1Og Salómon mægðist við faraó kóng í Egyptalandi, og hann tók dóttur faraós og flutti hana til Davíðsborgar, þangað til hann hafði fullkomnað bygging síns húss og Drottins húss og veggsins allt um kring Jerúsalem.2En fólkið færði fórnir á hæðunum, því allt til þess tíma var Drottins nafni ekkert hús byggt.3Og Salómon elskaði Drottin, svo að hann gekk eftir reglum síns föður Davíðs; einasta færði hann fórnir, og brenndi reykelsi, á hæðunum.4Og kóngurinn fór til Gibeon til þess að fórnfæra þar, því það var stærsta hæðin. Þúsund brennifórnum offraði Salómon á því sama altari.5Í Gibeon birtist Drottinn Salómoni í draumi um nóttina b), og Guð sagði: bið þú, (einhvörs) hvað skal eg gefa þér?6Og Salómon sagði: þú auðsýndir þínum þjón Davíð föður mínum mikla náð, þar eð hann gekk fyrir þér í trúskap, réttvísi og hjartans einlægni, og þú efndir við hann þitt náðar heit, og gafst honum son, sem nú situr í hásætinu c), svo sem á þessum tíma (skeð er).7Og nú, Drottinn minn Guð! þú hefir gjört þinn þjón að kóngi í stað föður míns Davíðs, og eg er enn unglingur, og veit hvörki minn útgang né inngang.8Og þinn þjón er mitt á meðal þíns fólks, sem þú hefir útvalið, svo mikils fólks, sem hvörki verður talið né reiknað fyrir fjölda sakir;9gef því þínum þjón skynugt hjarta til að dæma þitt fólk, og til að aðgreina gott frá illu; því hvör gæti annars dæmt þetta þitt marga fólk.10Og Drottni líkaði vel Salómons tal, að hann bað um þetta.11Og Guð sagði við hann: sökum þess þú baðst um þetta, og baðst ekki um langa lífdaga handa þér, né auðlegt, og ekki heldur um líf þinna óvina, heldur baðst um skilning, svo þú hefðir vit á að dæma;12sjá! svo veiti eg þér það sem þú baðst um; sjá! eg gef þér hyggið og skilningsfullt hjarta, svo þinn líki hefir ei verið fyrir þig, og þinn líki skal ekki koma eftir þig.13Og líka gef eg þér það sem þú baðst ekki um, bæði auðlegt og heiður, að þinn líki sé ekki meðal kónganna alla þína daga.14Og ef þú gengur á mínum vegum svo að þú gefur gaum mínum setningum og boðorðum, eins og Davíð faðir þinn gekk á þeim, svo skal eg lengja þína daga d).15Þá vaknaði Salómon, og sjá! það var draumur. Og hann kom til Jerúsalem og gekk fyrir Drottins sáttmáls örk, og frambar brennifórn og þakkarfórn og gjörði öllum þénurum sínum mikið heimboð.
16Um það leyti komu tvær lausakonur til kóngsins, og gengu fyrir hann.17Og önnur konan sagði: æ! minn herra! eg og kona þessi, við bjuggum í sama húsi, og eg ól barn í húsinu hjá henni.18En á þriðja degi eftir að eg hafði fætt, ól þessi kona og barn líka. Og við vorum saman og engin annar hjá okkur í húsinu, við báðar vorum aðeins í húsinu.19Þá dó sonur þessarar konu um nóttina, af því hún hafði lagst á hann.20Og hún stóð upp um nóttina, og tók minn son frá minni hlið, meðan þín ambátt svaf, og lagði hann sér í faðm, og sinn dauða son lagði hún mér á arm.21Og þá eg stóð upp um morguninn til að gefa syni mínum að sjúga, sjá! þá var hann dauður; og eg virti hann fyrir mér um morguninn, og sjá! það var ekki minn son, sem eg hafði fætt.22Og hin önnur kona mælti: nei! það er heldur minn son sem lifir, og þinn sonur er dauður. Og hin sagði: nei! heldur er þinn sonur sá dauði, og minn sonur er sá sem lifir, og svona töluðu þær frammi fyrir konunginum.23Þá mælti konungurinn: þessi segir: það er minn sonur sem lifir og þinn er dauður. Og hin segir: nei! heldur er þinn sonur dauður, og minn sonur er sá sem lifir.24Og kóngurinn mælti: færið mér sverð! og þeir færðu konunginum sverð.25Og kóngurinn mælti: höggið það barnið sem lifir í tvo hluti, og fáið sinn helminginn hvörri!26Þá sagði sú konan sem átti það lifandi barn við konunginn (því hennar viðkvæmni til sonarins vaknaði a): æ! minn herra! gefið henni barnið sem lifir, en deyðið það ekki. Og hin sagði: það sé hvörki mitt né þitt, höggið það í sundur.27Þá svaraði kóngur og mælti: fáið hinni það lifandi barn, og deyðið það ekki! hún er þess móðir.28Og allur Ísrael heyrði dóminn, sem konungur hafði dæmt; og þeir óttuðust kónginn; því þeir sáu að Guðs speki var í honum, til að leggja á dóma.
Fyrri konungabók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:30+00:00
Fyrri konungabók 3. kafli
Salómons gifting. Draumur. Dómspeki.
V. 5. b. Kap. 9,2. V. 6. c. Kap. 1,48. V. 9. Sbr. 2 Kron. 1,10. Spek, b. 6,22. V. 14. d. Devt. 4,40. V. 26. a. Gen. 43,29. Esa. 49,15.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.