1En Ben-Hadad kóngur í Sýrlandi safnaði öllum sínum her, og 32 kóngar voru með honum og hestar og vagnar; og hann lagði af stað, og settist um Samaríu, og herjaði á hana.2Og hann sendi menn til Akabs kóngs í Ísrael inn í staðinn með þessa orðsending:3Svo segir Ben-Hadad: þitt silfur og þitt gull er mitt, og þínar konur og þínir synir þeir bestu eru mínir.4Og Ísraelskóngur svaraði og sagði: eins og þú segir, minn herra konungur! eg er þinn og allt hvað eg á.5Og sendimenn komu aftur og sögðu: svo segir Ben-Hadad: eg hefi sent þér þessa orðsending: þitt silfur og þitt gull og þínar konur og þína syni skaltu gefa mér,6þá eg á morgun um þetta leyti sendi mína þénara til þín, skulu þeir rannsaka þín hús og hús þinna þénara og allt, sem þér þykir vænt um, skulu þeir taka og flytja burt.7Þá kallaði Ísraelskonungur alla öldunga landsins og mælti: kannist þó við og sjáið að þessi hefir illt í sinni; því hann hefir sent til mín eftir mínum konum og eftir mínum sonum, og eftir mínu silfri og eftir mínu gulli, og eg hefi ekki synjað honum þess.8Og öldungarnir sögðu við hann og allt fólkið: gegndu þessu ekki, og samþykktu það ekki!9Og hann sagði við sendimenn Benhadads: segið mínum herra konunginum: allt það sem þú í fyrstu lést þína sendiboða heimta af þínum þjón, vil eg gjöra; en þetta get eg ekki gjört. Og sendimennirnir fóru, og komu með svar.10Þá sendi Ben-Hadad til hans og mælti: guðirnir gjöri mér það og ennfremur a), ef rykið í Samaría hrökkur til að fylla lúkur alls þess fólks sem með mér er!11Og Ísraelskonungur svaraði og mælti: segið: sá sem spennir um sig beltið, hrósi sér ekki eins og sá sem spennir það af sér.
12En sem Ben-Hadad fékk þetta að heyra, (hann var að drykkju með kóngunum í landtjöldunum) sagði hann til sinna þénara: skipið yður niður! og þeir bjuggust (til bardaga) móti borginni.13Og sjá! spámaður nokkur gekk fyrir Akab, Ísraelskonung og mælti: svo segir Drottinn: hefir þú séð allan þenna manngrúa? sjá! í dag gef eg hann í þína hönd, svo þú sjáir að eg er Drottinn.14Og Akab mælti: fyrir hvörra fulltingi? og hann svaraði: fyrir fulltingi landfógetanna sveina. Og hann spurði: hvör skal byrja orrustuna? hinn svaraði: þú.15Þá kannaði hann sveina landfógetanna, og þeir voru 2 hundruð 32. Og eftir það kannaði hann allt fólkið, alla Ísraelssyni, 7 þúsund manns.
16Og þeir fóru út um miðdegi. En Ben-Hadad drakk sig drukkinn í tjöldunum, hann og hans 32 kóngar, sem komnir voru með honum til liðs.17Og sveinar landfógetanna fóru fremstir. Þá sendi Ben-Hadad, og menn færðu honum þá fregn, að menn færu út frá Samaría.18Og hann mælti: séu þeir komnir út til friðar, þá handtakið þá lifandi, og séu þeir til stríðs útfarnir þá handtakið þá lifandi.19En hinir komu frá staðnum, sveinar landfógetanna, og herinn sem eftir fór.20Og þeir unnu hvör á sínum manni, og sýrlenskir flýðu, og Ísrael elti þá, og Ben-Hadad Sýrlandskonungur komst undan á hesti með reiðmönnum.21Og Ísraelskonungur fór út og vann sigur á reiðmanna og vagna liðinu og olli sýrlenskum mikils mannfalls.
22Þá gekk spámaðurinn fyrir Ísraelskóng og mælti til hans: nú áfram! vertu röskur, yfirvega þú og sjá, hvað þú verður að gjöra; því þegar árið er liðið kemur Sýrlandskonungur aftur með her þér á hendur.23En þénarar kóngsins í Sýrlandi sögðu við hann: fjallguðir eru þeirra guðir; því hafa þeir sigrað oss; en vér skulum berjast við þá á sléttlendi, og sjá svo hvört vér höfum ei betur en þeir.24Og gjör þú nú þetta: settu frá völdum alla kóngana, og set höfuðsmenn í þeirra stað,25og safna öðru eins liði og það var sem þú misstir, öðrum eins hestum, öðrum eins vögnum, og látum oss svo berjast við þá á sléttlendi, og vita hvört vér sigrum þá ekki. Og hann hlýddi þeirra raust og gjörði svo.
26Og þegar árið var liðið, kannaði Ben-Hadad sýrlenska, og fór til Afek til stríðs við Ísrael.27Og Ísraelssynir voru og kannaðir og útbúnir til stríðs, og fóru á móti þeim; og Ísraelssynir settu herbúðir sínar gagnvart þeim, sem tvær litlar geitfjárhjarðir b). En sýrlenskir uppfylltu landið.28Þá gekk guðsmaðurinn fram, talaði við Ísraelskonung og mælti: svo segir Drottinn: sakir þess að sýrlenskir hafa sagt: Drottinn er fjallguð, en ekki dalaguð, svo vil eg gefa allan þenna manngrúa í þína hönd, að þér kannist við að eg er Drottinn.
29Og þeir höfðu herbúðir, hvörjir gagnvart öðrum í 7 daga, og á sjöunda degi gengu þeir í orrustu, og Ísraelssynir lögðu að velli sýrlenska, hundrað þúsund fótgönguliðs á einum degi.30Hinir flýðu til Afek inn í staðinn, og borgarveggurinn féll á þær eftirorðnu 27 þúsundir manns, og Ben-Hadad flýði og náði staðnum, og fól sig, í einu herbergi eftir annað.31Þá sögðu hans þénarar við hann: vér höfum heyrt að Ísraelskonungar séu náðugir konungar; vér skulum leggja sekk um vorar lendur, og snörur um vorn háls, og ganga svo fyrir Ísraelskonung, líklega lætur hann þig halda lífi.32Síðan lögðu þeir sekk um háls og komu fyrir Ísraelskonung og mæltu: þinn þjón Ben-Hadad segir: lofa þú mér að lifa! og hann mælti: lifir hann enn? hann er minn bróðir!33Og mönnunum þótti þetta góðs viti, og flýttu sér að láta ljóst verða hvör hans meining væri, og mæltu: er Ben-Hadad þinn bróðir? og hann sagði: farið og sækið hann! Þá kom Ben-Hadad til hans, og hann lét hann stíga á vagn með sér.34Og Ben-Hadad mælti: þá staði sem faðir minn tók frá föður þínum vil eg þér aftur gefa, og þú mátt gjöra þér stræti í Damaskus, eins og faðir minn gjörði sér í Samaríu. Og eg vil, svaraði Akab, láta þig lausan með vissum skilmálum. Og hann gjörði við hann sáttmála og lét hann lausan.
35En maður nokkur af sonum spámannanna sagði við annan mann, eftir Drottins orði: slá þú mig! og maðurinn færðist undan að slá hann.36Þá sagði hann við hann: af því þú hlýddir ekki Drottins raust, þá skaltu vita, að þegar þú gengur frá mér, mun ljón vinna á þér; og sem hann gekk frá honum, mætti honum ljón sem drap hann.37Og hann hitti annan mann og mælti: slá þú mig! og maðurinn sló hann, já, sló og særði.38Þá fór spámaðurinn sína leið, og gekk í veg fyrir konung og gjörði sig torkennilegan, með því að vefja dúk um augu sér.39Og sem kóngur fór framhjá, hrópaði hann til konungs og mælti: þinn þjón fór í bardaga, þá gekk maður til mín, og færði mér mann og mælti: geymdu þennan mann! ef hann kemst í burt, þá sé þitt líf fyrir hans líf a), eða þú skalt láta af hendi vætt silfurs.40En svo fór, að þegar þinn þjón gekk hingað og þangað, svo var maðurinn allur á burt. Og Ísraelskonungur sagði til hans: það er þinn dómur, þú hefir skorið úr málinu.41Þá tók (spámaðurinn) óðar dúkinn frá augunum, og Ísraelskonungur þekkti hann, að hann var einn af spámönnunum.42Og hann (spámaðurinn) sagði til hans: svo segir Drottinn: sökum þess þú slepptir þeim manni þér úr hendi sem eg hafði bannfært, svo skal þitt líf vera fyrir hans líf, og þitt fólk fyrir hans fólk.43Og Ísraelskonungur gekk heim til sín reiður, og lá illa á honum, og kom til Samaríu.
Fyrri konungabók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:36+00:00
Fyrri konungabók 20. kafli
Akab vinnur sigur á Benhadad.
V. 10. a. Kap. 19,2. 2 Kóng. 6,31. V. 27. b. 1 Makk. 3,16. V. 39. a. 2 Kóng. 10,24.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.