ísraelsmenn) flýðu, og að Sál og hans synir vóru fallnir, yfirgáfu þeir sína staði og flýðu; og Filistear komu og bjuggu þar.
8Daginn eftir komu Filistear að fletta (ræna) þá sem fallið höfðu, og fundu Sál og hans þrjá syni fallna á Gilbóafjalli.9Og þeir flettu hann, og tóku hans höfuð og hans hertygi, og sendu þetta um kring í Filistealandi, til að færa tíðindi þeirra goðum og þeirra fólki.10Og þeir lögðu hans vopn í hús þeirra Guðs, og negldu hans höfuðskel upp í Dagons hús.11Og allir sem bjuggu í Jabes og Gíleað heyrðu allt það er Filistear höfðu gjört.12Þá tóku sig til allir öruggir menn, og tóku Sáls líkama og líkami sona hans, og fluttu þá til Jabes og jörðuðu þeirra bein undir eikinni í Jabes og föstuðu 7 daga.13Og svo dó Sál sakir sinna misgjörða sem hann hafði framið mót Drottni, vegna Drottins orðs, sem hann ekki hlýðnaðist, og vegna þess líka, að hann hafði farið til frétta við galdra konuna.
14En Drottin aðspurði hann ekki: því hann lét hann deyja, og hneigði kóngsríkið til Davíðs sonar Isaí.
Fyrri kroníkubók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T21:26:39+00:00
Fyrri kroníkubók 11. kafli
Sál og Jónatan falla. (Samanber 1 Sam. 31)
V. 2. Helgidómsins þjónar: eiginlega ánauðugir menn t. d. Gíbeonítarnir, sem störfuðu að því erfiðasta og ótígulegasta við þjónustugjörðina. Jósúab. 9,25–27. Est. 8,20. fl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.